Umfjöllun: ÍBV - KA 2-0 | Eyjamenn komust úr fallsæti með sigri gegn KA Hjörvar Ólafsson skrifar 28. júní 2023 18:54 Vísir/Diego Það voru Bjarki Björn Gunnarsson og Oliver Heiðarsson sem tryggðu ÍBV stigin þrjú með mörkum á fjógurra mínútna kafla eftir rúmlega klukkutíma leik. Eyjamenn hafa 13 stig og sitja í áttunda sæti deildarinnar eftir þennan sigur en KA er hins vegar í fimmta sæti með 17 stig. Af hverju vann ÍBV? Þetta var mikill baráttuleikur þar sem fagurfræðin var ekki í fyrirrúmi í vindinum í Vestmanneyjum. Eyjamenn nýttu færi sín betur og fóru þar af leiðandi með sigur af hólmi. Hvað gekk illa? KA-menn náðu ekki að skapa mörg opin marktækifæri og þegar hálffærin gáfust voru framherjum liðsins mislagðar fætur. Hverjir sköruðu fram úr? Oliver lagði upp fyrra mark Eyjaliðsins og skoraði það seinna. Þá voru Bjarki Björn og Tómas Bent Magnússon öflugir inni á miðsvæðinu. Hvað gerist næst? ÍBV fær Fram í heimsókn laugardaginn 8. júlí og KA sækir FH heim sama dag. Besta deild karla ÍBV KA
Það voru Bjarki Björn Gunnarsson og Oliver Heiðarsson sem tryggðu ÍBV stigin þrjú með mörkum á fjógurra mínútna kafla eftir rúmlega klukkutíma leik. Eyjamenn hafa 13 stig og sitja í áttunda sæti deildarinnar eftir þennan sigur en KA er hins vegar í fimmta sæti með 17 stig. Af hverju vann ÍBV? Þetta var mikill baráttuleikur þar sem fagurfræðin var ekki í fyrirrúmi í vindinum í Vestmanneyjum. Eyjamenn nýttu færi sín betur og fóru þar af leiðandi með sigur af hólmi. Hvað gekk illa? KA-menn náðu ekki að skapa mörg opin marktækifæri og þegar hálffærin gáfust voru framherjum liðsins mislagðar fætur. Hverjir sköruðu fram úr? Oliver lagði upp fyrra mark Eyjaliðsins og skoraði það seinna. Þá voru Bjarki Björn og Tómas Bent Magnússon öflugir inni á miðsvæðinu. Hvað gerist næst? ÍBV fær Fram í heimsókn laugardaginn 8. júlí og KA sækir FH heim sama dag.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti