Fótbolti

Maddison hafi komist að samkomulagi við Tottenham

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
James Maddison gæti verið á förum frá Leicester.
James Maddison gæti verið á förum frá Leicester. Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images

Tottenham Hotspur hefur komist að samkomulagi við enska landsliðsmanninn James Maddison um að leika með liðinu á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Maddison er í dag leikmaður Leicester, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Félögin tvö, Tottenham og Leicester, eiga enn eftir að komast að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum.

Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá því að leikmaðurinn hafi náð samkomulagi við Tottenham, en hann segir einnig frá því að félögin tvö eigi nú í viðræðum um kaupverð og að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, fari fyrir samningaviðræðunum.

Maddison hefur verið nokkuð eftirsóttur biti undanfarin ár, þrátt fyrir að áhuginn á leikmanninum hafi líklega heldur dvínað síðustu misseri. Leikmaðurinn hefur leikið með Leicester frá árinu 2018 og skorað 43 mörk í 163 deildarleikjum.

Þessi 26 ára gamli sóknarsinnaði miðjumaður á að baki þrjá leiki fyrir enska landsliðið og var hluti af enska hópnum á HM í Katar á síðasta ári, en kom ekki við sögu í leikjum liðsins á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×