„Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla að þeim leyfist það“ Bergljót Davíðsdóttir skrifar 26. júní 2023 16:30 „Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla að þeim leyfist það,“ kvað Hallgrímur Pétursson fyrir tveimur öldum. Það á jafn vel við nú að hugsa til orðtaks sálmaskáldsins, rétt eins og þá. Íslendingar virðast endalaust láta þá sem völdin hafa komast upp með að brjóta lög án þess að höfðingjarnir gjaldi fyrir það. Birna Einarsdóttir sér ekkert athugavert við að semja um sekt yfir rúman milljarð, sem hún greiðir ekki úr eigin vasa heldur tekur úr sjóðum bankans sem henni er treyst til að stjórna og fær himinhá laun fyrir þá ábyrgð sem hún ekki axlar. Hvað er það annað en þjófnaður? Hvar eru mörkin? Að ganga í sjóði sem mönnum er treyst fyrir og nota til að greiða fyrir eigin mistök getur ekki verið löglegt. Ég yrði dregin fyrir dóm ef ég snerti fé sem ég ekki á og notaði í eigin þágu og fengi dóm sem ég yrði að hlýta og ætti mér ekki viðreisnar von. Og mannorð mitt lagt í rúst! Siðblindan er orðin allgjör meðal valdhafa, sem síðan smitar okkur öll. Birna er ekki eini siðblindinginn, en hroki hennar er algjör. Hún veit af reynslu að hún kemst upp með þetta; nema við komum í veg fyrir það því ráðamenn munu ekkert gera. Hvað er að okkur? Ætlum við að láta þetta viðgangast? Þjóðin á í bankanum og ætlar stjórn bankans ekkert að gera Hvað finnst þeim sem eiga hlutabréf í bankanum um að eign þeirra rýrni vegna þessa, en hlutabréf í bankanum lækkuðu umtalsvert? Nei almenningur er orðin svo dofinn að enginn kraftur er í mönnum að rísa upp og mótmæla nema hér á síðum. Síðan lognast umræðan út af og nýtt hneykslismál fær athyglina. Ætlum við ekki að hrista af okkur meðvitundarleysið og dofann, sem stjórnvöld með taktvissri vitund hefur smátt og mátt valdið til að draga úr okkur kraft og þor? Ef einhver döngun væri í okkur, einhver réttlætiskennd funaði upp innra, samstaða og frumkvæði væri fyrir hendi myndum við safnast saman og berja bumbur eins lengi og þyrfti til að þeir sem skaða okkur fjárhagslega axli sína ábyrgð.Er ekki tími til kominn að við sem nýtum það eina vald sem við höfum með samstöðu, snúa bökum saman og krefjast réttlætis? Hver ætlar að taka af skarið og stíga fram? Ég er með, en þið sem yngri eruð og hafið kraftinn og þau áhrif sem nafn ykkar gefur, standið nú upp! Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
„Það sem höfðingjarnir hafast að - hinir ætla að þeim leyfist það,“ kvað Hallgrímur Pétursson fyrir tveimur öldum. Það á jafn vel við nú að hugsa til orðtaks sálmaskáldsins, rétt eins og þá. Íslendingar virðast endalaust láta þá sem völdin hafa komast upp með að brjóta lög án þess að höfðingjarnir gjaldi fyrir það. Birna Einarsdóttir sér ekkert athugavert við að semja um sekt yfir rúman milljarð, sem hún greiðir ekki úr eigin vasa heldur tekur úr sjóðum bankans sem henni er treyst til að stjórna og fær himinhá laun fyrir þá ábyrgð sem hún ekki axlar. Hvað er það annað en þjófnaður? Hvar eru mörkin? Að ganga í sjóði sem mönnum er treyst fyrir og nota til að greiða fyrir eigin mistök getur ekki verið löglegt. Ég yrði dregin fyrir dóm ef ég snerti fé sem ég ekki á og notaði í eigin þágu og fengi dóm sem ég yrði að hlýta og ætti mér ekki viðreisnar von. Og mannorð mitt lagt í rúst! Siðblindan er orðin allgjör meðal valdhafa, sem síðan smitar okkur öll. Birna er ekki eini siðblindinginn, en hroki hennar er algjör. Hún veit af reynslu að hún kemst upp með þetta; nema við komum í veg fyrir það því ráðamenn munu ekkert gera. Hvað er að okkur? Ætlum við að láta þetta viðgangast? Þjóðin á í bankanum og ætlar stjórn bankans ekkert að gera Hvað finnst þeim sem eiga hlutabréf í bankanum um að eign þeirra rýrni vegna þessa, en hlutabréf í bankanum lækkuðu umtalsvert? Nei almenningur er orðin svo dofinn að enginn kraftur er í mönnum að rísa upp og mótmæla nema hér á síðum. Síðan lognast umræðan út af og nýtt hneykslismál fær athyglina. Ætlum við ekki að hrista af okkur meðvitundarleysið og dofann, sem stjórnvöld með taktvissri vitund hefur smátt og mátt valdið til að draga úr okkur kraft og þor? Ef einhver döngun væri í okkur, einhver réttlætiskennd funaði upp innra, samstaða og frumkvæði væri fyrir hendi myndum við safnast saman og berja bumbur eins lengi og þyrfti til að þeir sem skaða okkur fjárhagslega axli sína ábyrgð.Er ekki tími til kominn að við sem nýtum það eina vald sem við höfum með samstöðu, snúa bökum saman og krefjast réttlætis? Hver ætlar að taka af skarið og stíga fram? Ég er með, en þið sem yngri eruð og hafið kraftinn og þau áhrif sem nafn ykkar gefur, standið nú upp! Höfundur er blaðamaður.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun