Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Einar Kárason skrifar 24. júní 2023 17:00 Valur lenti ekki í teljandi vandræðum í Eyjum. Vísir/Diego Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. Hásteinsvöllur bauð upp á austangolu og blautan völl þegar ÍBV og Valur áttust við fyrr í dag. Komandi inn í leikinn voru Valsmenn í öðru sæti deildarinnar á meðan ÍBV sat í því næst neðsta. Eyjamenn byrjuðu af krafti og kom fyrsta skotfæri leiksins eftir tæpa hálfa mínútu þegar Arnar Breki Gunnarsson lét vaða fyrir utan teig en boltinn naumlega framhjá stönginni. Áhorfendur þurftu hinsvegar ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu en það kom á tíundu mínútu. Sigurður Egill Lárusson fékk þá boltann úti vinstra megin og sendi boltann fast meðfram jörðinni inn á teig þar sem Adam Ægir Pálsson var mættur. Adam gerði vel í að vera undan í boltann og stýrði honum upp í þaknetið á nærstöng. Virkilega snoturt mark og Valsmenn komnir með forustu. Bæði lið fengu ágætis færi til að koma boltanum í netið en án árangurs. Kristinn Freyr Sigurðsson komst manna næst þegar hann rændi boltanum af Sigurði Arnari Magnússyni í öftustu línu Eyjamanna og keyrði að marki. Skot Kristins, blessunarlega fyrir heimamenn, ekki nægilega gott og beint á Guy Smit í marki ÍBV. Valsmenn gengu inn í hálfleikinn marki til góðs og spennandi fjörtíu og fimm mínútur framundan. ÍBV sótti í upphafi síðari hálfleiks án þess að skapa sér færi en það voru Valsmenn sem bættu við eftir rétt rúman fimm mínútna leik. Patrick Pedersen lagði þá boltann út á Aron Jóhannsson sem kom á ferðinni og gjörsamlega stimplaði boltann í þverslánna og inn. Frábært mark og róðurinn erfiður fyrir heimamenn. Ástandið batnaði ekki nokkrum mínútum síðar þegar Kristinn Freyr Sigurðsson bætti við þriðja marki gestanna með skoti fyrir utan teig en boltinn rúllaði framhjá Guy í marki heimamanna sem var lengi að bregðast við. Síðasti hálftíminn var í raun formsatriði fyrir gestina sem spiluðu leikinn af mikilli fagmennsku og drápu allar þær vonir sem Eyjamenn gerðu sér um endurkomu. Lúkas Logi Heimisson kom inn af bekknum og hefði auðveldlega getað bætt við fjórða marki Vals eftir frábæran undirbúning frá Tryggva Hrafni Haraldssyni en skalli hans var varinn á línu. Niðurstaðan þriggja marka sigur Vals eftir hörkuskemmtilegar níutíu mínútur en heimamenn geta spurt sig að leikslokum hvað fór úrskeiðis. Af hverju vann Valur? Einstaklingsgæði stóðu upp úr. Frábært mark í fyrri hálfleiknum og svo tvö önnur í þeim síðari. Lítið var milli liðanna hvað varðar spilamennsku en gestirnir áttu meira inni en heimamenn. Hverjir stóðu uppúr? Í fyrri hálfleiknum var Adam Ægir Pálsson mjög öflugur og alltaf líklegur. Hann var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik en þá höfðu bæði Aron Jóhannsson og Kristinn Freyr Sigurðsson sýnt gæði sín. Nökkvi Már Nökkvason var öflugur á miðsvæðinu hjá ÍBV. Hvað gekk illa? Eyjamenn fengu sín færi en náðu ekki að koma boltanum í netið á meðan Valsmenn gerðu það í þrígang. Hvað gerist næst? ÍBV tekur á móti KA á miðvikudaginn næstkomandi á meðan Valsmenn eru í pásu þar til 12. júlí þegar þeir mæta Fylki. „Ekki ein sékúnda sem við vorum ekki betri“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega svekktur eftir leikinn. Að hans mati voru Eyjamenn betri aðilinn, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Það er ömurlegt að standa hér og segja það eftir þriggja marka tap. Við vorum helvíti aggressívir í fyrri hálfleik í pressunni. Þeir komust einu sinni yfir miðju og skora eitt mark. Það er helvíti fúlt. Við sköpuðum okkur fullt af góðum stöðum og fengum fullt af hornum. Það bara taldi ekki hjá okkur. Samt voru þetta góðar hornspyrnur. Svekkjandi og hundfúlt að fá ekkert út úr þessum leik. Það voru bara gæði sem kláruðu þetta. Skot lengst utan af velli. Stundum fer það í Herjólfsdal en þarna fór það samskeitin inn. Eftir það var þetta erfitt. En eins og við byrjum þennan leik og spiluðum allan fyrri hálfleik þá verðum við að láta það telja. Við vorum yfir í öllu. Allar baráttur og vorum yfir á öllum sviðum,“ segir Hermann. „Við vorum betri allan fyrri hálfleikinn. Það var ekki ein sekúnda sem við vorum ekki betri. Við vorum bara með þá allan tímann í markteig nánast. Þeir komast í eina sókn. Úr hugsanlegri skyndisókn sem við vorum að fara í. Þannig auðvitað er það fúlt að vera með andstæðinginn undir pressu í fyrri hálfleik en vera undir í hálfleik. Besta deild karla ÍBV Valur
Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. Hásteinsvöllur bauð upp á austangolu og blautan völl þegar ÍBV og Valur áttust við fyrr í dag. Komandi inn í leikinn voru Valsmenn í öðru sæti deildarinnar á meðan ÍBV sat í því næst neðsta. Eyjamenn byrjuðu af krafti og kom fyrsta skotfæri leiksins eftir tæpa hálfa mínútu þegar Arnar Breki Gunnarsson lét vaða fyrir utan teig en boltinn naumlega framhjá stönginni. Áhorfendur þurftu hinsvegar ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu en það kom á tíundu mínútu. Sigurður Egill Lárusson fékk þá boltann úti vinstra megin og sendi boltann fast meðfram jörðinni inn á teig þar sem Adam Ægir Pálsson var mættur. Adam gerði vel í að vera undan í boltann og stýrði honum upp í þaknetið á nærstöng. Virkilega snoturt mark og Valsmenn komnir með forustu. Bæði lið fengu ágætis færi til að koma boltanum í netið en án árangurs. Kristinn Freyr Sigurðsson komst manna næst þegar hann rændi boltanum af Sigurði Arnari Magnússyni í öftustu línu Eyjamanna og keyrði að marki. Skot Kristins, blessunarlega fyrir heimamenn, ekki nægilega gott og beint á Guy Smit í marki ÍBV. Valsmenn gengu inn í hálfleikinn marki til góðs og spennandi fjörtíu og fimm mínútur framundan. ÍBV sótti í upphafi síðari hálfleiks án þess að skapa sér færi en það voru Valsmenn sem bættu við eftir rétt rúman fimm mínútna leik. Patrick Pedersen lagði þá boltann út á Aron Jóhannsson sem kom á ferðinni og gjörsamlega stimplaði boltann í þverslánna og inn. Frábært mark og róðurinn erfiður fyrir heimamenn. Ástandið batnaði ekki nokkrum mínútum síðar þegar Kristinn Freyr Sigurðsson bætti við þriðja marki gestanna með skoti fyrir utan teig en boltinn rúllaði framhjá Guy í marki heimamanna sem var lengi að bregðast við. Síðasti hálftíminn var í raun formsatriði fyrir gestina sem spiluðu leikinn af mikilli fagmennsku og drápu allar þær vonir sem Eyjamenn gerðu sér um endurkomu. Lúkas Logi Heimisson kom inn af bekknum og hefði auðveldlega getað bætt við fjórða marki Vals eftir frábæran undirbúning frá Tryggva Hrafni Haraldssyni en skalli hans var varinn á línu. Niðurstaðan þriggja marka sigur Vals eftir hörkuskemmtilegar níutíu mínútur en heimamenn geta spurt sig að leikslokum hvað fór úrskeiðis. Af hverju vann Valur? Einstaklingsgæði stóðu upp úr. Frábært mark í fyrri hálfleiknum og svo tvö önnur í þeim síðari. Lítið var milli liðanna hvað varðar spilamennsku en gestirnir áttu meira inni en heimamenn. Hverjir stóðu uppúr? Í fyrri hálfleiknum var Adam Ægir Pálsson mjög öflugur og alltaf líklegur. Hann var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik en þá höfðu bæði Aron Jóhannsson og Kristinn Freyr Sigurðsson sýnt gæði sín. Nökkvi Már Nökkvason var öflugur á miðsvæðinu hjá ÍBV. Hvað gekk illa? Eyjamenn fengu sín færi en náðu ekki að koma boltanum í netið á meðan Valsmenn gerðu það í þrígang. Hvað gerist næst? ÍBV tekur á móti KA á miðvikudaginn næstkomandi á meðan Valsmenn eru í pásu þar til 12. júlí þegar þeir mæta Fylki. „Ekki ein sékúnda sem við vorum ekki betri“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega svekktur eftir leikinn. Að hans mati voru Eyjamenn betri aðilinn, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Það er ömurlegt að standa hér og segja það eftir þriggja marka tap. Við vorum helvíti aggressívir í fyrri hálfleik í pressunni. Þeir komust einu sinni yfir miðju og skora eitt mark. Það er helvíti fúlt. Við sköpuðum okkur fullt af góðum stöðum og fengum fullt af hornum. Það bara taldi ekki hjá okkur. Samt voru þetta góðar hornspyrnur. Svekkjandi og hundfúlt að fá ekkert út úr þessum leik. Það voru bara gæði sem kláruðu þetta. Skot lengst utan af velli. Stundum fer það í Herjólfsdal en þarna fór það samskeitin inn. Eftir það var þetta erfitt. En eins og við byrjum þennan leik og spiluðum allan fyrri hálfleik þá verðum við að láta það telja. Við vorum yfir í öllu. Allar baráttur og vorum yfir á öllum sviðum,“ segir Hermann. „Við vorum betri allan fyrri hálfleikinn. Það var ekki ein sekúnda sem við vorum ekki betri. Við vorum bara með þá allan tímann í markteig nánast. Þeir komast í eina sókn. Úr hugsanlegri skyndisókn sem við vorum að fara í. Þannig auðvitað er það fúlt að vera með andstæðinginn undir pressu í fyrri hálfleik en vera undir í hálfleik.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti