Óskar Hrafn: Evrópuleikir eru þess eðlis að þú verður að bera virðingu fyrir þeim Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 21:31 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson var vitaskuld ánægður með 7-1 sigur Breiðabliks gegn Tre Penne í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann býst við erfiðari leik á föstudag gegn Budućnost Podgorica. Breiðablik vann í kvöld öruggan 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var ánægður með leik síns liðs í kvöld. „Ég er sáttur. Þetta var fagmannleg frammistaða og við getum ekkert kvartað, sjö mörk og mjög góður seinni hálfleikur,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport strax eftir leik í kvöld. „Fyrri hálfleikur, þá hefðum við getað spilað aðeins hraðar og aðeins meira fram á við. Ég ætla ekki að kvarta, þetta var leikur þar sem við höfðum öllu að tapa og þannig lagað ekkert að vinna. Það var þannig fyrir leik að það var langt síðan þeir unnu Evrópuleik þannig að mér fannst menn bera virðingu fyrir verkefninu og ég er ánægður með það.“ Oliver Stefánsson fékk tækifæri í byrjunarliði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn notaði hópinn vel í leiknum í dag en hann gerði töluvert margar breytingar á liðinu síðan í síðasta leik í Bestu deildinni. „Sjö góð mörk og margt jákvætt. Menn sem hafa kannski verið að spila minna fengu dýrmætar mínútur í skrokkinn. Þetta er mjög gott og það er gott að vera kominn í úrslitaleikinn.“ Óskar segist erfitt að fara fram á fleiri mörk en liðið skoraði í kvöld en yfirburðir Blika voru miklir í leiknum. „Nei nei, ég ætla ekkert að fara fram á það. Mér fannst boltinn fljóta vel og í seinni hálfleik þá fórum við fram á við og skrefin hjá þeim þyngdust. Seinni hálfleikur var mjög flottur og við hefðum alveg getað farið betur með færin sem við fengum. Evrópuleikir eru þess eðlis að þú verður að bera virðingu fyrir þeim og þessi sigur er góður og öflugur.“ Á von á jöfnum leik á föstudag Breiðablik mætir eins og áður segir liði Budućnost Podgorica í úrslitaleik um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á föstudag. Óskar Hrafn býst við jöfnum leik en liðin mættust í Evrópukeppninni í fyrra þar sem hart var barist. „Ég sé bara leik sem er 50/50 og ég held þetta verði mjög jafn leikur. Budućnost er með gott lið, þeir eru líkamlega sterkir og kröftugir. Við þurfum að eiga toppleik og það má ekkert út af bregða. Við þurfum að halda einbeitingu í níutíu mínútur og vera orkumiklir.“ Óskar Hrafn bendir þó á þann kost fyrir Blika að lið Podgorica er að mæta aftur til leiks eftir sumarfrí í Svartfjallalandi. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þeir eru að koma eftir sumarfrí þannig að við eigum að vera í betra formi og betra leikformi en þeir. Við þurfum að sjá til þess að það skíni í gegn og eina leiðin til að gera það er að mæta af krafti með fyrsta skrefið öflugt og keyra yfir þá.“ Eftir mikla yfirburði í upphafi leiks í kvöld tókst liði Tre Penne að minnka muninn í 2-1 í fyrri hálfleiknum. Óskar Hrafn sagði óþarfi að einblína á nánast það eina sem fór úrskeiðis í leiknum. „Já, auðvitað er þetta hluti af því sem við töluðum um fyrir leikinn að vera betri í því að dekka inn í teig og koma í veg fyrir fyrirgjafir þannig að það var ekki gott. En það er alls ekki eitthvað sem við ætlum að einblína á og það hefur aldrei verið okkur til hagsbóta að einblína á eina hlutinn sem fór úrskeiðis þannig lagað.“ „Við skorum sjö mörk og fáum á okkur eitt. Við þurfum að vinna í þessu og verða betri og eigum að vera betri í að verjast fyrirgjöfum. Það er bara verkefni sem er endalaust vinna.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld öruggan 7-1 sigur á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var ánægður með leik síns liðs í kvöld. „Ég er sáttur. Þetta var fagmannleg frammistaða og við getum ekkert kvartað, sjö mörk og mjög góður seinni hálfleikur,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport strax eftir leik í kvöld. „Fyrri hálfleikur, þá hefðum við getað spilað aðeins hraðar og aðeins meira fram á við. Ég ætla ekki að kvarta, þetta var leikur þar sem við höfðum öllu að tapa og þannig lagað ekkert að vinna. Það var þannig fyrir leik að það var langt síðan þeir unnu Evrópuleik þannig að mér fannst menn bera virðingu fyrir verkefninu og ég er ánægður með það.“ Oliver Stefánsson fékk tækifæri í byrjunarliði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn notaði hópinn vel í leiknum í dag en hann gerði töluvert margar breytingar á liðinu síðan í síðasta leik í Bestu deildinni. „Sjö góð mörk og margt jákvætt. Menn sem hafa kannski verið að spila minna fengu dýrmætar mínútur í skrokkinn. Þetta er mjög gott og það er gott að vera kominn í úrslitaleikinn.“ Óskar segist erfitt að fara fram á fleiri mörk en liðið skoraði í kvöld en yfirburðir Blika voru miklir í leiknum. „Nei nei, ég ætla ekkert að fara fram á það. Mér fannst boltinn fljóta vel og í seinni hálfleik þá fórum við fram á við og skrefin hjá þeim þyngdust. Seinni hálfleikur var mjög flottur og við hefðum alveg getað farið betur með færin sem við fengum. Evrópuleikir eru þess eðlis að þú verður að bera virðingu fyrir þeim og þessi sigur er góður og öflugur.“ Á von á jöfnum leik á föstudag Breiðablik mætir eins og áður segir liði Budućnost Podgorica í úrslitaleik um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á föstudag. Óskar Hrafn býst við jöfnum leik en liðin mættust í Evrópukeppninni í fyrra þar sem hart var barist. „Ég sé bara leik sem er 50/50 og ég held þetta verði mjög jafn leikur. Budućnost er með gott lið, þeir eru líkamlega sterkir og kröftugir. Við þurfum að eiga toppleik og það má ekkert út af bregða. Við þurfum að halda einbeitingu í níutíu mínútur og vera orkumiklir.“ Óskar Hrafn bendir þó á þann kost fyrir Blika að lið Podgorica er að mæta aftur til leiks eftir sumarfrí í Svartfjallalandi. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þeir eru að koma eftir sumarfrí þannig að við eigum að vera í betra formi og betra leikformi en þeir. Við þurfum að sjá til þess að það skíni í gegn og eina leiðin til að gera það er að mæta af krafti með fyrsta skrefið öflugt og keyra yfir þá.“ Eftir mikla yfirburði í upphafi leiks í kvöld tókst liði Tre Penne að minnka muninn í 2-1 í fyrri hálfleiknum. Óskar Hrafn sagði óþarfi að einblína á nánast það eina sem fór úrskeiðis í leiknum. „Já, auðvitað er þetta hluti af því sem við töluðum um fyrir leikinn að vera betri í því að dekka inn í teig og koma í veg fyrir fyrirgjafir þannig að það var ekki gott. En það er alls ekki eitthvað sem við ætlum að einblína á og það hefur aldrei verið okkur til hagsbóta að einblína á eina hlutinn sem fór úrskeiðis þannig lagað.“ „Við skorum sjö mörk og fáum á okkur eitt. Við þurfum að vinna í þessu og verða betri og eigum að vera betri í að verjast fyrirgjöfum. Það er bara verkefni sem er endalaust vinna.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira