Kval(ið)kjöt Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 27. júní 2023 07:32 Eitt stærsta fréttamálið undanfarna daga hefur verið sú ákvörðun matvælaráðherra að fresta hvalveiðivertíð Hvals h/f fram í lok ágúst á þessu ári. Sú ákvörðun hefur verið bæði harðlega gagnrýnd en henni hefur einnig verið fagnað. Hvalveiðar hafa verið stundaðar í nokkur hundruð ár í kringum Ísland, af fjölmörgum Evrópuþjóðum og öðrum en okkur, t.d. Hollendingum, Spánverjum (Baskar) og Norðmönnum. Í hvölum var að finna lýsi og aðrar verðmætar afurðir. Lýsi var meðal annars notað í matvöru, sprengiefni, sápur og ilmefni. En svo kom rafmagn, jarðhiti og vatnsaflsvirkjanir, Ísland færðist inn í nútímann, sem og aðrar þjóðir, neysluvenjur breyttust, og hvalveiðar annarra þjóða hér við land hættu smám saman, eða um árið 1915 á síðustu öld. Nema hjá Hval h/f, en fyrirtækið var stofnað árið 1949 og hóf aftur hvalveiðar. Helsti eigandi þess nú er Kristján Loftsson, sem er sex árum eldri en fyrirtækið. Ýmislegt bendir til þess að hann hafi í gegnum tíðina haft sterk pólitísk ítök hér á landi, sérstaklega innan Sjálfstæðisflokksins. Áratugina eftir stofnun Hvals h/f voru miklar veiðar í gangi á sumrin (hvalveiðar eru ekki heilsársstarfsemi) og fleiri hundruð dýr voru veidd þegar mest lét. Miklir tekjumöguleikar fylgdu hvalveiðunum. Hvalveiðar voru bannaðar árið 1989, en ,,vísindaveiðar“ hófust árið 2003 og þremur árum síðar voru veiðar leyfðar aftur hér á landi í atvinnuskyni. En það var einmitt Einar K.Guðfinnson, þáverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem skrifaði árið 2006 undir reglugerð sem leyfði hvalveiðar aftur í atvinnuskyni. Borða Íslendingar mikið af hvalkjöti? Samkvæmt könnun sem Gallup gerði árið 2016 sagðist aðeins 1,5% aðspurðra kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Ekki sést mikið af hvalkjöti í kjötborðum stórmarkaða á Íslandi. Neyslumynstur landans er allt annað nú en fyrir segjum, hálfri öld síðan. Neyslan í Japan hverfandi Okkur er sagt að það sé markaður fyrir hvalkjöt í Japan og af fréttum má skilja að Hvalur h/f sem Kristján Loftsson á, flytji allt sitt kjöt þangað. En hversu mikil er neyslan þar? Samkvæmt frétt á CNN, sem byggði á opinberum gögnum nam neysla á hvalkjöti í Japan árið 2021 alls 1000 tonnum. Á sama tíma var neysla á kjúklingi rúmlega tvær milljónir tonna og nautakjöti um 1.3 milljónir tonna. Neysla á hvalkjöti náði hámarki í Japan árið 1962, alls um 230.000 tonn, en neyslan á því tengdist á sínum tíma aukinni þörf fyrir prótein eftir seinni heimsstyrjöld, sem Japan fór mjög illa út úr. Það má því álykta að hvalkjötsneysla sé einungis brotabrot af fæðuinntöku Japana. En samkvæmt opinberum upplýsingum flutti Hvalur h/f út um 2500 tonn af hvalkjöti til Japan í fyrra, eða því næstum þrisvar sinnum ársneyslu ársins 2021, samkvæmt þessu. Í fréttum RÚV þann 24.júní síðastliðinn var rætt við japanskan háskólaprófessor á hvalaráðstefnu á Húsavík (Hvalasafninu), sem sagði vera skort á hvalkjöti til framleiðenda í Japan og að ,,vandamál“ myndu skapast á mörkuðum í Japan ef Ísland flytti ekki út hvalkjöt til landsins. Hverju á maður eiginlega að trúa? Er s.s. búið að borða allt hvalkjötið sem flutt var héðan í fyrra? Hefur hvalkjötsneysla Japana tekið skyndilegan kipp? Þetta er rannsóknarefni fyrir íslenska fjölmiðla. Umdeildar aðferðir helsta bitbein Mesti hitinn í kringum ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er í raun vegna þeirra aðferða sem notaðar eru til þess að taka hvalina af lífi. Dæmi eru um margra klukkutíma dauðastríð og eltingaleik við risaskepnu með skutul í skrokknum. Þá eru einnig dæmi um dýr sem slapp með skutul í sér og hefur ekki sést síðan. Það dýr átti væntanlega ekki sjö dagana sæla eftir það og hefur sennilega dáið hægum og kvalafullum dauðdaga. Þessir hlutir komu í ljós við opinbert eftirlit með veiðunum. Er það þetta sem við viljum? Viljum við bera ,,kvalið kjöt“ kjöt á borð fyrir aðrar þjóðir og selja það fullu verði? Er hægt að vera stoltur af slíkum útflutningi? Maður spyr sig. Fyrr á þessu ári fékk íslenskt lambakjöt sérstaka upprunavottun Evrópusambandsins, en slíka viðurkenningu fær aðeins kjöt sem er hágæða, alið og upprunnið hér á landi. Eykur þetta virði kjötsins og er allsherjar gæðastimpill. Flott fyrir íslenska bændur. Gæti íslenskt hvalkjöt fengið slíka vottun? Nei, það verður að segjast eins og er að það er afar fjarlægur möguleiki, hann er eiginlega úti á hafsauga. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta fréttamálið undanfarna daga hefur verið sú ákvörðun matvælaráðherra að fresta hvalveiðivertíð Hvals h/f fram í lok ágúst á þessu ári. Sú ákvörðun hefur verið bæði harðlega gagnrýnd en henni hefur einnig verið fagnað. Hvalveiðar hafa verið stundaðar í nokkur hundruð ár í kringum Ísland, af fjölmörgum Evrópuþjóðum og öðrum en okkur, t.d. Hollendingum, Spánverjum (Baskar) og Norðmönnum. Í hvölum var að finna lýsi og aðrar verðmætar afurðir. Lýsi var meðal annars notað í matvöru, sprengiefni, sápur og ilmefni. En svo kom rafmagn, jarðhiti og vatnsaflsvirkjanir, Ísland færðist inn í nútímann, sem og aðrar þjóðir, neysluvenjur breyttust, og hvalveiðar annarra þjóða hér við land hættu smám saman, eða um árið 1915 á síðustu öld. Nema hjá Hval h/f, en fyrirtækið var stofnað árið 1949 og hóf aftur hvalveiðar. Helsti eigandi þess nú er Kristján Loftsson, sem er sex árum eldri en fyrirtækið. Ýmislegt bendir til þess að hann hafi í gegnum tíðina haft sterk pólitísk ítök hér á landi, sérstaklega innan Sjálfstæðisflokksins. Áratugina eftir stofnun Hvals h/f voru miklar veiðar í gangi á sumrin (hvalveiðar eru ekki heilsársstarfsemi) og fleiri hundruð dýr voru veidd þegar mest lét. Miklir tekjumöguleikar fylgdu hvalveiðunum. Hvalveiðar voru bannaðar árið 1989, en ,,vísindaveiðar“ hófust árið 2003 og þremur árum síðar voru veiðar leyfðar aftur hér á landi í atvinnuskyni. En það var einmitt Einar K.Guðfinnson, þáverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem skrifaði árið 2006 undir reglugerð sem leyfði hvalveiðar aftur í atvinnuskyni. Borða Íslendingar mikið af hvalkjöti? Samkvæmt könnun sem Gallup gerði árið 2016 sagðist aðeins 1,5% aðspurðra kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Ekki sést mikið af hvalkjöti í kjötborðum stórmarkaða á Íslandi. Neyslumynstur landans er allt annað nú en fyrir segjum, hálfri öld síðan. Neyslan í Japan hverfandi Okkur er sagt að það sé markaður fyrir hvalkjöt í Japan og af fréttum má skilja að Hvalur h/f sem Kristján Loftsson á, flytji allt sitt kjöt þangað. En hversu mikil er neyslan þar? Samkvæmt frétt á CNN, sem byggði á opinberum gögnum nam neysla á hvalkjöti í Japan árið 2021 alls 1000 tonnum. Á sama tíma var neysla á kjúklingi rúmlega tvær milljónir tonna og nautakjöti um 1.3 milljónir tonna. Neysla á hvalkjöti náði hámarki í Japan árið 1962, alls um 230.000 tonn, en neyslan á því tengdist á sínum tíma aukinni þörf fyrir prótein eftir seinni heimsstyrjöld, sem Japan fór mjög illa út úr. Það má því álykta að hvalkjötsneysla sé einungis brotabrot af fæðuinntöku Japana. En samkvæmt opinberum upplýsingum flutti Hvalur h/f út um 2500 tonn af hvalkjöti til Japan í fyrra, eða því næstum þrisvar sinnum ársneyslu ársins 2021, samkvæmt þessu. Í fréttum RÚV þann 24.júní síðastliðinn var rætt við japanskan háskólaprófessor á hvalaráðstefnu á Húsavík (Hvalasafninu), sem sagði vera skort á hvalkjöti til framleiðenda í Japan og að ,,vandamál“ myndu skapast á mörkuðum í Japan ef Ísland flytti ekki út hvalkjöt til landsins. Hverju á maður eiginlega að trúa? Er s.s. búið að borða allt hvalkjötið sem flutt var héðan í fyrra? Hefur hvalkjötsneysla Japana tekið skyndilegan kipp? Þetta er rannsóknarefni fyrir íslenska fjölmiðla. Umdeildar aðferðir helsta bitbein Mesti hitinn í kringum ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er í raun vegna þeirra aðferða sem notaðar eru til þess að taka hvalina af lífi. Dæmi eru um margra klukkutíma dauðastríð og eltingaleik við risaskepnu með skutul í skrokknum. Þá eru einnig dæmi um dýr sem slapp með skutul í sér og hefur ekki sést síðan. Það dýr átti væntanlega ekki sjö dagana sæla eftir það og hefur sennilega dáið hægum og kvalafullum dauðdaga. Þessir hlutir komu í ljós við opinbert eftirlit með veiðunum. Er það þetta sem við viljum? Viljum við bera ,,kvalið kjöt“ kjöt á borð fyrir aðrar þjóðir og selja það fullu verði? Er hægt að vera stoltur af slíkum útflutningi? Maður spyr sig. Fyrr á þessu ári fékk íslenskt lambakjöt sérstaka upprunavottun Evrópusambandsins, en slíka viðurkenningu fær aðeins kjöt sem er hágæða, alið og upprunnið hér á landi. Eykur þetta virði kjötsins og er allsherjar gæðastimpill. Flott fyrir íslenska bændur. Gæti íslenskt hvalkjöt fengið slíka vottun? Nei, það verður að segjast eins og er að það er afar fjarlægur möguleiki, hann er eiginlega úti á hafsauga. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun