Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2023 09:19 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði stjórnendur Íslandsbankans hafa sýnt verkefni sínu vanvirðingu og brugðist trausti þegar hann mætti í Pallborðið í morgun. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna voru sammála um að stjórnendur Íslandsbanka þyrftu að standa skil á gjörðum sínum eftir að ljóst varð að hann braut lög við sölu á hlut ríkisins í bankanum þegar þeir mættu í Pallborðið á Vísi í morgun. Íslandsbanki samþykkti að greiða hátt í 1,2 milljarða króna sekt í sátt sem hann gerði við Seðlabankann vegna brota á lögum um markaði með fjármálagerninga og fjármálafyrirtæki sem hann framdi þegar hann annaðist sölu á hlutum ríkisins í mars í fyrra. Bankinn gaf Bankasýslu ríkisins meðal annars villandi upplýsingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði rannsókn fjármálaeftirlits Seðlabankans á málinu ítarlega og vandaða. Niðurstaðan væri „alger áfellisdómur“ yfir íslandsbanka, stjórn hans og stjórnendum. „Það eru brotin lög, það eru brotnar reglur. Það er gengið fram af mikilli vanvirðingu fyrir verkefninu sem honum var treyst fyrir,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði reynsluna af útboðinu í fyrra benda til að betra hefði verið að ráðast í opið útboð líkt og notast var við við fyrri sölu á hlutum ríkisins.Vísir/Vilhelm Blasi við hvað það þýði að standa skil á gjörðum sínum Stjórnendur bankans og stjórn þyrftu að „standa skil“ á gjörðum sínum. Þess vegnar hafi Bankasýslan krafist hlutahafafundar sem haldinn verður á næstunni. Forsætisráðherra sagði brot bankans stórmál sem hefðu margfeldisáhrif sem græfu undan öllu trausti í samfélaginu. Sérstaklega alvarlegt væri að bankinn hefði gefið Bankasýslunni villandi upplýsingar. „Mér finnst blasa við hvað það þýðir,“ sagði Katrín spurð að því hvað fælist í því að stjórnendur bankans stæðu skil á gjörðum sínum. Bjarni Benedtiksson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði áður sagt að taka yrði á því með „viðeigandi hætti“ ef lög voru brotin við framkvæmd sölunnar á bréfum ríkisins í Íslandsbanka. Hann teldi það rétta ákvörðun hjá Bankasýslunni að krefjast hluthafafundar. Verði að axla ábyrgð á „óforsvaranlegum“ vinnubrögðum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði engan hafa búist við þeirri mynd sem birtist í sáttinni sem Seðlabankinn birti í gær. „Ég held að það sjái það hvert mannsbarn á Íslandi að þegar menn gera þessa hluti verði þeir að axla þá ábyrgð,“ sagði Sigurður Ingi. Hann gæti ekki ímyndað sér að annað en að aðrir hluthafar í bankanum en ríkið teldur vinnubrögð bankans við söluna óforsvaranleg. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sagði að bankastjórnendur þyrftu að endurheimta traust til að hægt væri að halda áfram með sölu á hlutum ríkisins.Vísir/Vilhelm Ætlast væri til þess að þeir sem tækju við verkefnum sem þessum höguðu sér innan marka laga og reglna. „Þegar þeir gera það ekki er komið fullkomið vantraust á viðkomandi aðila,“ sagði innviðaráðherra. Frekari sala á ís þar til málið hefur verið gert upp Hvað framhaldið varðaði sagði Bjarni að hann vildi ennþá losa ríkið út úr viðskiptabönkunum og draga úr ríkisumsvifum. Salan á hlutum ríkisins hafi heppnast vel og ljúka ætti sölunni þegar aðstæður leyfðu. Katrín sagði hins vegar ekki hæt að ræða frekari sölu á hlutum ríkisins í bönkunum fyrr en útboðið á hlutunum í Íslandsbanka í fyrra yrði gert upp að fullu. Sigurður Ingi talaði um að bankastjórnendur þyrftu að endurheimta traust áður en hægt væri að halda áfram sölu á hlutum ríkisins. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir Stjórn Íslandsbanka boðar til hluthafafundar Stjórn Íslandsbanka ætlar að bjóða til hluthafafundar á næstu dögum. Á fundinum mun stjórn og stjórnendur bankans fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins sem fram fór þann 22. mars árið 2022. 26. júní 2023 21:50 Sáttin öllu verri en Bankasýsla ríkisins átti von á Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sátt fjármálaeftirlits Seðlabankans og Íslandsbanka um sölu bankans á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum öllu verri heldur en þau hafi átt von á. 26. júní 2023 18:59 Vill að stjórnendur axli ábyrgð: „Það blasir við að þetta er áfellisdómur“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrsluna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka áfellisdóm. Það sé eðlileg krafa almennings að stjórnendur bankans axli með einhverjum hætti ábyrgð. 26. júní 2023 12:21 Samþykktu allar beiðnir starfsmanna um að taka þátt í útboðinu Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. 26. júní 2023 11:45 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna voru sammála um að stjórnendur Íslandsbanka þyrftu að standa skil á gjörðum sínum eftir að ljóst varð að hann braut lög við sölu á hlut ríkisins í bankanum þegar þeir mættu í Pallborðið á Vísi í morgun. Íslandsbanki samþykkti að greiða hátt í 1,2 milljarða króna sekt í sátt sem hann gerði við Seðlabankann vegna brota á lögum um markaði með fjármálagerninga og fjármálafyrirtæki sem hann framdi þegar hann annaðist sölu á hlutum ríkisins í mars í fyrra. Bankinn gaf Bankasýslu ríkisins meðal annars villandi upplýsingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði rannsókn fjármálaeftirlits Seðlabankans á málinu ítarlega og vandaða. Niðurstaðan væri „alger áfellisdómur“ yfir íslandsbanka, stjórn hans og stjórnendum. „Það eru brotin lög, það eru brotnar reglur. Það er gengið fram af mikilli vanvirðingu fyrir verkefninu sem honum var treyst fyrir,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði reynsluna af útboðinu í fyrra benda til að betra hefði verið að ráðast í opið útboð líkt og notast var við við fyrri sölu á hlutum ríkisins.Vísir/Vilhelm Blasi við hvað það þýði að standa skil á gjörðum sínum Stjórnendur bankans og stjórn þyrftu að „standa skil“ á gjörðum sínum. Þess vegnar hafi Bankasýslan krafist hlutahafafundar sem haldinn verður á næstunni. Forsætisráðherra sagði brot bankans stórmál sem hefðu margfeldisáhrif sem græfu undan öllu trausti í samfélaginu. Sérstaklega alvarlegt væri að bankinn hefði gefið Bankasýslunni villandi upplýsingar. „Mér finnst blasa við hvað það þýðir,“ sagði Katrín spurð að því hvað fælist í því að stjórnendur bankans stæðu skil á gjörðum sínum. Bjarni Benedtiksson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði áður sagt að taka yrði á því með „viðeigandi hætti“ ef lög voru brotin við framkvæmd sölunnar á bréfum ríkisins í Íslandsbanka. Hann teldi það rétta ákvörðun hjá Bankasýslunni að krefjast hluthafafundar. Verði að axla ábyrgð á „óforsvaranlegum“ vinnubrögðum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði engan hafa búist við þeirri mynd sem birtist í sáttinni sem Seðlabankinn birti í gær. „Ég held að það sjái það hvert mannsbarn á Íslandi að þegar menn gera þessa hluti verði þeir að axla þá ábyrgð,“ sagði Sigurður Ingi. Hann gæti ekki ímyndað sér að annað en að aðrir hluthafar í bankanum en ríkið teldur vinnubrögð bankans við söluna óforsvaranleg. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sagði að bankastjórnendur þyrftu að endurheimta traust til að hægt væri að halda áfram með sölu á hlutum ríkisins.Vísir/Vilhelm Ætlast væri til þess að þeir sem tækju við verkefnum sem þessum höguðu sér innan marka laga og reglna. „Þegar þeir gera það ekki er komið fullkomið vantraust á viðkomandi aðila,“ sagði innviðaráðherra. Frekari sala á ís þar til málið hefur verið gert upp Hvað framhaldið varðaði sagði Bjarni að hann vildi ennþá losa ríkið út úr viðskiptabönkunum og draga úr ríkisumsvifum. Salan á hlutum ríkisins hafi heppnast vel og ljúka ætti sölunni þegar aðstæður leyfðu. Katrín sagði hins vegar ekki hæt að ræða frekari sölu á hlutum ríkisins í bönkunum fyrr en útboðið á hlutunum í Íslandsbanka í fyrra yrði gert upp að fullu. Sigurður Ingi talaði um að bankastjórnendur þyrftu að endurheimta traust áður en hægt væri að halda áfram sölu á hlutum ríkisins.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir Stjórn Íslandsbanka boðar til hluthafafundar Stjórn Íslandsbanka ætlar að bjóða til hluthafafundar á næstu dögum. Á fundinum mun stjórn og stjórnendur bankans fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins sem fram fór þann 22. mars árið 2022. 26. júní 2023 21:50 Sáttin öllu verri en Bankasýsla ríkisins átti von á Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sátt fjármálaeftirlits Seðlabankans og Íslandsbanka um sölu bankans á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum öllu verri heldur en þau hafi átt von á. 26. júní 2023 18:59 Vill að stjórnendur axli ábyrgð: „Það blasir við að þetta er áfellisdómur“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrsluna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka áfellisdóm. Það sé eðlileg krafa almennings að stjórnendur bankans axli með einhverjum hætti ábyrgð. 26. júní 2023 12:21 Samþykktu allar beiðnir starfsmanna um að taka þátt í útboðinu Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. 26. júní 2023 11:45 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka boðar til hluthafafundar Stjórn Íslandsbanka ætlar að bjóða til hluthafafundar á næstu dögum. Á fundinum mun stjórn og stjórnendur bankans fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins sem fram fór þann 22. mars árið 2022. 26. júní 2023 21:50
Sáttin öllu verri en Bankasýsla ríkisins átti von á Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sátt fjármálaeftirlits Seðlabankans og Íslandsbanka um sölu bankans á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum öllu verri heldur en þau hafi átt von á. 26. júní 2023 18:59
Vill að stjórnendur axli ábyrgð: „Það blasir við að þetta er áfellisdómur“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrsluna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka áfellisdóm. Það sé eðlileg krafa almennings að stjórnendur bankans axli með einhverjum hætti ábyrgð. 26. júní 2023 12:21
Samþykktu allar beiðnir starfsmanna um að taka þátt í útboðinu Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra. 26. júní 2023 11:45