Trump kærir konuna sem hann braut á kynferðislega Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. júní 2023 11:42 Trump braut á Carroll í verslunarhúsnæði í New York árið 1996. EPA Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E Jean Carroll sem hann var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á. Carroll hefur sagt Trump hafa nauðgað sér. Þann 9. maí síðastliðinn var Trump dæmdur fyrir kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð Carroll af dómstól í New York borg. Var Trump dæmdur í einkamáli til að greiða fimm milljónir dollara í miskabætur, eða um 690 milljón króna. Kæra Trump, sem lögð var fram á þriðjudag, lýtur að ummælum sem Carroll lét falla eftir uppkvaðningu dómsins. Það er að Trump hafi nauðgað henni. Dómurinn lýtur að kynferðisofbeldi án tilgreiningar á tegund þess. Fer Trump fram á að Carroll dragi þessi ummæli til baka auk þess að greiða bætur. Ekki er nefnd nein upphæð í því samhengi. Carroll, sem starfaði sem greinahöfundur hjá tímaritinu Elle, greindi fyrst frá ofbeldi Trump árið 2019. Það er að hann hafi nauðgað henni í verslunarhúsnæði í New York árið 1996. Eftir að Carroll steig fram sagði Trump hana þá lygara og var hann dæmdur fyrir það í maí. Í frétt breska blaðsins The Guardian um málið er sagt að ólíklegt sé að málaferlum Trump og Carroll ljúki á næstunni. Auk þessarar nýju kæru hefur Trump áfrýjað dóminum frá því í maí. Þá hefur Carroll einnig kært Trump á nýjan leik fyrir meiðyrði, vegna ummæla sem hann hafði uppi eftir að dómurinn í maí féll. Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kynferðisbrotamál Trump muni verða til umræðu í kosningabaráttunni Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að kynferðisbrots dómur Donald Trump munu vafalaust verða til umræðu í kosningabaráttunni. Óvíst sé hver áhrifin verða í atkvæðum talið. 10. maí 2023 12:20 „Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28. apríl 2023 08:59 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Þann 9. maí síðastliðinn var Trump dæmdur fyrir kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð Carroll af dómstól í New York borg. Var Trump dæmdur í einkamáli til að greiða fimm milljónir dollara í miskabætur, eða um 690 milljón króna. Kæra Trump, sem lögð var fram á þriðjudag, lýtur að ummælum sem Carroll lét falla eftir uppkvaðningu dómsins. Það er að Trump hafi nauðgað henni. Dómurinn lýtur að kynferðisofbeldi án tilgreiningar á tegund þess. Fer Trump fram á að Carroll dragi þessi ummæli til baka auk þess að greiða bætur. Ekki er nefnd nein upphæð í því samhengi. Carroll, sem starfaði sem greinahöfundur hjá tímaritinu Elle, greindi fyrst frá ofbeldi Trump árið 2019. Það er að hann hafi nauðgað henni í verslunarhúsnæði í New York árið 1996. Eftir að Carroll steig fram sagði Trump hana þá lygara og var hann dæmdur fyrir það í maí. Í frétt breska blaðsins The Guardian um málið er sagt að ólíklegt sé að málaferlum Trump og Carroll ljúki á næstunni. Auk þessarar nýju kæru hefur Trump áfrýjað dóminum frá því í maí. Þá hefur Carroll einnig kært Trump á nýjan leik fyrir meiðyrði, vegna ummæla sem hann hafði uppi eftir að dómurinn í maí féll.
Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kynferðisbrotamál Trump muni verða til umræðu í kosningabaráttunni Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að kynferðisbrots dómur Donald Trump munu vafalaust verða til umræðu í kosningabaráttunni. Óvíst sé hver áhrifin verða í atkvæðum talið. 10. maí 2023 12:20 „Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28. apríl 2023 08:59 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Kynferðisbrotamál Trump muni verða til umræðu í kosningabaráttunni Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að kynferðisbrots dómur Donald Trump munu vafalaust verða til umræðu í kosningabaráttunni. Óvíst sé hver áhrifin verða í atkvæðum talið. 10. maí 2023 12:20
„Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28. apríl 2023 08:59