Innlent

Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Verkun hvals í Hvalfirði.
Verkun hvals í Hvalfirði. vísir/vilhelm

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin.

Hvalveiðar voru stöðvaðar einungis sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast og var starfsfólk þegar mætt til vinnu.

„Áhrifin sem þessi fyrirvaralausa og óvænta ákvörðun hefur á samfélagið í Hvalfjarðarsveit og nágrenni, íbúa og atvinnulíf, eru fjárhagslega mikil, bæði bein og óbein.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur ekki afstöðu til hvalveiða með þessari yfirlýsingu en hvetur matvælaráðherra til að endurskoða ákvörðun sína,“ segir í yfirlýsingu.

Skiptar skoðanir eru á ákvörðun ráðherra, rætt var við stjórnmálamenn og hagsmunaaðila í kvöldfréttum Stöðvar:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×