Alþjóða hnefaleikasambandið svipt réttindum sínum innan IOC Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 19:54 Thomas Bach er forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar. Vísir/Getty Alþjóða ólympíunefndin hefur svipt Alþjóða hnefaleikasambandið réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Nýtt alþjóðasamband hnefaleika var stofnað í apríl. Hnefaleikaheimurinn hefur logað síðustu mánuði vegna deilna á milli Alþjóða hnefaleikasambandsins (IBA) og fjölda annarra sérsambanda. Ástæðan eru ákvarðanir stjórnar IBA og formannsins, Umar Kremlev, á undanförnum árum og einkum eftir að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á síðasta ári. Kremlev hefur meðal annars fært höfuðstöðvarnar til Rússlands og gert rússneska gasrisann Gazprom að helsta bakhjarli IBA. Bandaríkjamenn hafa stofnað sérstakt hnefaleikasamband fyrir áhugamannahnefaleika, World Boxing, og sagt sig úr IBA. Fleiri þjóðir hafa gengið í sambandið en stjórn þess mynda fulltrúar Bretlands, Þýskalands, Hollands, Nýja Sjálands, Filippseyja, Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Nú hefur Alþjóða ólympíunefndin (IOC) gripið til sinna ráða. Á fundi nefndarinnar í dag var IBA svipt réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Kosningin var afgerandi, 69 af 70 kusu með tillögu nefndarinnar. Alþjóða ólympíunefndin hefur áður gripið inn í málefni IBA og hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna árið 2020 var skipulögð af IOC vegna vandræða IBA með fjármál og spillingu. IOC mun sömuleiðis halda utan um hnefaleikakeppnina í París á næsta ári. Munu leita til IOC Hin nýstofnuðu samtök World Boxing munu að öllum líkindum sækjast eftir samþykki IOC að taka við hlutverki IBA sem æðstðu samtök. Það ferli gæti þó tekið allt að tvö ár. Forsvarsmenn World Boxing fögnuðu ákvörðun IOC í dag. Eins og staðan er núna eru hnefaleikar ekki á dagskrá leikanna sem fara fram í Los Angeles árið 2028. Christophe de Kepper, framkvæmdastjóri IOC, sagði hins vegar að hann sé þess fullviss að hnefaleikar verði hluti af leikunum árið 2028. Fyrir kosninguna í dag sagði Thomas Back, forseti IOC, að engin vandamál séu gagnvart íþróttinni sjálfri né þeim sem hana iðka. „Hnefaleikamenn eiga fullan rétt á að vera undir stjórn heiðarlegra og gegnsærra alþjóðlegra samtaka.“ Í kjölfar ákvörðunar IOC í dag gaf IBA út yfirlýsingu þar sem sambandið segir ákvörðunina hræðileg mistök og bar hana saman við framferði Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. „Við höfum farið eftir öllum tilmælum IOC. Þrátt fyrir áskoranir er IBA enn ákveðið í að þróa hnefaleikaíþróttina og skipuleggja opinber mót og heimsmeistaramót. Við getum ekki falið þá staðreynd að ákvörðun dagsins er hörmuleg fyrir hnefaleika á alþjóðavísu og gengur gegn orðum IOC um að vinna í þágu hnefaleika og hnefaleikafólks.“ Box Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sjá meira
Hnefaleikaheimurinn hefur logað síðustu mánuði vegna deilna á milli Alþjóða hnefaleikasambandsins (IBA) og fjölda annarra sérsambanda. Ástæðan eru ákvarðanir stjórnar IBA og formannsins, Umar Kremlev, á undanförnum árum og einkum eftir að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á síðasta ári. Kremlev hefur meðal annars fært höfuðstöðvarnar til Rússlands og gert rússneska gasrisann Gazprom að helsta bakhjarli IBA. Bandaríkjamenn hafa stofnað sérstakt hnefaleikasamband fyrir áhugamannahnefaleika, World Boxing, og sagt sig úr IBA. Fleiri þjóðir hafa gengið í sambandið en stjórn þess mynda fulltrúar Bretlands, Þýskalands, Hollands, Nýja Sjálands, Filippseyja, Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Nú hefur Alþjóða ólympíunefndin (IOC) gripið til sinna ráða. Á fundi nefndarinnar í dag var IBA svipt réttindum sínum sem æðstu samtök íþróttarinnar í heiminum. Kosningin var afgerandi, 69 af 70 kusu með tillögu nefndarinnar. Alþjóða ólympíunefndin hefur áður gripið inn í málefni IBA og hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna árið 2020 var skipulögð af IOC vegna vandræða IBA með fjármál og spillingu. IOC mun sömuleiðis halda utan um hnefaleikakeppnina í París á næsta ári. Munu leita til IOC Hin nýstofnuðu samtök World Boxing munu að öllum líkindum sækjast eftir samþykki IOC að taka við hlutverki IBA sem æðstðu samtök. Það ferli gæti þó tekið allt að tvö ár. Forsvarsmenn World Boxing fögnuðu ákvörðun IOC í dag. Eins og staðan er núna eru hnefaleikar ekki á dagskrá leikanna sem fara fram í Los Angeles árið 2028. Christophe de Kepper, framkvæmdastjóri IOC, sagði hins vegar að hann sé þess fullviss að hnefaleikar verði hluti af leikunum árið 2028. Fyrir kosninguna í dag sagði Thomas Back, forseti IOC, að engin vandamál séu gagnvart íþróttinni sjálfri né þeim sem hana iðka. „Hnefaleikamenn eiga fullan rétt á að vera undir stjórn heiðarlegra og gegnsærra alþjóðlegra samtaka.“ Í kjölfar ákvörðunar IOC í dag gaf IBA út yfirlýsingu þar sem sambandið segir ákvörðunina hræðileg mistök og bar hana saman við framferði Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. „Við höfum farið eftir öllum tilmælum IOC. Þrátt fyrir áskoranir er IBA enn ákveðið í að þróa hnefaleikaíþróttina og skipuleggja opinber mót og heimsmeistaramót. Við getum ekki falið þá staðreynd að ákvörðun dagsins er hörmuleg fyrir hnefaleika á alþjóðavísu og gengur gegn orðum IOC um að vinna í þágu hnefaleika og hnefaleikafólks.“
Box Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sjá meira