Mest verðlaunaða umhverfisslysið skaðar samgöngur þjóðar og lífsskilyrði Matthías Arngrímsson skrifar 29. júní 2023 14:01 Mest verðlaunaði meirihluti borgarstjórnar frá upphafi fyrir vanhæfni, yfirgang og skelfilega óstjórn fjármála samþykkti á dögunum breytt deiliskipulag fyrir Nýja Skerjafjörð á fölskum forsendum. Íbúar Skerjafjarðar hafa verið virtir að vettugi og gaslýstir þrátt fyrir mikla baráttu við að fá upplýsingar og svör við fyrirspurnum, áhyggjum og mótmælum. Sem fyrrverandi íbúi í hverfinu finn ég til með fyrrverandi nágrönnum mínum sem munu horfa upp á fallega hverfið sitt eyðilagt og lífsgæðin verulega skert. Það er greinilega einhver misskilningur á ferðinni. Borgarstjórn á að vinna FYRIR íbúana, en ekki GEGN þeim. Það væri fróðlegt að skoða listann yfir þá aðila sem eiga að fá lóðir og byggja á svæðinu, því það er verið að vinna fyrir þá, en ekki borgarbúa eða landsmenn, svipað og gert var á Hlíðarendasvæðinu. Hvers vegna fengu „óhagnaðardrifin“ byggingarfélög og stúdentar ekki bensínstöðvarreitina, t.d. við Birkimel eða Ægisíðu? Deiliskipulag í eigin tómi Borgarstjóri og formaður Umhverfis- og skipulagsráðs tönnlast á hversu mörg verðlaun þetta deiliskipulag hefur fengið. Eru verðlaunin aðeins veitt fyrir hluta deiliskipulagsins innan teikningar? Maður hefði haldið að það þyrfti líka að hafa góð áhrif á umhverfi sitt út fyrir teikningarnar, sem það gerir alls ekki samanber eyðileggingu náttúru fjörunnar og griðlands fugla. Það þyrfti að hafa góð áhrif á aðliggjandi byggð sem það gerir alls ekki miðað við áhyggjur og mótmæli íbúa Skerjafjarðar og nærliggjandi hverfa. Það þyrfti að hafa góð áhrif á sambýlið við flugvöllinn, sem það gerir alls ekki þar sem veruleg hætta er á að samgöngur þjóðarinnar við höfuðborgina skerðist verulega og komi m.a. í veg fyrir sjúkraflug. Það þyrfti líka að hafa góð áhrif á borgina almennt, sem það gerir alls ekki vegna fyrirhugaðra framkvæmda með flutningi á 13.000 vörubílsförmum af olíumenguðum jarðvegi gegnum borgina auk þess sem ef af byggingu alls svæðisins verður, munu umferðarteppur og tafir í lífi borgarbúa margfaldast. Svo væri fróðlegt að vita hvort íbúar Reykjavíkur eiga að borga þennan flutning með útsvari sínu eða hvort framkvæmdaaðilar muni borga, sem er eðlilegra og sjálfsagt. Hverjum dettur í hug að veita svona umhverfisslysi sem skaðar samgöngur þjóðar verðlaun? Náttúrufræðistofnun hefur skoðað að friða eigi fjöruna í Skerjafirði. Sífellt fleiri eru að komast á þá skoðun. „Vér mótmælum allir“ Það er með ólíkindum að ætla að keyra áfram deiliskipulag eftir öll þau mótmæli sem fjölmargir aðilar hafa lagt fram; íbúasamtök, náttúruverndarsamtök, fuglafræðingar, Skerfirðingar, flugrekstraraðilar, Öryggisnefnd félags íslenskra atvinnuflugmanna, sérfræðingar í samgöngumálum borga, viðbragðsaðilar, Seltirningar, landsbyggðarfólk sem vill komast til borgarinnar, bæjarstjórar vegna takmörkunar á aðgengi að heilbrigðisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu, læknar, sjúkraflugmenn, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fleiri. Heyrnarleysi og blinda ráða í þessu máli eins og fleirum hjá sitjandi borgarstjórnarmeirihluta. Ríkisstjórnin og Alþingi verða að verja samgönguinnviði þjóðarinnar og taka í taumana til að leysa flugvöllinn úr þessu umsátri borgarstjórnarmeirihlutans í eitt skipti fyrir öll því það er greinilegt að undirritað samkomulag um að láta hann í friði í þeirri mynd og nýtingu sem hann er, er svikið blákalt. Borgarstjóri minnir á Covid í flugvallarmálinu. Alltaf þegar maður heldur að maður sé laus við einkennin, þá dúkkar upp nýtt afbrigði. Viljandi litið framhjá alvarlegum staðreyndum Í deiliskipulaginu stendur orðrétt: „2.2. Áhrif á Reykjavíkurflugvöll Deiliskipulag fyrir nýja byggð í Skerjafirði mun ekki skerða starfsemi eða nýtingu Reykjavíkurflugvallar. Byggðin stendur utan við öryggissvæði flugvallarins og mun ekki fara upp fyrir hindrunarflöt flugvallarins." Enn fremur stendur: "Nýtt deiliskipulag og uppbygging mun því ekki raska flugöryggi eða þjónustustigi flugvallarins nema að óverulegu leyti líkt og á við núverandi byggð umhverfis flugvöllinn.