Gylfi gæti orðið liðsfélagi Guðlaugs Victors | Liðið lætur rannsaka bakgrunn Gylfa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2023 15:01 Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið til Bandaríkjanna. Vísir/Getty Mikið hefur verið rætt og ritað um mögulega endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar á knattspyrnuvöllinn undanfarnar vikur og mánuði. Nú fullyrða einhverjir að Gylfi sé í viðræðum við DC United í bandarísku MLS-deildinni. Það var íslenski miðillinn 433.is sem greindi frá því í gær að Gylfi væri í viðræðum við DC United. Viðræðurnar hafi þokast vel og mun hann heimsækja félagið á næstu dögum ef marka má heimildir miðilsins. Nú hafa nokkrir breskir miðlar greint frá svipuðum fréttum, en þó má ætla að þeirra fréttaflutningur byggist á umræddri umfjöllun 433.is um málið. Meðal miðla sem segja frá málunu eru The Daily Mail sem vísar í The Sun í sinni umfjöllun, en The Sun segir ekki til um hvaðan heimildirnar koma. 🚨 Gylfi Sigurdsson is set to sign for Wayne Rooney's DC United in MLS one year after leaving Everton. 👀🇮🇸(Source: @MailSport) pic.twitter.com/89dO1TwVAV— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) June 26, 2023 Eins og áður segir hafa margir velt framtíð Gylfa Þórs fyrir sér undanfarnar vikur og mánuði eftir að mál gegn honum var látið niður falla. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta síðan í maí árið 2021 eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi var þá leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan rannsókn á málinu stóð var Gylfi í farbanni og sást lítið meðal almennings. Málið var hins vegar látið niður falla fyrr á þessu ári og er hann nú frjáls ferða sinna. Í gær var svo fjallað um það hér á Vísi að Gylfi sé að skoða sín mál og íhugi að spila í Bandaríkjunum eða Katar. Um það var rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977, en þar segir að Gylfi Þór sé líka með tilboð frá Val. „Það hafa verið háværar sögusagnir um að Gylfi Þór gæti farið í Val. Samkvæmt mínum heimildum þá átti sér stað fundur milli hans og Vals,“ sagði Elvar Geir Magnússon meðal annars í þættinum. „Hugur Gylfa Þórs beinist víst frekar að Bandaríkjunum og Katar. Það er möguleiki á því að hann fari í MLS-deildina og þá er víst áhugi frá Al Arabi í Katar,“ bætti Elvar Geir við. Þar með gæti Gylfi Þór orðið samherji Arons Einars Gunnarssonar, en ef marka má umfjöllun 433.is um málið gæti Gylfi frekað orðið samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United og leikið þar undir stjórn Wayne Rooney, fyrrverandi samherja síns hjá Everton. Rannsaka bakgrunn Gylfa Það eru þó fleiri en miðlar hér á Íslandi og slúðurmiðlar á Bretlandseyjum sem segja frá mögulegum framtíðarmöguleikum Gylfa, en Pablo Iglesias Maurer, íþróttablaðamaður hjá The Athletic, segir ennig frá því að Gylfi sé í viðræðum við DC United. Hann segir þó að viðræðurnar séu á frumstigi. Þá segir Maurer frá því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka bakgrunn Gylfa og það sem hefur gengið á á síðustu árum. Aldrei hefur opinberlega komið fram hvað það var nákvæmlega sem gerðist, en eins og áður segir var málið á hendur Gylfa látið niður falla fyrr á þessu ári. NEW: DC United are in talks with former Everton & Iceland national team midfielder Gylfi Sigurdsson. Talks in preliminary stages. Summer transfer.Club has hired an outside firm to investigate the player's background, I'm told. On @TheAthleticSCCR: https://t.co/OTkODMtp0R— Pablo Iglesias Maurer (@MLSist) June 26, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira
Það var íslenski miðillinn 433.is sem greindi frá því í gær að Gylfi væri í viðræðum við DC United. Viðræðurnar hafi þokast vel og mun hann heimsækja félagið á næstu dögum ef marka má heimildir miðilsins. Nú hafa nokkrir breskir miðlar greint frá svipuðum fréttum, en þó má ætla að þeirra fréttaflutningur byggist á umræddri umfjöllun 433.is um málið. Meðal miðla sem segja frá málunu eru The Daily Mail sem vísar í The Sun í sinni umfjöllun, en The Sun segir ekki til um hvaðan heimildirnar koma. 🚨 Gylfi Sigurdsson is set to sign for Wayne Rooney's DC United in MLS one year after leaving Everton. 👀🇮🇸(Source: @MailSport) pic.twitter.com/89dO1TwVAV— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) June 26, 2023 Eins og áður segir hafa margir velt framtíð Gylfa Þórs fyrir sér undanfarnar vikur og mánuði eftir að mál gegn honum var látið niður falla. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta síðan í maí árið 2021 eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi var þá leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan rannsókn á málinu stóð var Gylfi í farbanni og sást lítið meðal almennings. Málið var hins vegar látið niður falla fyrr á þessu ári og er hann nú frjáls ferða sinna. Í gær var svo fjallað um það hér á Vísi að Gylfi sé að skoða sín mál og íhugi að spila í Bandaríkjunum eða Katar. Um það var rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977, en þar segir að Gylfi Þór sé líka með tilboð frá Val. „Það hafa verið háværar sögusagnir um að Gylfi Þór gæti farið í Val. Samkvæmt mínum heimildum þá átti sér stað fundur milli hans og Vals,“ sagði Elvar Geir Magnússon meðal annars í þættinum. „Hugur Gylfa Þórs beinist víst frekar að Bandaríkjunum og Katar. Það er möguleiki á því að hann fari í MLS-deildina og þá er víst áhugi frá Al Arabi í Katar,“ bætti Elvar Geir við. Þar með gæti Gylfi Þór orðið samherji Arons Einars Gunnarssonar, en ef marka má umfjöllun 433.is um málið gæti Gylfi frekað orðið samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United og leikið þar undir stjórn Wayne Rooney, fyrrverandi samherja síns hjá Everton. Rannsaka bakgrunn Gylfa Það eru þó fleiri en miðlar hér á Íslandi og slúðurmiðlar á Bretlandseyjum sem segja frá mögulegum framtíðarmöguleikum Gylfa, en Pablo Iglesias Maurer, íþróttablaðamaður hjá The Athletic, segir ennig frá því að Gylfi sé í viðræðum við DC United. Hann segir þó að viðræðurnar séu á frumstigi. Þá segir Maurer frá því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka bakgrunn Gylfa og það sem hefur gengið á á síðustu árum. Aldrei hefur opinberlega komið fram hvað það var nákvæmlega sem gerðist, en eins og áður segir var málið á hendur Gylfa látið niður falla fyrr á þessu ári. NEW: DC United are in talks with former Everton & Iceland national team midfielder Gylfi Sigurdsson. Talks in preliminary stages. Summer transfer.Club has hired an outside firm to investigate the player's background, I'm told. On @TheAthleticSCCR: https://t.co/OTkODMtp0R— Pablo Iglesias Maurer (@MLSist) June 26, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira