Sérstakt Eric Clapton herbergi á Hótel Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2023 20:49 Hótelið er allt hið glæsilegasta nú þegar það er búið að gera það upp af miklum myndarskap. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilmikið líf er að kvikna í gamla bænum á Blönduósi því þar er búið að vera að gera upp gömul hús og koma þeim í rekstur, meðal annars Hótel Blönduósi þar sem Eric Clapton á sitt eigið herbergi. Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Hótels Blönduós en það er Blönduósingurinn Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson. Reynir hefur verið allt í öllu í uppbyggingunni enda alltaf í vinnugallanum að gera eitthvað með sínu fólki. Nýju eigendur hótelsins hafa líkað opnað Krúttið sem viðburðarrými en það er í sama húsið og gamla bakaríið á Blönduósi var í. Þá er líka búið að opna prjónakaffihús á svæðinu svo eitthvað sé nefnt. „Mamma kom og hjálpaði okkur og lék lykilhlutverk í að innrétta herbergin og systur mínar og konan mín, það dragast allir inn í verkefnið, þetta er svo skemmtilegt og þetta er svo jákvætt. Ég er bara Reynir frá Blönduósi, sem hefur gaman af því að gera eitthvað og þörf fyrir að gera eitthvað. Ég hef aldrei viljað láta kalla mig athafnamann eða fjárfestir þaðan af síður, ég er það bara ekki,” segir Reynir. Reyni líður best í vinnugallanum enda búin að vinna mikið að uppbyggingunni í gamla bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hótelið er með 19 herbergi. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóa. Eitt herbergið er kallað Eric Clapton herbergið en í því herbergi gistir Clapton alltaf í þegar hann kemur til Íslands til að veiða. Sjórinn og útsýnið frá hótelinu er mjög heillandi enda er það í miklu uppáhaldi hjá Reyni verandi uppalinn á Blönduósi. Hann er líka ánægður með samfélagið á svæðinu „Svo er þetta svo þakklátt það sem við erum að gera hérna, samfélagið hérna tekur okkur opnum örmum og því fylgir ábyrgð fyrir okkur að standa undir því,” bætir Reynir við. Mikið er lagt upp úr góðri matseld og góðum mat úr héraði á hótelinu og kokkurinn er í skýjunum með uppbygginguna í gamla bænum. „Ég var búin að tala lengi um þetta, sem minn draum af því að ég er Blönduósingur að einhver myndi gera þetta og ætlaði að fá menn í þetta. Ég sé að ég hefði ekki átt sjens í það miðað við hvað Reynir og Gaukur eru búnir að gera flotta hluti,” segir byggingum í gamla bænum, Jóhann Sigurðsson kokkur hótelsins. Jóhann Sigurðsson, kokkur hótelsins, sem leggur mikið upp úr hráefni úr héraði fyrir gesti hótelsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húnabyggð Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Hótels Blönduós en það er Blönduósingurinn Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson. Reynir hefur verið allt í öllu í uppbyggingunni enda alltaf í vinnugallanum að gera eitthvað með sínu fólki. Nýju eigendur hótelsins hafa líkað opnað Krúttið sem viðburðarrými en það er í sama húsið og gamla bakaríið á Blönduósi var í. Þá er líka búið að opna prjónakaffihús á svæðinu svo eitthvað sé nefnt. „Mamma kom og hjálpaði okkur og lék lykilhlutverk í að innrétta herbergin og systur mínar og konan mín, það dragast allir inn í verkefnið, þetta er svo skemmtilegt og þetta er svo jákvætt. Ég er bara Reynir frá Blönduósi, sem hefur gaman af því að gera eitthvað og þörf fyrir að gera eitthvað. Ég hef aldrei viljað láta kalla mig athafnamann eða fjárfestir þaðan af síður, ég er það bara ekki,” segir Reynir. Reyni líður best í vinnugallanum enda búin að vinna mikið að uppbyggingunni í gamla bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hótelið er með 19 herbergi. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóa. Eitt herbergið er kallað Eric Clapton herbergið en í því herbergi gistir Clapton alltaf í þegar hann kemur til Íslands til að veiða. Sjórinn og útsýnið frá hótelinu er mjög heillandi enda er það í miklu uppáhaldi hjá Reyni verandi uppalinn á Blönduósi. Hann er líka ánægður með samfélagið á svæðinu „Svo er þetta svo þakklátt það sem við erum að gera hérna, samfélagið hérna tekur okkur opnum örmum og því fylgir ábyrgð fyrir okkur að standa undir því,” bætir Reynir við. Mikið er lagt upp úr góðri matseld og góðum mat úr héraði á hótelinu og kokkurinn er í skýjunum með uppbygginguna í gamla bænum. „Ég var búin að tala lengi um þetta, sem minn draum af því að ég er Blönduósingur að einhver myndi gera þetta og ætlaði að fá menn í þetta. Ég sé að ég hefði ekki átt sjens í það miðað við hvað Reynir og Gaukur eru búnir að gera flotta hluti,” segir byggingum í gamla bænum, Jóhann Sigurðsson kokkur hótelsins. Jóhann Sigurðsson, kokkur hótelsins, sem leggur mikið upp úr hráefni úr héraði fyrir gesti hótelsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Húnabyggð Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira