Enski boltinn

„United skatturinn“ er að trufla möguleg kaup Man Utd á Mount

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mason Mount er uppalinn hjá Chelsea en Manchester United vill fá hann til sín.
Mason Mount er uppalinn hjá Chelsea en Manchester United vill fá hann til sín. Getty/Marc Atkins

Forráðamenn Manchester United eru enn sannfærðir um að Mason Mount vilji yfirgefa Chelsea og koma til félagsins.

Þeir eru aftur á móti ekki tilbúnir í frekari viðræður eftir að Chelsea hafnaði þriðja tilboðið í Mount.

United bauð síðast 55 milljónir punda í Mount sem rennur út á samningi næsta sumar. Forráðamenn United segja að „United skatturinn“ sé að trufla í þessu máli.

Simon Stona hjá BBC fór yfir stöðuna og það að United telji að tilboð félasins sé sanngjarnt.

Chelsea er sagt vilja fá 57 milljónir punda fyrir Mount auk þess að fá mögulega átta milljónir aukalega í gegnum bónusgreiðslur.

United segir þessi verðmiði Cheslea ekki standast samanburð við kaup Chelsea á Raheem Sterling frá Manchester City síðasta sumar sem kostaði Lundúnafélagið fimmtíu milljónir punda.

Sterling átti þá eitt ár eftir af samningi sínum alveg eins og Mount núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×