Tónlistarmaðurinn var handtekinn laugardaginn 6. maí, átján dögum fyrir andlát móður sinnar. Hann hefur nú verið ákærður fyrir vörslu krakks og fyrir að hafa átt við sönnunargögn í málinu.
Lögreglan í Texas staðfesti í samtali við People að Turner hafi verið stöðvaður af lögreglunni við umferðarljós vegna þess að bíll hans var eineygður.
Í rannsókn kom í ljós að Turner var með 1,7 grömm af krakk-kókaíni og 0,7 grömm af metamfetamíni í fórum sínum. Upp komst um hann þegar lögreglan sá til hans reyna að innbyrða efnin meðan á rannsókninni stóð.