„Það er enn fullt af spurningum ósvarað“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 23. júní 2023 22:41 Kristrún Frostadóttir segir að ríkisstjórnin þurfi að taka forystu og setja á fót rannsóknarnefnd vegna sölunnar á hlut í Íslandsbanka þar sem ljóst er að verulegur pottur var brotinn í ferlinu. Vísir/Sigurjón Kristrún Frostadóttir segir ljóst að ekki var vel staðið að sölu Íslandsbanka. Með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé komin önnur rannsóknin sem sýni að pottur var verulega brotinn í ferlinu. Ríkisstjórnin þurfi að taka forystu í málinu og setja á fót rannsóknarnefnd. Íslandsbanka hefur verið gert að greiða tæpa 1,2 milljarða króna vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Um er að ræða langhæstu sekt sem fjármálafyrirtæki hefur þurft að greiða vegna lögbrota sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið til rannsóknar. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ljóst að brotalamir hafi verið á framkvæmdinni á sölu í hlut bankans en upphæð sektarinnar hafi komið sér á óvart. Hún viðurkennir alvarleg brot bankans og biðst afsökunar á mistökum við sölu hans en hyggst ekki láta af störfum sem bankastjóri. Pottur verulega brotinn í söluferlinu Kristún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé kominn önnur rannsókn á sölunni á Íslandsbanka, til viðbótar við rannsókn Ríkisendurskoðanda, sem sýni að pottur var verulega brotinn í söluferlinu. Hvernig blasir niðurstaðan við þér? „Núna erum við að fá enn annan bút af þessu máli. Fyrst fyrir nokkrum mánuðum síðan fengum við skýrslu ríkisendurskoðanda þar sem að ríkisendurskoðandi taldi sig ekki geta skoðað hlut eða ábyrgð ráðherra eða fjármálaráðuneytisins en leiddi af sér þá niðurstöðu í þessu ferli að Bankasýslan var lögð niður, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar,“ sagði Kristrún. „Svo er þetta þessi annar bútur sem snýr að Fjármálaeftirlitinu. Þetta er auðvitað bara sjálfstæð athugun Fjármálaeftirlitsins á hlut Íslandsbanka og hvernig var að þessu staðið. Auðvitað eigum við eftir að sjá niðurstöðurnar úr þessu ferli og rannsókna en þetta endar með 1,2 milljarða króna sekt.“ „Þarna erum við tvær sértækar og sjálfstæðar rannsóknir um tvo aðila sem liggja neðar en fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytið í keðju þessa máls á sölu á þjóðareign sem sýna að pottur var verulega brotinn,“ segir hún um niðurstöðuna. Fullt af spurningum enn ósvarað Kristrún segir nauðsynlegt að öll gögn um söluna komi upp á borðið til að hægt sé að fá heildarmynd af ferlinu. Enn sé fullt af spurningum ósvarað þó það sé ljóst að salan gekk ekki vel fyrir sig. „Auðvitað stendur upp úr að við fáum heildarmyndina á bak við þetta, hver samskipti ráðuneytisins og ráðherra voru við Íslandsbanka og Bankasýsluna í þessum tilvikum og við fáum öll gögn upp á borðið. „Þetta í raun staðfestir enn frekar ósk okkar í stjórnarandstöðunni að fá rannsóknarskýrslu vegna þess að það er enn fullt af spurningum ósvarað,“ segir hún. „En hins vegar er ljóst að það hefur ekki gengið vel í þessu máli miðað við hvernig niðurstöður bæði FME eru núna og eins hjá Ríkisendurskoðun.“ Ríkisstjórnin þurfi að samþykkja beiðni um rannsóknarnefnd Ríkisstjórnin þarf að taka forystu í málinu að sögn Kristrúnar og samþykkja beiðni minnihlutans um að setja á fót rannsóknarnefnd. Hver eru næstu skref að þínu mati? „Næstu skref eru að ríkisstjórnin þarf að sýna forystu í þessu máli. Hún þarf að átta sig á því að vandinn í dag er vantraust hjá almenningi gagnvart fjármálakerfinu og gagnvart stjórnmálunum þegar kemur að pólitík og það að virða lög,“ segir Kristrún. „Lögin eru sett með þeim hætti að ábyrgðin er fjármálaráðherra og núna þarf ríkisstjórnin að stíga inn og samþykkja þessa beiðni sem hefur legið fyrir frá minnihlutanum að setja á rannsóknarnefnd,“ segir hún að lokum. