Það sem bankastjórinn meinti Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 25. júní 2023 11:30 Það er athyglisvert að stjórnandi fyrirtækis sem þarf að greiða 1200 milljónir í sekt vegna brota á lögum og reglum hefur ekki íhugað að segja af sér heldur segir bara „Ég nýt trausts innan stjórnar bankans og mun gegna starfi mínu áfram“ – og ég sem hélt að réttlætingin fyrir háum launum bankastjóra væri að þeir bæru svo mikla ábyrgð. Það er ekki síður athyglisvert að stjórn þessa fyrirtækis, sem er að mestu leyti í eigu fólksins í landinu, ýmist gegnum ríkissjóð eða lífeyrissjóði – pabbi hans Bjarna á (enn) bara lítinn hlut – skuli bera fullt traust til stjórnanda sem klúðrar málum á þann hátt. Kannski þykir klúðrið léttvægara af því að þar er ekki um að ræða vonda fjármálastjórn, heldur „bara“ brot á lögum og reglum. En það er áhugavert að lesa viðtöl við bankastjóra Íslandsbanka vegna málsins – annað eins orðasalat hefur sjaldan sést. Ég tók nokkur gullkorn úr viðtölum í Heimildinni, Morgunblaðinu, Ríkisútvarpinu og Vísi og orðræðugreindi þau til að glöggva mig á því hvað bankastjórinn hefði raunverulega verið að fara. „Með því að bjóða sátt er fjármálaeftirlitið að sýna stjórn og bankastjóra traust til þess að innleiða þær breytingar sem þarf. Og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Og það er mikilvægt að okkur er boðin sátt.“ Það er umdeilanlegt hversu mikið „traust“ felst í því að sekta bankann um 1200 milljónir, en aðalatriðið er að samkvæmt fréttum var það ekki fjármálaeftirlitið sem bauð sátt að fyrra bragði, heldur leitaði bankinn upphaflega eftir henni. Á því er talsverður munur. „Það er rétt að viðurkenna að við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum um upptökur í símum, sem settar höfðu verið haustið 2021 og við áttum að innleiða með öðrum hætti en við gerðum.“ Hér merkir „við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum“ augljóslega „við hunsuðum reglurnar“, og „við áttum að innleiða með öðrum hætti“ merkir „við áttum að fara eftir reglunum“. En hitt hljómar vissulega betur. „Símaupptökur geta klikkað alls staðar.“ Orðalagið „geta klikkað“ gefur í skyn að um einhvers konar tæknileg vandræði eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða, en það var einfaldlega svikist um að taka símtölin upp. Og „geta klikkað alls staðar“ er ætlað til þess að draga úr ábyrgð bankans – gefa í skyn að þetta sé ekkert betra hjá öðrum. „Þetta er áfellisdómur fyrir þetta verkefni. En ég tel áhættumenningu bankans í heild vera sterka og kannski frekar íhaldssama.“ „En við drögum svo sannarlega lærdóm af þessu verkefni og förum af fullum þunga í þær úrbætur sem þarf að gera, til þess að við séum áfram með þessa góðu og sterku áhættumenningu.“ Ekki verður séð hvað „áhættumenning“ bankans kemur þessu máli við – þetta mál snýst ekkert um hana, heldur er hún dregin þarna inn til að drepa málinu á dreif. Þess vegna koma úrbætur á henni málinu ekki heldur við. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð.“ Hér merkir „sem bankinn hefði getað gert ítarlegra“ augljóslega „sem bankinn hefði átt að gera“, og í „líklega hefði leitt til þess“ er „líklega“ ofaukið. „Við höfum frá því að þetta átti sér stað gert breytingar á verklagi bankans og dregið mikinn lærdóm af þessu máli.“ Hér merkir „við höfum […] gert breytingar á verklagi bankans“ greinilega „við neyðumst til að fylgja lögum og reglum“, og „dregið mikinn lærdóm af þessu máli“ merkir „ætlum ekki að láta nappa okkur næst“. „Það var ljóst að tímafresturinn til að standa að sölunni í mars í fyrra var knappur og það skýrir hluta af því sem fór úrskeiðis í verklagi bankans. Það segi ég þó ekki til að víkja mér undan ábyrgð […]“ Tilgangurinn með því að nefna knappan tímafrest er auðvitað einmitt sá að draga úr eigin ábyrgð – annars væri ástæðulaust að nefna hann. Þetta er dæmigerð aðferð til að afvegaleiða umræðuna. „Það er alveg ljóst að í þessu tilgreinda máli varð misbrestur á starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti.“ „Við gerðum bara mistök í innleiðingunni, og við fylgdum þá ekki innleiðingunni heldur nægilega vel eftir og þess vegna urðu þessi mistök.“ Merkingin í „varð misbrestur á starfi bankans“ er „voru lög brotin í starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti“ merkir „Við hefðum átt að fylgja lögum og reglum.“ Orðið „mistök“ er hér skrauthvörf fyrir „lögbrot“. „Við gerðum bara mistök“ merkir „Við brutum lög og reglur.“ Spurningunni „Hafið þið kannað hvort einhverjir starfsmenn bankans hafi hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist vegna þess að reglum var ekki fylgt?“ svarar bankastjórinn „Ekkert umfram aðra sem tóku þátt í þessu útboði.“ Þetta er auðvitað ekkert svar. Það er sem sé vel hugsanlegt að þátttakendur í útboðinu hafi „hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist“ – það eina sem bankastjórinn segir er að starfsfólk bankans hafi ekki grætt meira en aðrir þátttakendur. Ýmislegt fleira mætti tína til, en ég bíð spenntur eftir framhaldi á skýringum bankastjórans þegar skýrsla fjármálaeftirlitsins verður birt í heild. Höfundur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Greinin birtist fyrst á bloggsíðu Eiríks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Eiríkur Rögnvaldsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að stjórnandi fyrirtækis sem þarf að greiða 1200 milljónir í sekt vegna brota á lögum og reglum hefur ekki íhugað að segja af sér heldur segir bara „Ég nýt trausts innan stjórnar bankans og mun gegna starfi mínu áfram“ – og ég sem hélt að réttlætingin fyrir háum launum bankastjóra væri að þeir bæru svo mikla ábyrgð. Það er ekki síður athyglisvert að stjórn þessa fyrirtækis, sem er að mestu leyti í eigu fólksins í landinu, ýmist gegnum ríkissjóð eða lífeyrissjóði – pabbi hans Bjarna á (enn) bara lítinn hlut – skuli bera fullt traust til stjórnanda sem klúðrar málum á þann hátt. Kannski þykir klúðrið léttvægara af því að þar er ekki um að ræða vonda fjármálastjórn, heldur „bara“ brot á lögum og reglum. En það er áhugavert að lesa viðtöl við bankastjóra Íslandsbanka vegna málsins – annað eins orðasalat hefur sjaldan sést. Ég tók nokkur gullkorn úr viðtölum í Heimildinni, Morgunblaðinu, Ríkisútvarpinu og Vísi og orðræðugreindi þau til að glöggva mig á því hvað bankastjórinn hefði raunverulega verið að fara. „Með því að bjóða sátt er fjármálaeftirlitið að sýna stjórn og bankastjóra traust til þess að innleiða þær breytingar sem þarf. Og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Og það er mikilvægt að okkur er boðin sátt.“ Það er umdeilanlegt hversu mikið „traust“ felst í því að sekta bankann um 1200 milljónir, en aðalatriðið er að samkvæmt fréttum var það ekki fjármálaeftirlitið sem bauð sátt að fyrra bragði, heldur leitaði bankinn upphaflega eftir henni. Á því er talsverður munur. „Það er rétt að viðurkenna að við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum um upptökur í símum, sem settar höfðu verið haustið 2021 og við áttum að innleiða með öðrum hætti en við gerðum.“ Hér merkir „við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum“ augljóslega „við hunsuðum reglurnar“, og „við áttum að innleiða með öðrum hætti“ merkir „við áttum að fara eftir reglunum“. En hitt hljómar vissulega betur. „Símaupptökur geta klikkað alls staðar.“ Orðalagið „geta klikkað“ gefur í skyn að um einhvers konar tæknileg vandræði eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða, en það var einfaldlega svikist um að taka símtölin upp. Og „geta klikkað alls staðar“ er ætlað til þess að draga úr ábyrgð bankans – gefa í skyn að þetta sé ekkert betra hjá öðrum. „Þetta er áfellisdómur fyrir þetta verkefni. En ég tel áhættumenningu bankans í heild vera sterka og kannski frekar íhaldssama.“ „En við drögum svo sannarlega lærdóm af þessu verkefni og förum af fullum þunga í þær úrbætur sem þarf að gera, til þess að við séum áfram með þessa góðu og sterku áhættumenningu.“ Ekki verður séð hvað „áhættumenning“ bankans kemur þessu máli við – þetta mál snýst ekkert um hana, heldur er hún dregin þarna inn til að drepa málinu á dreif. Þess vegna koma úrbætur á henni málinu ekki heldur við. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð.“ Hér merkir „sem bankinn hefði getað gert ítarlegra“ augljóslega „sem bankinn hefði átt að gera“, og í „líklega hefði leitt til þess“ er „líklega“ ofaukið. „Við höfum frá því að þetta átti sér stað gert breytingar á verklagi bankans og dregið mikinn lærdóm af þessu máli.“ Hér merkir „við höfum […] gert breytingar á verklagi bankans“ greinilega „við neyðumst til að fylgja lögum og reglum“, og „dregið mikinn lærdóm af þessu máli“ merkir „ætlum ekki að láta nappa okkur næst“. „Það var ljóst að tímafresturinn til að standa að sölunni í mars í fyrra var knappur og það skýrir hluta af því sem fór úrskeiðis í verklagi bankans. Það segi ég þó ekki til að víkja mér undan ábyrgð […]“ Tilgangurinn með því að nefna knappan tímafrest er auðvitað einmitt sá að draga úr eigin ábyrgð – annars væri ástæðulaust að nefna hann. Þetta er dæmigerð aðferð til að afvegaleiða umræðuna. „Það er alveg ljóst að í þessu tilgreinda máli varð misbrestur á starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti.“ „Við gerðum bara mistök í innleiðingunni, og við fylgdum þá ekki innleiðingunni heldur nægilega vel eftir og þess vegna urðu þessi mistök.“ Merkingin í „varð misbrestur á starfi bankans“ er „voru lög brotin í starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti“ merkir „Við hefðum átt að fylgja lögum og reglum.“ Orðið „mistök“ er hér skrauthvörf fyrir „lögbrot“. „Við gerðum bara mistök“ merkir „Við brutum lög og reglur.“ Spurningunni „Hafið þið kannað hvort einhverjir starfsmenn bankans hafi hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist vegna þess að reglum var ekki fylgt?“ svarar bankastjórinn „Ekkert umfram aðra sem tóku þátt í þessu útboði.“ Þetta er auðvitað ekkert svar. Það er sem sé vel hugsanlegt að þátttakendur í útboðinu hafi „hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist“ – það eina sem bankastjórinn segir er að starfsfólk bankans hafi ekki grætt meira en aðrir þátttakendur. Ýmislegt fleira mætti tína til, en ég bíð spenntur eftir framhaldi á skýringum bankastjórans þegar skýrsla fjármálaeftirlitsins verður birt í heild. Höfundur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Greinin birtist fyrst á bloggsíðu Eiríks.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar