CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2023 06:52 Upptakan þykir sanna að Trump hafi haft undir höndum skjöl sem hann vissi að væru leynileg en ræddi engu að síður við einstaklinga sem höfðu ekki heimild til að sjá umrædd gögn. epa/Michael Reynolds CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. Skjölin voru unnin í Pentagon og varða mögulega árás á Íran. Upptakan er sögð vera lykilsönnunargagn í málinu sem hefur verið höfðað á hendur forsetanum fyrrverandi vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Þetta eru skjölin,“ heyrist Trump segja, í samtali sem átti sér stað í Bedminster í New Jersey árið 2021 þar sem hann virðist meðal annars hafa verið að ræða útfærslur hermálayfirvalda á mögulegri árás á Íran. Upptakan er um það bil tveggja mínútna löng og heyrist Trump einnig skjóta á Hillary Clinton í tengslum við tölvupóstmálið svokallaða. Upptakan og ekki síst staðhæfing Trump; „Þetta eru skjölin“, virðast benda til þess að hann sé að sýna viðstöddum gögn og ganga gegn fullyrðingum hans í kjölfar þess að málið komst upp um að hann hafi ekki verið með nein skjöl á sér. Hefur Trump haldið fram að hann hafi verið að vísa í fjölmiðlaumfjöllun. Viðstaddir voru einstaklingar sem unnu að æviminningum Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. Trump var á þessum tíma sagður æfur vegna opinberra yfirlýsinga Mark Milley, leiðtoga herforingjaráðsins, um að hann væri sjálfur mótfallinn því að ráðast gegn Íran en hefði áhyggjur af því að Trump myndi leiða til átaka milli ríkjanna. „Þetta var unnið af hernum og ég látinn fá þetta,“ heyrist Trump segja og bætir svo við að skjalið sé enn flokkað sem leynilegt. „Sem forseti hefði ég getað aflétt leyndinni. Nú get ég það ekki, þetta er ennþá leyndarmál,“ segir hann. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Skjölin voru unnin í Pentagon og varða mögulega árás á Íran. Upptakan er sögð vera lykilsönnunargagn í málinu sem hefur verið höfðað á hendur forsetanum fyrrverandi vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Þetta eru skjölin,“ heyrist Trump segja, í samtali sem átti sér stað í Bedminster í New Jersey árið 2021 þar sem hann virðist meðal annars hafa verið að ræða útfærslur hermálayfirvalda á mögulegri árás á Íran. Upptakan er um það bil tveggja mínútna löng og heyrist Trump einnig skjóta á Hillary Clinton í tengslum við tölvupóstmálið svokallaða. Upptakan og ekki síst staðhæfing Trump; „Þetta eru skjölin“, virðast benda til þess að hann sé að sýna viðstöddum gögn og ganga gegn fullyrðingum hans í kjölfar þess að málið komst upp um að hann hafi ekki verið með nein skjöl á sér. Hefur Trump haldið fram að hann hafi verið að vísa í fjölmiðlaumfjöllun. Viðstaddir voru einstaklingar sem unnu að æviminningum Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. Trump var á þessum tíma sagður æfur vegna opinberra yfirlýsinga Mark Milley, leiðtoga herforingjaráðsins, um að hann væri sjálfur mótfallinn því að ráðast gegn Íran en hefði áhyggjur af því að Trump myndi leiða til átaka milli ríkjanna. „Þetta var unnið af hernum og ég látinn fá þetta,“ heyrist Trump segja og bætir svo við að skjalið sé enn flokkað sem leynilegt. „Sem forseti hefði ég getað aflétt leyndinni. Nú get ég það ekki, þetta er ennþá leyndarmál,“ segir hann.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira