Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2023 09:18 Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, ræðir við fréttamenn í Boston á austurströnd Bandaríkjanna í gær. AP/Steven Senne Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. Fimm karlmenn fórust þegar kafbáturinn Títan hrundi saman á leiðinni að Títanik fyrir rúmri viku. Fjölþjóðlegur hópur stofnana rannsakar hvað olli því að kafbáturinn kramdist undan þrýstingi. Rannsakendurir koma frá bandarísku strandgæslunni, samgönguöryggisnefndum Bandaríkjanna annars vegar og Kanada hins vegar, og frönsku og bresku sjóslysarannsóknarnefndunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bækistöðvar rannsakendanna eru í St. John's á Nýfundnalandi og safna þeir vísbendingum sem finnast saman þar í samstarfi við kanadísk yfirvöld. Brak úr kafbátnum fannst tæpan hálfan kílómetra frá flaki Títanik, á um 3.800 metra dýpi. Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, sagði í gær að búið væri að kortleggja slysstaðinn og að unnið væri að því að safna leifum bátsins af hafsbotninum. Hann gat ekki sagt hve langan tíma rannsóknin gæti tekið. Töldu gögn sjóhersins ekki nógu afgerandi til að hætta leit Rannsóknin beinist meðal annars að því hvenær báturinn féll saman. Bandaríski sjóherinn nam hljóð sem passaði við innsprengingu á þeim slóðum sem báturinn var strax daginn sem samband rofnaði við hann. Bandaríska strandgæslan hélt engu að síður áfram að leita á bátnum þar sem gögn sjóhersins voru ekki talin nægilega afgerandi til þess að slá því föstu að báturinn hefði farist. Þá var enn talið að áhöfnin hefði nægilegt súrefni til að vera ennþá á lífi. Þær vonir slökknuðu þegar brak úr kafbátnum fannst snemma á fimmtudagsmorgun. Gæti orðið að sakamálarannsókn Kanadísku rannsakendurnir sögðust á laugardaga ræða við þá sem voru um borð í Polar Prince, móðurskipi Títans. Skipið sigldi frá kanadískri höfn og undir kanadísku flaggi. Mögulegt er að rannsóknin færist til löggæsluyfirvalda ef tilefni þykir til. Bandaríska strandgæslan hefur heimild til þess að vísa málum til saksóknara. Kanadíska riddaralögreglan greindi frá því um helgina að hún kanni nú hvort að vísbendingar séu um að lög hafi verið brotin í aðdraganda slyssins. Komi það í ljós tekur hún við rannsókn slyssins. Bæði fyrrverandi starfsmenn Oceangate, útgerðar Títans, og fyrrverandi farþegar höfðu efast um öryggi kafbátsins. Hann hafði ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum í djúpsjávarköfun og hvergi skráður hjá viðeigandi stofnunum. Stockton Rush, forstjóri Oceangate, hafði sjálfur lýst því hvernig reglugerðir væru of íþyngjandi og fyrirtækið hefði notað óviðurkenndar aðferðir við smíði bátsins. Rush fórst með Títan. Bandaríkin Kanada Bretland Frakkland Titanic Tengdar fréttir Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06 Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fimm karlmenn fórust þegar kafbáturinn Títan hrundi saman á leiðinni að Títanik fyrir rúmri viku. Fjölþjóðlegur hópur stofnana rannsakar hvað olli því að kafbáturinn kramdist undan þrýstingi. Rannsakendurir koma frá bandarísku strandgæslunni, samgönguöryggisnefndum Bandaríkjanna annars vegar og Kanada hins vegar, og frönsku og bresku sjóslysarannsóknarnefndunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bækistöðvar rannsakendanna eru í St. John's á Nýfundnalandi og safna þeir vísbendingum sem finnast saman þar í samstarfi við kanadísk yfirvöld. Brak úr kafbátnum fannst tæpan hálfan kílómetra frá flaki Títanik, á um 3.800 metra dýpi. Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, sagði í gær að búið væri að kortleggja slysstaðinn og að unnið væri að því að safna leifum bátsins af hafsbotninum. Hann gat ekki sagt hve langan tíma rannsóknin gæti tekið. Töldu gögn sjóhersins ekki nógu afgerandi til að hætta leit Rannsóknin beinist meðal annars að því hvenær báturinn féll saman. Bandaríski sjóherinn nam hljóð sem passaði við innsprengingu á þeim slóðum sem báturinn var strax daginn sem samband rofnaði við hann. Bandaríska strandgæslan hélt engu að síður áfram að leita á bátnum þar sem gögn sjóhersins voru ekki talin nægilega afgerandi til þess að slá því föstu að báturinn hefði farist. Þá var enn talið að áhöfnin hefði nægilegt súrefni til að vera ennþá á lífi. Þær vonir slökknuðu þegar brak úr kafbátnum fannst snemma á fimmtudagsmorgun. Gæti orðið að sakamálarannsókn Kanadísku rannsakendurnir sögðust á laugardaga ræða við þá sem voru um borð í Polar Prince, móðurskipi Títans. Skipið sigldi frá kanadískri höfn og undir kanadísku flaggi. Mögulegt er að rannsóknin færist til löggæsluyfirvalda ef tilefni þykir til. Bandaríska strandgæslan hefur heimild til þess að vísa málum til saksóknara. Kanadíska riddaralögreglan greindi frá því um helgina að hún kanni nú hvort að vísbendingar séu um að lög hafi verið brotin í aðdraganda slyssins. Komi það í ljós tekur hún við rannsókn slyssins. Bæði fyrrverandi starfsmenn Oceangate, útgerðar Títans, og fyrrverandi farþegar höfðu efast um öryggi kafbátsins. Hann hafði ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum í djúpsjávarköfun og hvergi skráður hjá viðeigandi stofnunum. Stockton Rush, forstjóri Oceangate, hafði sjálfur lýst því hvernig reglugerðir væru of íþyngjandi og fyrirtækið hefði notað óviðurkenndar aðferðir við smíði bátsins. Rush fórst með Títan.
Bandaríkin Kanada Bretland Frakkland Titanic Tengdar fréttir Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06 Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06
Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00