Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af hvalveiðimálum Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2023 12:20 Allt lék í lyndi á Kjarvalsstöðum í nóvember 2021 þegar formennirnir kynntu uppfærðan stjórnarsáttmála. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Vísir/Vilhelm Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af því hvernig hvalveiðimálum framvindur innan ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra bakkar upp ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið veiðibann. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra segja að málið hins vegar snúast um framtíð hvalveiða almennt og það hefði því átt að koma fyrir Alþingi. Það kom fram í beinni útsendingu í Pallborðinu í morgun, þar sem formenn stjórnarflokkanna sátu fyrir svörum, að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum er mikið hitamál innan ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist styðja flokkssystur sína Svandísi í ákvörðun hennar þótt ljóst væri að innan stjórnarflokkanna væri ólík sýn á hvalveiðum almennt. Matvælaráðherra hefði fengið til sín mjög skýrt álit frá fagráði um velferð villtra dýra um að veiðarnar væru ekki í anda laga um velferð villtra dýra. Forsætisráðherra sagði matvælaráðherra ekki hafa getað brugðist öðruvísi við en hún gerði eftir að hafa fengið mjög skýrt álit fagráðs um velferð viltra dýra.Vísir/Vilhelm „Ég hefði talið það nánast ómögulegt fyrir ráðherrann að aðhafast ekki með þetta álit. Þótt þarna vegist á annars vegar sjónarmið atvinnurekenda og þetta mjög svo skýra álit sem byggir á lögum um velferð viltra dýra. Þannig að já, ég tel að ráðherrann hafi gert rétt,” sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ákvörðun matvælaráðherra hafa komið honum á óvart og hann hefði ekki átt samtal við Svandísi um málið. Það væri margt til umhugsunar varðandi þessa ákvörðun. Bjarni Bendiktsson segir það skýran vilja þingflokks Sjálfstæðisflokksins að ákvörðun matvælaráðherra verði tekin til endurskoðunar.Vísir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði rætt málið oft og síðast í gær. Skilaboðin þaðan væru skýr um að það ætti að endurskoða þessa ákvörðun. „Hér eru ekki bara að vegast á í mínum huga atriði sem snúa að velferð dýra heldur kemur hér margt fleira til. Í fyrsta lagi erum við og höfum verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina. Það að hætta þeim veiðum eða stöðva þær á grundvelli dýravelferðar er bara risastór ákvörðun sem ég hefði talið að þyrfti að fara fyrir þingið,“ sagði Bjarni. Hvalveiðivertíðun átti að hefjast daginn eftir að matvælaráðherra setti á tímabundið bann við veiðunum.Stöð 2/Egill Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók undir það með Bjarna að málið snérist um hvalveiðar almennt og hefði þess vegna átt að koma fyrir Alþingi. Það gæti ekki talist meðalhóf í stjórnsýslu að setja bannið á deginum áður en veiðar áttu að hefjast. Sigurður Ingi Jóhannsson telur að ræða hefði þurft bann við hvalveiðum á Alþingi.Vísir/Vilhelm Hvernig hefðir þú viljað að ráðherra brigðist við þegar hún fær þessi gögn upp í hendurnar? „Ég hefði viljað setja saman einhvern hóp af sérfræðingum til að leggjast yfir þetta ráðgefandi álit fagráðsins. Það er síðan alveg sérstök umræða hvort við ætlum að hætta hvalveiðum,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Framvinda þessa máls, Bjarni, skiptir hún máli varðandi framtíð stjórnarsamstarfsins? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki vera gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti. Mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Pallborð á Vísi um Íslandsbanka söluna, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Heimir Már Pétursso, Fréttastofa Stöðvar 2 Vísis og Bylgjunnar „Það skiptir auðvitað máli hvernig við nálgumst annars vegar einstaka ákvarðanir sem fyrirfram er vitað að séu umdeildar og síðan hvernig við auðvitað vinum úr þeim í framhaldinu. Þetta mál er eitt þeirra,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín sagði ágreiningsmálin mörg á milli ólíkra flokka. Mestu skipti nú að takast á við stöðu efnahagsmála eins og ríkisstjórnin hefði verið að gera. Sagan segir að lítil steinvala getur oft velt þungu hlassi? „Já, já það er líka ákvörðun þeirra sem fara með stjórnartaumana hverju sinni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Það kom fram í beinni útsendingu í Pallborðinu í morgun, þar sem formenn stjórnarflokkanna sátu fyrir svörum, að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum er mikið hitamál innan ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist styðja flokkssystur sína Svandísi í ákvörðun hennar þótt ljóst væri að innan stjórnarflokkanna væri ólík sýn á hvalveiðum almennt. Matvælaráðherra hefði fengið til sín mjög skýrt álit frá fagráði um velferð villtra dýra um að veiðarnar væru ekki í anda laga um velferð villtra dýra. Forsætisráðherra sagði matvælaráðherra ekki hafa getað brugðist öðruvísi við en hún gerði eftir að hafa fengið mjög skýrt álit fagráðs um velferð viltra dýra.Vísir/Vilhelm „Ég hefði talið það nánast ómögulegt fyrir ráðherrann að aðhafast ekki með þetta álit. Þótt þarna vegist á annars vegar sjónarmið atvinnurekenda og þetta mjög svo skýra álit sem byggir á lögum um velferð viltra dýra. Þannig að já, ég tel að ráðherrann hafi gert rétt,” sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ákvörðun matvælaráðherra hafa komið honum á óvart og hann hefði ekki átt samtal við Svandísi um málið. Það væri margt til umhugsunar varðandi þessa ákvörðun. Bjarni Bendiktsson segir það skýran vilja þingflokks Sjálfstæðisflokksins að ákvörðun matvælaráðherra verði tekin til endurskoðunar.Vísir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði rætt málið oft og síðast í gær. Skilaboðin þaðan væru skýr um að það ætti að endurskoða þessa ákvörðun. „Hér eru ekki bara að vegast á í mínum huga atriði sem snúa að velferð dýra heldur kemur hér margt fleira til. Í fyrsta lagi erum við og höfum verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina. Það að hætta þeim veiðum eða stöðva þær á grundvelli dýravelferðar er bara risastór ákvörðun sem ég hefði talið að þyrfti að fara fyrir þingið,“ sagði Bjarni. Hvalveiðivertíðun átti að hefjast daginn eftir að matvælaráðherra setti á tímabundið bann við veiðunum.Stöð 2/Egill Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók undir það með Bjarna að málið snérist um hvalveiðar almennt og hefði þess vegna átt að koma fyrir Alþingi. Það gæti ekki talist meðalhóf í stjórnsýslu að setja bannið á deginum áður en veiðar áttu að hefjast. Sigurður Ingi Jóhannsson telur að ræða hefði þurft bann við hvalveiðum á Alþingi.Vísir/Vilhelm Hvernig hefðir þú viljað að ráðherra brigðist við þegar hún fær þessi gögn upp í hendurnar? „Ég hefði viljað setja saman einhvern hóp af sérfræðingum til að leggjast yfir þetta ráðgefandi álit fagráðsins. Það er síðan alveg sérstök umræða hvort við ætlum að hætta hvalveiðum,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Framvinda þessa máls, Bjarni, skiptir hún máli varðandi framtíð stjórnarsamstarfsins? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki vera gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti. Mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Pallborð á Vísi um Íslandsbanka söluna, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Heimir Már Pétursso, Fréttastofa Stöðvar 2 Vísis og Bylgjunnar „Það skiptir auðvitað máli hvernig við nálgumst annars vegar einstaka ákvarðanir sem fyrirfram er vitað að séu umdeildar og síðan hvernig við auðvitað vinum úr þeim í framhaldinu. Þetta mál er eitt þeirra,“ sagði Sigurður Ingi. Katrín sagði ágreiningsmálin mörg á milli ólíkra flokka. Mestu skipti nú að takast á við stöðu efnahagsmála eins og ríkisstjórnin hefði verið að gera. Sagan segir að lítil steinvala getur oft velt þungu hlassi? „Já, já það er líka ákvörðun þeirra sem fara með stjórnartaumana hverju sinni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent