Fyrsta hálendisvaktin farin af stað Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2023 08:31 Hafdís Einarsdóttir, formaður björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar frá Sauðárkróki. Stöð 2 Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Fyrsta hálendisvaktin bjó sig undir brottför í gærkvöldi. Margrét Björk Jónsdóttir fréttamaður hitti á Hafdísi Einarsdóttur, formann björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem fyrsta hálendisvaktin var að búa sig undir förina. Hafdís sagði helstu verkefnin snúa að því að vera til staðar fyrir þá ferðamenn sem séu á svæðinu. „Draga upp fasta bíla, hlúa að slösuðum einstaklingum og vera fyrsta viðbragð á svæðinu hverju sinni,“ segir Hafdís. Hún segir að sveitirnar taka allan sinn helsta tæki búnað í ferðirnar. „Við erum að taka fjallajeppa sem kemst í allan snjóinn. Við erum með nýjan „buggy“ og við ætlum að nýta tækifærið og fara á og kynnast,“ segir Hafdís. Hafdís segir það talsverða fyrirhöfn að fara í gæslu sem þessa. „Við erum átta sem förum núna frá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit, Sauðárkróki. En í heildina er þetta allt upp í tvö hundruð manns frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem fara í þetta verkefni í sumar. 25 vaktir á þremur stöðum á hálendinu.“ Er ekkert mál að manna þessar vaktir og fá fólk í þetta? „Þetta hefur gengið þokkalega,. Það kannski stafar af því að þetta er svolítið sumarfrí, uppskeruhátíð fyrir okkur. Við erum að fá gríðarlega þjálfun. Við erum í sveit sem fáum fá útköll á árinu og fáum því mikla þjálfun á svæðinu og svo þéttir þetta hópinn. Þetta er bara skemmtilegt. En jújú, vissulega er þetta tími sem fólk er að taka frá. Allt í sjálfboðavinnu,“ segir Hafdís. Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Margrét Björk Jónsdóttir fréttamaður hitti á Hafdísi Einarsdóttur, formann björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem fyrsta hálendisvaktin var að búa sig undir förina. Hafdís sagði helstu verkefnin snúa að því að vera til staðar fyrir þá ferðamenn sem séu á svæðinu. „Draga upp fasta bíla, hlúa að slösuðum einstaklingum og vera fyrsta viðbragð á svæðinu hverju sinni,“ segir Hafdís. Hún segir að sveitirnar taka allan sinn helsta tæki búnað í ferðirnar. „Við erum að taka fjallajeppa sem kemst í allan snjóinn. Við erum með nýjan „buggy“ og við ætlum að nýta tækifærið og fara á og kynnast,“ segir Hafdís. Hafdís segir það talsverða fyrirhöfn að fara í gæslu sem þessa. „Við erum átta sem förum núna frá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit, Sauðárkróki. En í heildina er þetta allt upp í tvö hundruð manns frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem fara í þetta verkefni í sumar. 25 vaktir á þremur stöðum á hálendinu.“ Er ekkert mál að manna þessar vaktir og fá fólk í þetta? „Þetta hefur gengið þokkalega,. Það kannski stafar af því að þetta er svolítið sumarfrí, uppskeruhátíð fyrir okkur. Við erum að fá gríðarlega þjálfun. Við erum í sveit sem fáum fá útköll á árinu og fáum því mikla þjálfun á svæðinu og svo þéttir þetta hópinn. Þetta er bara skemmtilegt. En jújú, vissulega er þetta tími sem fólk er að taka frá. Allt í sjálfboðavinnu,“ segir Hafdís.
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira