Lífið

Frestar tón­leika­ferða­laginu eftir dvöl á gjör­gæslu

Atli Ísleifsson skrifar
Madonna er ein söluhæsta tónlistarkona sögunnar.
Madonna er ein söluhæsta tónlistarkona sögunnar. AP

Bandaríska söngkonan Madonna heftir frestað tónleikaferðalagi sínu eftir að hafa verið flutt á gjörgæslu vegna alvarlegrar bakteríusýkingar.

Umboðsmaður söngkonunnar, Guy Oseary, segir að sýkingin hafi verið „alvarleg“ og leitt til þess að hún hafi þurft að liggja á gjörgæslu sjúkrahúss í nokkra daga. Þó sé búist við að hún muni ná sér að fullu.

Oseary segir að heilsu Madonnu fari batnandi en að hún njóti enn aðhlynningar lækna. Í frétt BBC segir að Madonna liggi nú inni á sjúkrahúsi í New York.

Reiknað var með að hin 64 ára Madonna myndi hefja tónleikaferðalag sitt, Celebration Tour, í næsta mánuði þar sem fyrirhugaðir voru 84 tónleikar um allan heim.

Madonna hugðist með tónleikaferðalaginu fagna að fjörutíu ár væri liðin frá því að fyrsti stórsmellur hennar var gefinn út, Holiday. Um var að ræða fyrsta tónleikaferðalag hennar um heiminn þar sem hún hugðist  að spila öll vinsælustu lög sín, frekar en þar sem uppistaðan væri lög af nýjustu plötunni hverju sinni.

Til stóð að tónleikaferðalagið myndi hefjast í Vancouver í Kanada um miðjan næsta mánuð og ljúka í Mexíkóborg í lok janúarmánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.