Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Goodenough hafi látist á hjúkrunarheimili í Austin í Texas á sunnudaginn.
Goodenough, sem starfaði í 37 ár við Texas-háskóla, hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt hinum ensk-bandaríska M. Stanley Whittingham og hinum japanska Akira Yoshino.
Þróun litþíumrafhlaða hafa valdið straumhvörfum en rafhlöðurnar geta geymt mikið rafmagn sem framleitt er úr sólar- og vindorku og geta þannig átt þátt í að stuðla að samfélagi sem sé ekki háð jarðefnaeldsneyti.
Kosturinn við litínjónarafhlöður er að þær byggja ekki á efnaskiptum sem brjóta niður rafeindir, heldur liþíumjónum sem flæða fram og aftur milli plús- og mínusskauts. Hafa þær nýst til að knýja meðal annars farsíma, tölvur, gangráða og rafbíla með endurnýjanlegri orku.
Upphaf slíkra rafhlaðna má rekja aftur til áttunda áratugarins þar sem Stanley Whittingham vann að því að þróa leiðir til að stuðla að jarðefnalausu samfélagi. Goodenough byggði svo á rannsóknum Whittingham og þróaði rafhlöðurnar á þann veg að endingartíminn tvöfaldaðist með nýtingu kóbaltoxíðs í plússkautinu.