Handbolti

Tveir Ís­lendingar teknir inn í Heiðurs­höll evrópska hand­boltans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson.
Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Samsett/EFP

Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru í gær teknir inn í nýja Heiðurshöll evrópska handboltasambandsins.

EHF hélt galakvöldverð þar sem fagnað var þrjátíu ára afmæli Evrópska handknattleikssambandinu í Vínarborg.

Í tilefni tímamótanna var stofnuð Heiðurshöll EHF og stofnmeðlimir hennar eru þrjátíu karla og þrjátíu konur.

Valið var eftir leikstöðum á vellinum, þrír til fimm í hverri stöðu.

Ísland átti þarna tvo fulltrúa en það eru þeir Ólafur Stefánsson í stöðu hægri skyttu og Guðjón Valur Sigurðsson í vinstra hornu.

Með Ólafi í skyttustöðunni voru þeir Kiril Lazarov frá Norður Makedóníu og Laszlo Nagy frá Ungverjalandi.

Með Guðjóni Val í vinstri hornastöðunni voru þeir Stefan Kretzschmar frá Þýskalandi, Michael Guigou frá Frakklandi, Nikolaj Jacobsen frá Danmörku og Xavier O`Callaghan frá Spáni.

Ólafur Stefánsson lék 330 A landsleiki á sínum ferli og skoraði í þeim 1570 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson lék 365 A landsleiki og skoraði í þeim 1879 mörk og er markahæsti landsliðsmaður sögunnar.

Bæði Ólafur og Guðjón Valur voru í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsliðinu á EM 2010 í Austurríki. Þeir hafa líka oft verið kosnir í úrvalslið á stórmótum.

Það má sjá alla í úrvalsliðinu með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×