Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.  Vísir/Vilhelm

Hvalveiðibannið sem matvælaráðherra setti á dögunum verður fyrirferðarmikið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Við fjöllum um fjölmennan fund á Akranesi sem haldinn var í gærkvöldi þar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra svaraði fyrir ákvörðun sína um að afturkalla tímabundið leyfi til veiða á langreyðum. Mikill hiti var í fundarmönnum. 

Og í morgun var Svandís síðan mætt á fund atvinnuveganefndar þar sem sama mál var til umræðu. 

Einnig fjöllum við um sekt upp á rúman milljarð sem Íslandsbanki þarf að greiða eftir að hafa náð sátt við Fjármálaeftirlit Seðlabankans í tengslum við söluna á hlut ríkisins í bankanum. 

Og við ræðum einnig við Árna Finnsson sem á sæti í Loftslagsráði sem segir að umhverfisráðherra dragi rangar ályktanir af uppgjöri Loftslagsráðs sem út kom á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×