Gylfi gæti orðið liðsfélagi Guðlaugs Victors | Liðið lætur rannsaka bakgrunn Gylfa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2023 15:01 Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið til Bandaríkjanna. Vísir/Getty Mikið hefur verið rætt og ritað um mögulega endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar á knattspyrnuvöllinn undanfarnar vikur og mánuði. Nú fullyrða einhverjir að Gylfi sé í viðræðum við DC United í bandarísku MLS-deildinni. Það var íslenski miðillinn 433.is sem greindi frá því í gær að Gylfi væri í viðræðum við DC United. Viðræðurnar hafi þokast vel og mun hann heimsækja félagið á næstu dögum ef marka má heimildir miðilsins. Nú hafa nokkrir breskir miðlar greint frá svipuðum fréttum, en þó má ætla að þeirra fréttaflutningur byggist á umræddri umfjöllun 433.is um málið. Meðal miðla sem segja frá málunu eru The Daily Mail sem vísar í The Sun í sinni umfjöllun, en The Sun segir ekki til um hvaðan heimildirnar koma. 🚨 Gylfi Sigurdsson is set to sign for Wayne Rooney's DC United in MLS one year after leaving Everton. 👀🇮🇸(Source: @MailSport) pic.twitter.com/89dO1TwVAV— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) June 26, 2023 Eins og áður segir hafa margir velt framtíð Gylfa Þórs fyrir sér undanfarnar vikur og mánuði eftir að mál gegn honum var látið niður falla. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta síðan í maí árið 2021 eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi var þá leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan rannsókn á málinu stóð var Gylfi í farbanni og sást lítið meðal almennings. Málið var hins vegar látið niður falla fyrr á þessu ári og er hann nú frjáls ferða sinna. Í gær var svo fjallað um það hér á Vísi að Gylfi sé að skoða sín mál og íhugi að spila í Bandaríkjunum eða Katar. Um það var rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977, en þar segir að Gylfi Þór sé líka með tilboð frá Val. „Það hafa verið háværar sögusagnir um að Gylfi Þór gæti farið í Val. Samkvæmt mínum heimildum þá átti sér stað fundur milli hans og Vals,“ sagði Elvar Geir Magnússon meðal annars í þættinum. „Hugur Gylfa Þórs beinist víst frekar að Bandaríkjunum og Katar. Það er möguleiki á því að hann fari í MLS-deildina og þá er víst áhugi frá Al Arabi í Katar,“ bætti Elvar Geir við. Þar með gæti Gylfi Þór orðið samherji Arons Einars Gunnarssonar, en ef marka má umfjöllun 433.is um málið gæti Gylfi frekað orðið samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United og leikið þar undir stjórn Wayne Rooney, fyrrverandi samherja síns hjá Everton. Rannsaka bakgrunn Gylfa Það eru þó fleiri en miðlar hér á Íslandi og slúðurmiðlar á Bretlandseyjum sem segja frá mögulegum framtíðarmöguleikum Gylfa, en Pablo Iglesias Maurer, íþróttablaðamaður hjá The Athletic, segir ennig frá því að Gylfi sé í viðræðum við DC United. Hann segir þó að viðræðurnar séu á frumstigi. Þá segir Maurer frá því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka bakgrunn Gylfa og það sem hefur gengið á á síðustu árum. Aldrei hefur opinberlega komið fram hvað það var nákvæmlega sem gerðist, en eins og áður segir var málið á hendur Gylfa látið niður falla fyrr á þessu ári. NEW: DC United are in talks with former Everton & Iceland national team midfielder Gylfi Sigurdsson. Talks in preliminary stages. Summer transfer.Club has hired an outside firm to investigate the player's background, I'm told. On @TheAthleticSCCR: https://t.co/OTkODMtp0R— Pablo Iglesias Maurer (@MLSist) June 26, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Fleiri fréttir Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Sjá meira
Það var íslenski miðillinn 433.is sem greindi frá því í gær að Gylfi væri í viðræðum við DC United. Viðræðurnar hafi þokast vel og mun hann heimsækja félagið á næstu dögum ef marka má heimildir miðilsins. Nú hafa nokkrir breskir miðlar greint frá svipuðum fréttum, en þó má ætla að þeirra fréttaflutningur byggist á umræddri umfjöllun 433.is um málið. Meðal miðla sem segja frá málunu eru The Daily Mail sem vísar í The Sun í sinni umfjöllun, en The Sun segir ekki til um hvaðan heimildirnar koma. 🚨 Gylfi Sigurdsson is set to sign for Wayne Rooney's DC United in MLS one year after leaving Everton. 👀🇮🇸(Source: @MailSport) pic.twitter.com/89dO1TwVAV— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) June 26, 2023 Eins og áður segir hafa margir velt framtíð Gylfa Þórs fyrir sér undanfarnar vikur og mánuði eftir að mál gegn honum var látið niður falla. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta síðan í maí árið 2021 eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi var þá leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan rannsókn á málinu stóð var Gylfi í farbanni og sást lítið meðal almennings. Málið var hins vegar látið niður falla fyrr á þessu ári og er hann nú frjáls ferða sinna. Í gær var svo fjallað um það hér á Vísi að Gylfi sé að skoða sín mál og íhugi að spila í Bandaríkjunum eða Katar. Um það var rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977, en þar segir að Gylfi Þór sé líka með tilboð frá Val. „Það hafa verið háværar sögusagnir um að Gylfi Þór gæti farið í Val. Samkvæmt mínum heimildum þá átti sér stað fundur milli hans og Vals,“ sagði Elvar Geir Magnússon meðal annars í þættinum. „Hugur Gylfa Þórs beinist víst frekar að Bandaríkjunum og Katar. Það er möguleiki á því að hann fari í MLS-deildina og þá er víst áhugi frá Al Arabi í Katar,“ bætti Elvar Geir við. Þar með gæti Gylfi Þór orðið samherji Arons Einars Gunnarssonar, en ef marka má umfjöllun 433.is um málið gæti Gylfi frekað orðið samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United og leikið þar undir stjórn Wayne Rooney, fyrrverandi samherja síns hjá Everton. Rannsaka bakgrunn Gylfa Það eru þó fleiri en miðlar hér á Íslandi og slúðurmiðlar á Bretlandseyjum sem segja frá mögulegum framtíðarmöguleikum Gylfa, en Pablo Iglesias Maurer, íþróttablaðamaður hjá The Athletic, segir ennig frá því að Gylfi sé í viðræðum við DC United. Hann segir þó að viðræðurnar séu á frumstigi. Þá segir Maurer frá því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka bakgrunn Gylfa og það sem hefur gengið á á síðustu árum. Aldrei hefur opinberlega komið fram hvað það var nákvæmlega sem gerðist, en eins og áður segir var málið á hendur Gylfa látið niður falla fyrr á þessu ári. NEW: DC United are in talks with former Everton & Iceland national team midfielder Gylfi Sigurdsson. Talks in preliminary stages. Summer transfer.Club has hired an outside firm to investigate the player's background, I'm told. On @TheAthleticSCCR: https://t.co/OTkODMtp0R— Pablo Iglesias Maurer (@MLSist) June 26, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Fleiri fréttir Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“