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Íslandsbanka hefur verið gert að greiða tæpa 1,2 milljarða króna vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Um er að ræða langhæstu sekt sem fjármálafyrirtæki hefur þurft að greiða vegna lögbrota sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið til rannsóknar. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ljóst að brotalamir hafi verið á framkvæmdinni á sölu í hlut bankans en upphæð sektarinnar hafi komið sér á óvart. Hún viðurkennir alvarleg brot bankans og biðst afsökunar á mistökum við sölu hans en hyggst ekki láta af störfum sem bankastjóri. Pottur verulega brotinn í söluferlinu Kristún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé kominn önnur rannsókn á sölunni á Íslandsbanka, til viðbótar við rannsókn Ríkisendurskoðanda, sem sýni að pottur var verulega brotinn í söluferlinu. Hvernig blasir niðurstaðan við þér? „Núna erum við að fá enn annan bút af þessu máli. Fyrst fyrir nokkrum mánuðum síðan fengum við skýrslu ríkisendurskoðanda þar sem að ríkisendurskoðandi taldi sig ekki geta skoðað hlut eða ábyrgð ráðherra eða fjármálaráðuneytisins en leiddi af sér þá niðurstöðu í þessu ferli að Bankasýslan var lögð niður, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar,“ sagði Kristrún. „Svo er þetta þessi annar bútur sem snýr að Fjármálaeftirlitinu. Þetta er auðvitað bara sjálfstæð athugun Fjármálaeftirlitsins á hlut Íslandsbanka og hvernig var að þessu staðið. Auðvitað eigum við eftir að sjá niðurstöðurnar úr þessu ferli og rannsókna en þetta endar með 1,2 milljarða króna sekt.“ „Þarna erum við tvær sértækar og sjálfstæðar rannsóknir um tvo aðila sem liggja neðar en fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytið í keðju þessa máls á sölu á þjóðareign sem sýna að pottur var verulega brotinn,“ segir hún um niðurstöðuna. Fullt af spurningum enn ósvarað Kristrún segir nauðsynlegt að öll gögn um söluna komi upp á borðið til að hægt sé að fá heildarmynd af ferlinu. Enn sé fullt af spurningum ósvarað þó það sé ljóst að salan gekk ekki vel fyrir sig. „Auðvitað stendur upp úr að við fáum heildarmyndina á bak við þetta, hver samskipti ráðuneytisins og ráðherra voru við Íslandsbanka og Bankasýsluna í þessum tilvikum og við fáum öll gögn upp á borðið. „Þetta í raun staðfestir enn frekar ósk okkar í stjórnarandstöðunni að fá rannsóknarskýrslu vegna þess að það er enn fullt af spurningum ósvarað,“ segir hún. „En hins vegar er ljóst að það hefur ekki gengið vel í þessu máli miðað við hvernig niðurstöður bæði FME eru núna og eins hjá Ríkisendurskoðun.“ Ríkisstjórnin þurfi að samþykkja beiðni um rannsóknarnefnd Ríkisstjórnin þarf að taka forystu í málinu að sögn Kristrúnar og samþykkja beiðni minnihlutans um að setja á fót rannsóknarnefnd. Hver eru næstu skref að þínu mati? „Næstu skref eru að ríkisstjórnin þarf að sýna forystu í þessu máli. Hún þarf að átta sig á því að vandinn í dag er vantraust hjá almenningi gagnvart fjármálakerfinu og gagnvart stjórnmálunum þegar kemur að pólitík og það að virða lög,“ segir Kristrún. „Lögin eru sett með þeim hætti að ábyrgðin er fjármálaráðherra og núna þarf ríkisstjórnin að stíga inn og samþykkja þessa beiðni sem hefur legið fyrir frá minnihlutanum að setja á rannsóknarnefnd,“ segir hún að lokum.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira