Fótbolti

Mark Ingibjargar dugði ekki til sigurs

Jón Már Ferro skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði fyrir Vålerenga í dag.
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði fyrir Vålerenga í dag. Vålerenga

Íslensku landsliðskonurnar Ingibjörg Sigurðardóttir og Selma Sól Magnússdóttir léku með liðum sínum í norska boltanum fyrr í dag.

Ingibjörg stóð í vörn Vålerenga og gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn Røa. Selma spilaði 87. mínútur á miðjunni með Rosenborg sem vann Åsane 2-0.

Jafnteflið þýðir að Vålerenga er enn taplaust á toppnum með 41 stig en Rosenborg er í öðru sæti með sex stigum minna. Ingibjörg og Selma munu því að öllum líkindum berjast um titilinn allt til loka. 

Ingibjörg á að baki 53 A-landsleiki og ekki skorað eitt einasta mark enda hennar hlutverk að verja markið sitt.

Selma á að baki 26 A-landsleiki og hefur skorað í þeim fjögur mörk en hún spilar iðulega á miðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×