Lífið

Birnir og Vaka fjölga mannkyninu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Birnir og Vaka eiga von á sínu fyrsta barni.
Birnir og Vaka eiga von á sínu fyrsta barni. Vísir/Vilhelm

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og kærasta hans Vaka Njálsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni í október. Vaka deilir gleðitíðindunum á Instagram.

„Lífið, ástin og fjölskyldan stækkar í október,“ skrifar Vaka við færsluna. Á myndinni má sjá glitta í sónarmynd af krílinu og óléttukúlu Vöku.

Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið. Nýverið fluttu þau inn í íbúð í miðbæ Reykjavíkur sem þau tóku í gegn frá toppi til táar. 

Birnir hefur verið einn vinsælasti rappari Íslands síðastliðin ár. Hann gaf meðal annars út lagið Spurningar með poppkónginum, Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem sló vægast sagt í gegn. Myndbandið við lagið hlaut verðlaun fyrir tónlistarmyndband ársins á Hlustendaverðlaunum FM957 árið 2022.

Vaka starfar hjá fjarskiptafyrirtækinu Nova ásamt því að halda úti hlaðvarpsþátt­un­um, Þegar ég verð stór, sem fram­leidd­ir eru af Útvarpi 101.


Tengdar fréttir

Þessi hlutu Hlustendaverðlaunin í ár

Hlustendaverðlaunin voru afhent í Kolaportinu í kvöld. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.