Amazon sakað um bellibrögð með Prime-áskriftir Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 11:34 Viðskiptavinir Amazon skráðu sig stundum óafvitandi í áskrift að Prime en það var hægara sagt en gert að segja henni upp aftur samvæmt stefnu FTC. AP/Gene J. Puskar Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) stefndi tæknirisanum Amazon fyrir að blekkja viðskiptavini sína til þess að skrá sig í áskriftarþjónustu og gera þeim erfitt fyrir að segja henni upp. Fyrirtækið hafnar ásökununum alfarið. Amazon Prime, áskriftarþjónusta Amazon, veitir viðskiptavinum Amazon þjónustu eins og skemmri afhendingartíma gegn gjaldi. Í stefnu FTC er stórfyrirtækið sakað um að notað blekkjandi hönnun til þess að narra viðskiptavini til þess að gerast áskrifendur. Það hafi brotið lög um viðskiptahætti og lög um neytendarvernd í netverslun. Þannig er Amazon sagt hafa gert viðskiptavinum erfitt að kaupa vörur án þess að gerast áskrifendur að Prime. Í sumum tilfellum fengu viðskiptavinir upp hnapp til þess að ganga frá kaupum án þess að þeim væri ljóst að með því að smella á hann gerðust þeir áskrifendur að Prime. Kenndu uppsagnarferlið við langdregið umsátur um Tróju Flókið var fyrir viðskiptavini að segja áskriftinni upp og stjórnendur Amazon drógu lappirnar eða höfnuðu breytingum sem hefðu gert það auðveldara, að því er segir í stefnunni. Innanhúss var uppsagnarferlið kallað Ilíonskviða, forngrísku ljóði um lang umsátur um Trjóju, að sögn AP-fréttastofunnar. „Amazon gabbaði og festi fólk í áframhaldandi áskrift án samþykkis þess sem olli notendum ekki aðeins angri heldur kostaði þá umtalsverða fjármuni. Þessar óheiðarlegu aðferðir sköðuðu neytendur og löghlýðin fyrirtæki,“ sagði Line Khan, forstöðumaður FTC. Amazon segir ásakanir FTC rangar. Þvert á móti sagði Heather Layman, talskona Amazon, að viðskiptavinir „elskuðu“ Prime og að það væri bæði skýrt og einfalt að skrá sig í og úr áskrift. Fyrr í þessum mánuði samþykkti Amazon að greiða um 25 milljónir dollara í sekt vegna ásakana um að fyrirtækið hefði brotið gegn persónuvernd barna með því að geyma gögn úr Alexu, raddstýrðum hátalara, þrátt fyrir að foreldrar hefðu óskað eftir því. Sömuleiðis féllst fyrirtækið á að greiða sekt vegna starfsmanna sem skoðuðu upptökur úr dyrabjöllumyndavélum viðskiptavina og samstarfsmanna. Amazon Bandaríkin Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Amazon Prime, áskriftarþjónusta Amazon, veitir viðskiptavinum Amazon þjónustu eins og skemmri afhendingartíma gegn gjaldi. Í stefnu FTC er stórfyrirtækið sakað um að notað blekkjandi hönnun til þess að narra viðskiptavini til þess að gerast áskrifendur. Það hafi brotið lög um viðskiptahætti og lög um neytendarvernd í netverslun. Þannig er Amazon sagt hafa gert viðskiptavinum erfitt að kaupa vörur án þess að gerast áskrifendur að Prime. Í sumum tilfellum fengu viðskiptavinir upp hnapp til þess að ganga frá kaupum án þess að þeim væri ljóst að með því að smella á hann gerðust þeir áskrifendur að Prime. Kenndu uppsagnarferlið við langdregið umsátur um Tróju Flókið var fyrir viðskiptavini að segja áskriftinni upp og stjórnendur Amazon drógu lappirnar eða höfnuðu breytingum sem hefðu gert það auðveldara, að því er segir í stefnunni. Innanhúss var uppsagnarferlið kallað Ilíonskviða, forngrísku ljóði um lang umsátur um Trjóju, að sögn AP-fréttastofunnar. „Amazon gabbaði og festi fólk í áframhaldandi áskrift án samþykkis þess sem olli notendum ekki aðeins angri heldur kostaði þá umtalsverða fjármuni. Þessar óheiðarlegu aðferðir sköðuðu neytendur og löghlýðin fyrirtæki,“ sagði Line Khan, forstöðumaður FTC. Amazon segir ásakanir FTC rangar. Þvert á móti sagði Heather Layman, talskona Amazon, að viðskiptavinir „elskuðu“ Prime og að það væri bæði skýrt og einfalt að skrá sig í og úr áskrift. Fyrr í þessum mánuði samþykkti Amazon að greiða um 25 milljónir dollara í sekt vegna ásakana um að fyrirtækið hefði brotið gegn persónuvernd barna með því að geyma gögn úr Alexu, raddstýrðum hátalara, þrátt fyrir að foreldrar hefðu óskað eftir því. Sömuleiðis féllst fyrirtækið á að greiða sekt vegna starfsmanna sem skoðuðu upptökur úr dyrabjöllumyndavélum viðskiptavina og samstarfsmanna.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira