Enski boltinn

Fé­laga­skiptin til Totten­ham stað­fest

Smári Jökull Jónsson skrifar
James Maddison er orðinn leikmaður Tottenham.
James Maddison er orðinn leikmaður Tottenham. Twittersíða Tottenham

Enski landsliðsmaðurinn James Maddison er genginn til liðs við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham greiðir Leicester 40 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Þegar Leicester City féll úr ensku úrvalsdeildinni fóru strax af stað vangaveltur hvort sterkustu leikmenn liðanna myndu finna sér nýtt lið í úrvalsdeildinni. Einn þeirra var James Maddison sem ætlaði sér greinilega ekki að spila í Championship deildinni.

Maddison hefur nú fundið sér nýtt félag. Hann skrifaði í dag undir samning við Tottenham Hotspur en Lundúnafélagið kaupir hann af Leicester á 40 milljónir punda. Hann var undir smásjá fleiri liða og hafði meðal annars verið orðaður við Newcastle og Arsenal.

Maddison 26 ára gamall og hefur leikið 163 leiki fyrir Leicester síðan hann gekk til liðs við félagið árið 2018. Hann hefur þar að auki skorað 43 mörk en hann leikur sem framliggjandi miðjumaður og mun styrkja lið Tottenham verulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×