“ Seinna stendur: „3.11. Vindgreining ...Niðurstöður sýna að breyting verður á vindafari á flugbrautum í ákveðnum vindáttum en ekki að breytingar verði til hins verra eða að flugbrautir verði ónothæfar.“ Þessi atriði eru öll röng að sjálfsögðu skv. niðurstöðum í skýrslu starfshóps Innviðaráðherra þar sem frekari rannsókna á þessum atriðum er þörf og það kom margoft fram í skýrslunni. Sömuleiðis er mikið rætt um mikilvægi mótvægisaðgerða sem teljast nauðsynlegar. En mótvægisaðgerðir þýða hreina og klára skerðingu á nýtingu vallarins og það samræmist ekki samkomulaginu sem undirritað var 2019 svo það er svikið. Þannig hafa hrein ósannindi verið lögð fram til samþykktar í borgarstjórn. Til dæmis á eftir að gera ítarlegri rannsóknir á áhrif úrkomu á flugbrautir við aðstæður í hliðarvindi, áhrif kviku og ókyrrðar yfir flugbrautum af hæstu húsunum í deiliskipulaginu, myndun ísingar á brautum vegna skuggavarps og fleiri mikilvæg atriði sem hafa bein og neikvæð áhrif á flugöryggi. Deiliskipulagið er þannig að hluta til byggt á röngum forsendum og á því að flugvöllurinn SÉ EKKI ÞARNA. Þetta er merki um þau vinnubrögð sem meirihlutinn stundar. Fölskum forsendum er ítrekað slegið fram sem sannleika og moðreykur villandi upplýsinga verður ráðandi. Landsmenn eiga það skilið að stjórn höfuðborgarinnar sé ábyrg fyrir gjörðum sínum, segi satt og rétt frá og hugsi um hag allra landsmanna í hlutverki sínu sem höfuðborg. Orðið siðblinda kemur oft upp í vangaveltum um þessa skaðlegu pólitík gegn þjóðinni. Réttast af öllu væri að draga þetta deiliskipulag tilbaka, afhenda ríkinu aftur landið undir braut 06 og ljúka þeim nauðsynlegu rannsóknum sem þarf að framkvæma og endurskoða svo málið að þeim loknum. Annað er hreint og klárt fúsk. Virðingarfyllst, Matthías Arngrímsson Höfundur er fyrrverandi Skerfirðingur, flugstjóri og flugkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Matthías Arngrímsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mest verðlaunaði meirihluti borgarstjórnar frá upphafi fyrir vanhæfni, yfirgang og skelfilega óstjórn fjármála samþykkti á dögunum breytt deiliskipulag fyrir Nýja Skerjafjörð á fölskum forsendum. Íbúar Skerjafjarðar hafa verið virtir að vettugi og gaslýstir þrátt fyrir mikla baráttu við að fá upplýsingar og svör við fyrirspurnum, áhyggjum og mótmælum. Sem fyrrverandi íbúi í hverfinu finn ég til með fyrrverandi nágrönnum mínum sem munu horfa upp á fallega hverfið sitt eyðilagt og lífsgæðin verulega skert. Það er greinilega einhver misskilningur á ferðinni. Borgarstjórn á að vinna FYRIR íbúana, en ekki GEGN þeim. Það væri fróðlegt að skoða listann yfir þá aðila sem eiga að fá lóðir og byggja á svæðinu, því það er verið að vinna fyrir þá, en ekki borgarbúa eða landsmenn, svipað og gert var á Hlíðarendasvæðinu. Hvers vegna fengu „óhagnaðardrifin“ byggingarfélög og stúdentar ekki bensínstöðvarreitina, t.d. við Birkimel eða Ægisíðu? Deiliskipulag í eigin tómi Borgarstjóri og formaður Umhverfis- og skipulagsráðs tönnlast á hversu mörg verðlaun þetta deiliskipulag hefur fengið. Eru verðlaunin aðeins veitt fyrir hluta deiliskipulagsins innan teikningar? Maður hefði haldið að það þyrfti líka að hafa góð áhrif á umhverfi sitt út fyrir teikningarnar, sem það gerir alls ekki samanber eyðileggingu náttúru fjörunnar og griðlands fugla. Það þyrfti að hafa góð áhrif á aðliggjandi byggð sem það gerir alls ekki miðað við áhyggjur og mótmæli íbúa Skerjafjarðar og nærliggjandi hverfa. Það þyrfti að hafa góð áhrif á sambýlið við flugvöllinn, sem það gerir alls ekki þar sem veruleg hætta er á að samgöngur þjóðarinnar við höfuðborgina skerðist verulega og komi m.a. í veg fyrir sjúkraflug. Það þyrfti líka að hafa góð áhrif á borgina almennt, sem það gerir alls ekki vegna fyrirhugaðra framkvæmda með flutningi á 13.000 vörubílsförmum af olíumenguðum jarðvegi gegnum borgina auk þess sem ef af byggingu alls svæðisins verður, munu umferðarteppur og tafir í lífi borgarbúa margfaldast. Svo væri fróðlegt að vita hvort íbúar Reykjavíkur eiga að borga þennan flutning með útsvari sínu eða hvort framkvæmdaaðilar muni borga, sem er eðlilegra og sjálfsagt. Hverjum dettur í hug að veita svona umhverfisslysi sem skaðar samgöngur þjóðar verðlaun? Náttúrufræðistofnun hefur skoðað að friða eigi fjöruna í Skerjafirði. Sífellt fleiri eru að komast á þá skoðun. „Vér mótmælum allir“ Það er með ólíkindum að ætla að keyra áfram deiliskipulag eftir öll þau mótmæli sem fjölmargir aðilar hafa lagt fram; íbúasamtök, náttúruverndarsamtök, fuglafræðingar, Skerfirðingar, flugrekstraraðilar, Öryggisnefnd félags íslenskra atvinnuflugmanna, sérfræðingar í samgöngumálum borga, viðbragðsaðilar, Seltirningar, landsbyggðarfólk sem vill komast til borgarinnar, bæjarstjórar vegna takmörkunar á aðgengi að heilbrigðisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu, læknar, sjúkraflugmenn, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fleiri. Heyrnarleysi og blinda ráða í þessu máli eins og fleirum hjá sitjandi borgarstjórnarmeirihluta. Ríkisstjórnin og Alþingi verða að verja samgönguinnviði þjóðarinnar og taka í taumana til að leysa flugvöllinn úr þessu umsátri borgarstjórnarmeirihlutans í eitt skipti fyrir öll því það er greinilegt að undirritað samkomulag um að láta hann í friði í þeirri mynd og nýtingu sem hann er, er svikið blákalt. Borgarstjóri minnir á Covid í flugvallarmálinu. Alltaf þegar maður heldur að maður sé laus við einkennin, þá dúkkar upp nýtt afbrigði. Viljandi litið framhjá alvarlegum staðreyndum Í deiliskipulaginu stendur orðrétt: „2.2. Áhrif á Reykjavíkurflugvöll Deiliskipulag fyrir nýja byggð í Skerjafirði mun ekki skerða starfsemi eða nýtingu Reykjavíkurflugvallar. Byggðin stendur utan við öryggissvæði flugvallarins og mun ekki fara upp fyrir hindrunarflöt flugvallarins." Enn fremur stendur: "Nýtt deiliskipulag og uppbygging mun því ekki raska flugöryggi eða þjónustustigi flugvallarins nema að óverulegu leyti líkt og á við núverandi byggð umhverfis flugvöllinn.“ Seinna stendur: „3.11. Vindgreining ...Niðurstöður sýna að breyting verður á vindafari á flugbrautum í ákveðnum vindáttum en ekki að breytingar verði til hins verra eða að flugbrautir verði ónothæfar.“ Þessi atriði eru öll röng að sjálfsögðu skv. niðurstöðum í skýrslu starfshóps Innviðaráðherra þar sem frekari rannsókna á þessum atriðum er þörf og það kom margoft fram í skýrslunni. Sömuleiðis er mikið rætt um mikilvægi mótvægisaðgerða sem teljast nauðsynlegar. En mótvægisaðgerðir þýða hreina og klára skerðingu á nýtingu vallarins og það samræmist ekki samkomulaginu sem undirritað var 2019 svo það er svikið. Þannig hafa hrein ósannindi verið lögð fram til samþykktar í borgarstjórn. Til dæmis á eftir að gera ítarlegri rannsóknir á áhrif úrkomu á flugbrautir við aðstæður í hliðarvindi, áhrif kviku og ókyrrðar yfir flugbrautum af hæstu húsunum í deiliskipulaginu, myndun ísingar á brautum vegna skuggavarps og fleiri mikilvæg atriði sem hafa bein og neikvæð áhrif á flugöryggi. Deiliskipulagið er þannig að hluta til byggt á röngum forsendum og á því að flugvöllurinn SÉ EKKI ÞARNA. Þetta er merki um þau vinnubrögð sem meirihlutinn stundar. Fölskum forsendum er ítrekað slegið fram sem sannleika og moðreykur villandi upplýsinga verður ráðandi. Landsmenn eiga það skilið að stjórn höfuðborgarinnar sé ábyrg fyrir gjörðum sínum, segi satt og rétt frá og hugsi um hag allra landsmanna í hlutverki sínu sem höfuðborg. Orðið siðblinda kemur oft upp í vangaveltum um þessa skaðlegu pólitík gegn þjóðinni. Réttast af öllu væri að draga þetta deiliskipulag tilbaka, afhenda ríkinu aftur landið undir braut 06 og ljúka þeim nauðsynlegu rannsóknum sem þarf að framkvæma og endurskoða svo málið að þeim loknum. Annað er hreint og klárt fúsk. Virðingarfyllst, Matthías Arngrímsson Höfundur er fyrrverandi Skerfirðingur, flugstjóri og flugkennari.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun