Biður íbúa í Laugardal afsökunar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2023 06:46 Íbúar í Laugardal fengu loksins að ræða leikskólamál á síðasta íbúaráðsfundi. Vísir/Vilhelm Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar bað íbúaráð Laugardals afsökunar vegna samskipta tveggja starfsmanna borgarinnar á fundi með ráðinu. Formaður íbúasamtaka Laugardals segir ráðið loksins hafa fengið svör um leikskólamál í hverfinu á síðasta fundi. Borgarfulltrúi Pírata segist ekki telja samskipti starfsmannanna lýsa viðhorfi borgarinnar né starfsfólks hennar. Uppákoma varð á fundi íbúaráðs þann 12. júní síðastliðinn þar sem tveir starfsmenn vörpuðu Facebook Messenger samskiptum sínum upp á vegg. Þar ræddu þeir sín á milli hvernig best væri að koma sér undan spurningum íbúa í Laugardal um leikskólamál. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, ávarpaði íbúaráð Laugardals á fundi þess síðastliðinn mánudag. Hún vildi ekki ræða við Vísi um fundinn en benti þess í stað á upptöku borgarinnar af fundinum. Lilja Sigrún Jónsdóttir, formaður íbúasamtaka Laugardals, segir í samtali við Vísi íbúa loksins hafa fengið svör sem óskað var eftir um leikskólamál. Hefði átt að fella fundinn niður Rannveig Ernudóttir, formaður íbúaráðs Laugardals, hóf fundinn á mánudag og baðst afsökunar á því að hafa ekki fellt fundinn niður þar sem hún hefði ekki komist á fundinn. Varamaður kom hennar í stað og þá var starfsmaður fenginn til að hlaupa í skarðið fyrir annan, sem hafi verið einstaklega óheppileg samsetning. „Það hefði verið eðlilegast bara að fella þann fund niður. Í stað þess að vera með þessa starfsmenn sem það voru. Það þarf að skrifast á mig, mér datt það bara ekki í hug en er reynslunni ríkari núna.“ Þá baðst hún afsökunar á því að hafa ekki komið því skýrt á framfæri að heppilegast væri að fresta kynningu frá skóla-og frístundasviði, líkt og gert var á umræddum fundi. Henni hefði fundist heppilegra að slík færi fram nær hausti. Um að ræða afleysingarfólk Anna Kristinsdóttir sagði íbúaráðinu að mál starfsmannanna væri meðhöndlað eins og önnur starfsmannamál á vegum borgarinnar. „Ég ætla að byrja á því að biðjast afsökunar á þessu atviki. Þetta er að mínu viti og minni hyggju óboðleg framkoma sem kom fram þarna með þessum ummælum.“ Hún segir um hafi verið að ræða afleysingarfólk í þessu tilviki sem ekki hafi verið undirbúið nægilega vel fyrir fundinn. Þó hafi aldrei verið kvartað undan starfsmönnunum tveimur sem hafi komið að fjölda funda annarra ráða. Þá tók hún fram að þeir myndu ekki koma aftur að fundum ráðsins. „Okkar verksvið er náttúrulega fyrst og fremst að hjálpa til við undirbúning fundanna og almennt skrifstofuhald sem snýr fyrst og fremst að því að ganga frá fundargerðum, ganga frá bókunum og tillögum og koma þeim í réttan farveg. Okkar er ekki að taka neinar ákvarðanir á fundum og hvað þá að við séum á einhvern hátt að reyna að koma í veg fyrir það að eðlileg umræða fari fram og rétt skoðanaskipti hér á þessum vettvangi, bara þannig að það sé sagt.“ Ekki hafi áður komið upp athugasemdir við það hvernig starfsmennirnir sinni sínum störfum. Starfsmenn haldi utan um töluverðan fjölda funda og nefnda. „Við vinnum fyrir alla fulltrúa, við vitum það að Reykjavíkurborg er fjölskipað stjórnvald og við höfum alla tíð verið tilbúin að aðstoða fólk á allan hátt sem það vill og það gerum við í öllum þessum ráðum og við erum með heilmarga aðra samstarfsvettvanga.“ Ekki menning sem tengist íbúaráðum Andrea Sigurðardóttir, fulltrúi í íbúaráðinu, velti því upp á fundinum hvort eitthvað í vinnustaðamenningu borgarinnar hefði orðið til þess að skapa stemningu sem ylli því að starfsmenn ræddu sín á milli líkt og starfsmennirnir tveir. Ljóst væri að starfsmennirnir hefðu sjálfir engra hagsmuna að gæta í því að kæfa niður umræður um leikskólamál. „Þar liggja áhyggjur mínar, þau hafa ekki persónulega ávinning af því, þannig hvaðan kemur þetta. Er eitthvað í vinnustaðamenningunni hjá borginni, eitthvað í umhverfinu sem skapar einvherja stemningu í þessa átt sem þarf að skoða. Hver er rótin í þessu, hvaða birtingarmynd er þetta sem við erum að sjá þarna?“ Ekki sé hægt að horfa á samskiptin sem einangrað tilvik. Einhverstaðar hafi þau orðið til. „Það er það sem við eigum að vera að horfa á og það er það sem þarf að uppræta því auðvitað er það hlutverk starfsfólks borgarinnar að þjónusta íbúana frekar en að þjónusta einhverja pólitík en birtingarmyndin þarna er að þarna sé verið að þjónusta einhverja pólitík og ég hugsa að það sé ekki hægt að líta fram hjá því en ég tek heilshugar undir það að það á ekki að ráðast á starfsfólkið sem slíkt enda held ég að þau séu ekki vandamálið.“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, var einnig á fundinum og sagðist hún ekki telja samskipti borgarfulltrúanna lýsa viðhorfum borgarinnar eða starfsfólki hennar almennt. Hún sagðist ekki vilja tjá sig með beinum hætti um starfsmannamál en sagðist þó ekki telja um menningu í íbúaráðum borgarinnar að ræða. „Það er vert að hafa í huga að þetta starfsfólk er ekki að koma úr menningunni í kringum íbúaráðin. Það er meira að koma úr öðrum störfum í borgarkerfinu og úr ráðhúsinu. Ef við ætlum að leita að því hvort að þarna sé einhver menning sem er að birtast þá er það ekki endilega eitthvað sem tengist íbúaráðunum heldur meira eitthvað sem við þurfum að skoða kannski í pólitíkinni almennt.“ Hún segir að starf íbúaráða hafi gengið vel undanfarin ár. Mikilvægt sé að íbúum séu veittar upplýsingar sem beðið er um. „En allavega síðan 2018 hefur orðræðan og pólitíkin í borgarstjórn verið orðin mjög harkaleg. Það getur alveg verið að það hafi einhver menning myndast, ég veit það ekki en ég tel ekki að þetta atvik lýsi hvorki viðhorfi borgarinnar né starfsfólks almennt til íbúaráðanna.“ Lilja segir ágætt að hafa loksins fengið svör við spurningum um leikskólamál. Vísir Ágætt að fá loksins upplýsingarnar Lilja Sigrún Jónsdóttir, formaður Íbúasamtaka Laugardals, sem ekki má rugla við íbúaráð Laugardals, sat fund ráðsins. Hún segir jákvætt að íbúar hafi loksins fengið upplýsingar um leikskólamál, þó það hafi verið erfið fæðing og segist almennt upplifa sem svo að hún geti haft áhrif á vettvangi ráðsins. „Við störfum óháð íbúaráði en stundum falla þau mál saman sem við viljum fjalla um og þau mál sem íbúaráðið vill fjalla um og þá getum við stutt hvort annað. Upprunalega fyrirspurnin um fjölda leikskólaplássa í hverfinu kom frá okkur.“ Lilja segir fjölda barna á biðlistum eftir leikskólaplássi í Laugardal vera ámóta mörg og þau börn sem fengið hafi pláss í leikskólum hverfisins úr öðrum hverfum. „Það virðist vera ákvörðun stjórnvalda að binda ekki leikskóla barna við búsetu og það hlýtur að gera borginni mjög erfitt fyrir að áætla hve mörg börn þurfi leikskólapláss hvar, því fólk ýmist flytur sig eftir því hvar það vinnur eða býr.“ Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Uppákoma varð á fundi íbúaráðs þann 12. júní síðastliðinn þar sem tveir starfsmenn vörpuðu Facebook Messenger samskiptum sínum upp á vegg. Þar ræddu þeir sín á milli hvernig best væri að koma sér undan spurningum íbúa í Laugardal um leikskólamál. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, ávarpaði íbúaráð Laugardals á fundi þess síðastliðinn mánudag. Hún vildi ekki ræða við Vísi um fundinn en benti þess í stað á upptöku borgarinnar af fundinum. Lilja Sigrún Jónsdóttir, formaður íbúasamtaka Laugardals, segir í samtali við Vísi íbúa loksins hafa fengið svör sem óskað var eftir um leikskólamál. Hefði átt að fella fundinn niður Rannveig Ernudóttir, formaður íbúaráðs Laugardals, hóf fundinn á mánudag og baðst afsökunar á því að hafa ekki fellt fundinn niður þar sem hún hefði ekki komist á fundinn. Varamaður kom hennar í stað og þá var starfsmaður fenginn til að hlaupa í skarðið fyrir annan, sem hafi verið einstaklega óheppileg samsetning. „Það hefði verið eðlilegast bara að fella þann fund niður. Í stað þess að vera með þessa starfsmenn sem það voru. Það þarf að skrifast á mig, mér datt það bara ekki í hug en er reynslunni ríkari núna.“ Þá baðst hún afsökunar á því að hafa ekki komið því skýrt á framfæri að heppilegast væri að fresta kynningu frá skóla-og frístundasviði, líkt og gert var á umræddum fundi. Henni hefði fundist heppilegra að slík færi fram nær hausti. Um að ræða afleysingarfólk Anna Kristinsdóttir sagði íbúaráðinu að mál starfsmannanna væri meðhöndlað eins og önnur starfsmannamál á vegum borgarinnar. „Ég ætla að byrja á því að biðjast afsökunar á þessu atviki. Þetta er að mínu viti og minni hyggju óboðleg framkoma sem kom fram þarna með þessum ummælum.“ Hún segir um hafi verið að ræða afleysingarfólk í þessu tilviki sem ekki hafi verið undirbúið nægilega vel fyrir fundinn. Þó hafi aldrei verið kvartað undan starfsmönnunum tveimur sem hafi komið að fjölda funda annarra ráða. Þá tók hún fram að þeir myndu ekki koma aftur að fundum ráðsins. „Okkar verksvið er náttúrulega fyrst og fremst að hjálpa til við undirbúning fundanna og almennt skrifstofuhald sem snýr fyrst og fremst að því að ganga frá fundargerðum, ganga frá bókunum og tillögum og koma þeim í réttan farveg. Okkar er ekki að taka neinar ákvarðanir á fundum og hvað þá að við séum á einhvern hátt að reyna að koma í veg fyrir það að eðlileg umræða fari fram og rétt skoðanaskipti hér á þessum vettvangi, bara þannig að það sé sagt.“ Ekki hafi áður komið upp athugasemdir við það hvernig starfsmennirnir sinni sínum störfum. Starfsmenn haldi utan um töluverðan fjölda funda og nefnda. „Við vinnum fyrir alla fulltrúa, við vitum það að Reykjavíkurborg er fjölskipað stjórnvald og við höfum alla tíð verið tilbúin að aðstoða fólk á allan hátt sem það vill og það gerum við í öllum þessum ráðum og við erum með heilmarga aðra samstarfsvettvanga.“ Ekki menning sem tengist íbúaráðum Andrea Sigurðardóttir, fulltrúi í íbúaráðinu, velti því upp á fundinum hvort eitthvað í vinnustaðamenningu borgarinnar hefði orðið til þess að skapa stemningu sem ylli því að starfsmenn ræddu sín á milli líkt og starfsmennirnir tveir. Ljóst væri að starfsmennirnir hefðu sjálfir engra hagsmuna að gæta í því að kæfa niður umræður um leikskólamál. „Þar liggja áhyggjur mínar, þau hafa ekki persónulega ávinning af því, þannig hvaðan kemur þetta. Er eitthvað í vinnustaðamenningunni hjá borginni, eitthvað í umhverfinu sem skapar einvherja stemningu í þessa átt sem þarf að skoða. Hver er rótin í þessu, hvaða birtingarmynd er þetta sem við erum að sjá þarna?“ Ekki sé hægt að horfa á samskiptin sem einangrað tilvik. Einhverstaðar hafi þau orðið til. „Það er það sem við eigum að vera að horfa á og það er það sem þarf að uppræta því auðvitað er það hlutverk starfsfólks borgarinnar að þjónusta íbúana frekar en að þjónusta einhverja pólitík en birtingarmyndin þarna er að þarna sé verið að þjónusta einhverja pólitík og ég hugsa að það sé ekki hægt að líta fram hjá því en ég tek heilshugar undir það að það á ekki að ráðast á starfsfólkið sem slíkt enda held ég að þau séu ekki vandamálið.“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, var einnig á fundinum og sagðist hún ekki telja samskipti borgarfulltrúanna lýsa viðhorfum borgarinnar eða starfsfólki hennar almennt. Hún sagðist ekki vilja tjá sig með beinum hætti um starfsmannamál en sagðist þó ekki telja um menningu í íbúaráðum borgarinnar að ræða. „Það er vert að hafa í huga að þetta starfsfólk er ekki að koma úr menningunni í kringum íbúaráðin. Það er meira að koma úr öðrum störfum í borgarkerfinu og úr ráðhúsinu. Ef við ætlum að leita að því hvort að þarna sé einhver menning sem er að birtast þá er það ekki endilega eitthvað sem tengist íbúaráðunum heldur meira eitthvað sem við þurfum að skoða kannski í pólitíkinni almennt.“ Hún segir að starf íbúaráða hafi gengið vel undanfarin ár. Mikilvægt sé að íbúum séu veittar upplýsingar sem beðið er um. „En allavega síðan 2018 hefur orðræðan og pólitíkin í borgarstjórn verið orðin mjög harkaleg. Það getur alveg verið að það hafi einhver menning myndast, ég veit það ekki en ég tel ekki að þetta atvik lýsi hvorki viðhorfi borgarinnar né starfsfólks almennt til íbúaráðanna.“ Lilja segir ágætt að hafa loksins fengið svör við spurningum um leikskólamál. Vísir Ágætt að fá loksins upplýsingarnar Lilja Sigrún Jónsdóttir, formaður Íbúasamtaka Laugardals, sem ekki má rugla við íbúaráð Laugardals, sat fund ráðsins. Hún segir jákvætt að íbúar hafi loksins fengið upplýsingar um leikskólamál, þó það hafi verið erfið fæðing og segist almennt upplifa sem svo að hún geti haft áhrif á vettvangi ráðsins. „Við störfum óháð íbúaráði en stundum falla þau mál saman sem við viljum fjalla um og þau mál sem íbúaráðið vill fjalla um og þá getum við stutt hvort annað. Upprunalega fyrirspurnin um fjölda leikskólaplássa í hverfinu kom frá okkur.“ Lilja segir fjölda barna á biðlistum eftir leikskólaplássi í Laugardal vera ámóta mörg og þau börn sem fengið hafi pláss í leikskólum hverfisins úr öðrum hverfum. „Það virðist vera ákvörðun stjórnvalda að binda ekki leikskóla barna við búsetu og það hlýtur að gera borginni mjög erfitt fyrir að áætla hve mörg börn þurfi leikskólapláss hvar, því fólk ýmist flytur sig eftir því hvar það vinnur eða býr.“
Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira