„Mér fannst þetta góður fundur“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. júní 2023 22:56 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, var ánægð með fund um frestun á hvalveiðitímabilinu þrátt fyrir mikinn hita, baul og gagnrýni. Vísir/Einar Svandís Svavarsdóttir hefur ekki áhyggjur af ríkisstjórnarsamstarfinu þrátt fyrir hörð orð úr átt Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á hitafundi um hvalveiðar í kvöld. Ákvörðun hennar um frestun hvalveiða hafi verið fagleg og vel undirbyggð þó tímasetningin hafi verið óheppileg. Verkalýðsfélag Akraness hélt fund fyrr í kvöld á Akranesi um tímabundna frestun á hvalveiðum. Fundurinn var fjölmennur og var fjöldi þingmanna mættur auk íbúa og fulltrúa Hvals. Andrúmsloftið var rafmagnað og beindust spjót að matvælaráðherra úr ýmsum áttum. Ánægð með fundinn þrátt fyrir mikinn hita Þrátt fyrir mikinn hita, baul og hörð orð sagðist Svandís Svavarsdóttir hafa verið ánægð með fundinn. Hann hafi verið málefnalegur þó það væru sannarlega deildar meiningar um málefnið. Hvernig fannst þér fundurinn? „Mér fannst þetta góður fundur. Það var auðvitað mikill hiti í fundinum og það eru miklar tilfinningar í kringum þessi mál. Þannig það var eðlilegt,“ sagði Svandís í viðtali við fréttastofu. „Mér fannst hann að mestu leyti málefnalegur, fólk var að spyrja spurninga og velta fyrir sér. Ég hefði viljað heyra meira frá heimafólki og minna í pólitíkusum,“ bætti hún við. Kom þér á óvart hvernig þér var tekið? Það var mikið baulað og minna klappað. „Nei, það kom mér ekki á óvart. Þetta er staða sem er umdeild og sérstaklega hér á svæðinu.“ Sjá einnig: Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum „Verkalýðsfélagið býður mér að koma til fundarins og ég fagnaði því og þakkaði fyrir það. Það kom mér ekki á óvart að það yrðu deildar meiningar og hiti á fundinum og ég er ekki fædd í gær,“ sagði Svandís. Hefur engar áhyggjur af samstarfinu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar létu hörð orð falla á fundinum en Svandís segist ekki hafa áhyggjur af álaginu sem ákvörðun hennar hefur á stjórnarsamstarfið. Ákvörðunin hafi verið fagleg og vel undirbyggð með ítarlegum gögnum. Það voru hörð orð látin falla, aðallega frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en einnig Framsóknarflokksins. Maður hlýtur að spyrja hversu mikið álag er þetta að setja á stjórnarsamstarfið, þessi ákvörðun? „Ég hef ekki áhyggjur af því,“ sagði Svandís. Það hefur ekki verið rætt innan herbúða VG? „Nei, það hefur ekki verið rætt.“ „Þetta er vel undirbyggð fagleg ákvörðun sem byggir á dýravelferðarsjónarmiðum. Ég er stolt af því að safna ítarlegum gögnum og að taka ákvörðun með að stíga inn með þessum hætti þegar við erum með ítarleg gögn um að dýravelferð er ekki höfð í heiðri við aflífun þessara dýra,“ sagði Svandís. Óheppileg tímasetning á ákvörðuninni Svandís segir það óheppilegt hve nærri ákvörðunin var vertíðinni en við því var ekki ráðið. Þegar gögn lágu fyrir gat hún ekki annað en aðhafst í málinu. Gísli Rafn minntist á það á fundinum að það mætti deila um það hverjum það væri að kenna þessi stutti frestur frá því ákvörðun er tekin og þangað til vertíðin átti að hefjast. Er það rétt að Hvalur hafi í sífellu beðið um meiri andmælafrest sem varð til þess að ferlið dróst? „Þetta tók langan tíma og ég var alveg jafn óþolinmóð eins og margir aðrir vegna þess að skýrslan, í sjálfu sér, lá fyrir í drögum fljótlega eftir áramót, ef ég man þetta rétt. Enda var verið að safna gögnunum í fyrrasumar,“ sagðiSvandís. „Það tók síðan tíma en það er auðvitað eðlileg framvinda að hagsmunaaðilar fái tíma til þess að fjalla um og gera athugasemdir og svo framvegis. En það er sannarlega óheppilegt hversu nærri við erum vertíðinni þegar niðurstaða fagráðsins liggur fyrir.“ „En við það varð ekki ráðið og ég gat, út frá minni ábyrgð á málaflokknum, ekki annað en aðhafst þegar ég sá hvernig gögnin voru og hversu alvarleg þau voru.“ En var það rétt haft eftir hjá Gísla að þetta hafi meðal annars haft með andmælafresti sem Hvalur var að nýta sér? „Ég held að matvælastofnun verði að svara því, þetta var á þeirra vegum sem þessi samskipti voru. Þannig ég kann ekki nákvæmlega tímalínuna á því.“ Þú varst spurð af einum starfsmanni Hvals hvers vegna þessu hefði verið frestað út í ágúst, hvers vegna tíminn væri ekki styttri. Þú talaðir um að þetta hefði verið tíminn sem þið hefðuð gefið ykkur til að skoða málið og safna gögnum. Kemur eitthvað til greina að stytta þann tíma ef færi gefst? „Ég geri ekki ráð fyrir því,“ sagði Svandís að lokum. Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Verkalýðsfélag Akraness hélt fund fyrr í kvöld á Akranesi um tímabundna frestun á hvalveiðum. Fundurinn var fjölmennur og var fjöldi þingmanna mættur auk íbúa og fulltrúa Hvals. Andrúmsloftið var rafmagnað og beindust spjót að matvælaráðherra úr ýmsum áttum. Ánægð með fundinn þrátt fyrir mikinn hita Þrátt fyrir mikinn hita, baul og hörð orð sagðist Svandís Svavarsdóttir hafa verið ánægð með fundinn. Hann hafi verið málefnalegur þó það væru sannarlega deildar meiningar um málefnið. Hvernig fannst þér fundurinn? „Mér fannst þetta góður fundur. Það var auðvitað mikill hiti í fundinum og það eru miklar tilfinningar í kringum þessi mál. Þannig það var eðlilegt,“ sagði Svandís í viðtali við fréttastofu. „Mér fannst hann að mestu leyti málefnalegur, fólk var að spyrja spurninga og velta fyrir sér. Ég hefði viljað heyra meira frá heimafólki og minna í pólitíkusum,“ bætti hún við. Kom þér á óvart hvernig þér var tekið? Það var mikið baulað og minna klappað. „Nei, það kom mér ekki á óvart. Þetta er staða sem er umdeild og sérstaklega hér á svæðinu.“ Sjá einnig: Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum „Verkalýðsfélagið býður mér að koma til fundarins og ég fagnaði því og þakkaði fyrir það. Það kom mér ekki á óvart að það yrðu deildar meiningar og hiti á fundinum og ég er ekki fædd í gær,“ sagði Svandís. Hefur engar áhyggjur af samstarfinu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar létu hörð orð falla á fundinum en Svandís segist ekki hafa áhyggjur af álaginu sem ákvörðun hennar hefur á stjórnarsamstarfið. Ákvörðunin hafi verið fagleg og vel undirbyggð með ítarlegum gögnum. Það voru hörð orð látin falla, aðallega frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en einnig Framsóknarflokksins. Maður hlýtur að spyrja hversu mikið álag er þetta að setja á stjórnarsamstarfið, þessi ákvörðun? „Ég hef ekki áhyggjur af því,“ sagði Svandís. Það hefur ekki verið rætt innan herbúða VG? „Nei, það hefur ekki verið rætt.“ „Þetta er vel undirbyggð fagleg ákvörðun sem byggir á dýravelferðarsjónarmiðum. Ég er stolt af því að safna ítarlegum gögnum og að taka ákvörðun með að stíga inn með þessum hætti þegar við erum með ítarleg gögn um að dýravelferð er ekki höfð í heiðri við aflífun þessara dýra,“ sagði Svandís. Óheppileg tímasetning á ákvörðuninni Svandís segir það óheppilegt hve nærri ákvörðunin var vertíðinni en við því var ekki ráðið. Þegar gögn lágu fyrir gat hún ekki annað en aðhafst í málinu. Gísli Rafn minntist á það á fundinum að það mætti deila um það hverjum það væri að kenna þessi stutti frestur frá því ákvörðun er tekin og þangað til vertíðin átti að hefjast. Er það rétt að Hvalur hafi í sífellu beðið um meiri andmælafrest sem varð til þess að ferlið dróst? „Þetta tók langan tíma og ég var alveg jafn óþolinmóð eins og margir aðrir vegna þess að skýrslan, í sjálfu sér, lá fyrir í drögum fljótlega eftir áramót, ef ég man þetta rétt. Enda var verið að safna gögnunum í fyrrasumar,“ sagðiSvandís. „Það tók síðan tíma en það er auðvitað eðlileg framvinda að hagsmunaaðilar fái tíma til þess að fjalla um og gera athugasemdir og svo framvegis. En það er sannarlega óheppilegt hversu nærri við erum vertíðinni þegar niðurstaða fagráðsins liggur fyrir.“ „En við það varð ekki ráðið og ég gat, út frá minni ábyrgð á málaflokknum, ekki annað en aðhafst þegar ég sá hvernig gögnin voru og hversu alvarleg þau voru.“ En var það rétt haft eftir hjá Gísla að þetta hafi meðal annars haft með andmælafresti sem Hvalur var að nýta sér? „Ég held að matvælastofnun verði að svara því, þetta var á þeirra vegum sem þessi samskipti voru. Þannig ég kann ekki nákvæmlega tímalínuna á því.“ Þú varst spurð af einum starfsmanni Hvals hvers vegna þessu hefði verið frestað út í ágúst, hvers vegna tíminn væri ekki styttri. Þú talaðir um að þetta hefði verið tíminn sem þið hefðuð gefið ykkur til að skoða málið og safna gögnum. Kemur eitthvað til greina að stytta þann tíma ef færi gefst? „Ég geri ekki ráð fyrir því,“ sagði Svandís að lokum.
Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36
Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53