Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 14:06 Salwan Momika, írakskur maður búsettur í Svíþjóð, kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í miðborg Stokkhólms í gær. Vísir/EPA Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. Sænska utanríkisráðuneytið hefur ekki tjáð sig um árásina á sendiráðið en sænskir fjölmiðlar segja að mótmælendur hafi brotið sér leið inn í það og kveikt í sænskum fána. Myndband frá arabískri útgáfu Sky News sýnir fólk klifra utan á byggingu sem hýsir sendiráðið. # .. # _ # # _ pic.twitter.com/Tox3ikyw6F— (@skynewsarabia) June 29, 2023 Tilefni mótmælanna var enn ein Kóranbrennan í miðborg Stokkhólms í gær. Ólíkt fyrri skiptum þar sem þekktur hægriöfgamaður var að verki var það írakskur maður búsettur í Svíþjóð sem fékk leyfi fyrir mótmælum og kveikti í Kóran fyrir utan mosku í miðborginni. Sænska lögreglan segist nú rannsaka hvort hvatt hafi verið til haturs á mótmælunum. Viðbrögð ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta voru skjót og hörð. Tyrknesk stjórnvöld, sem stöðvuðu NATO-umsókn Svía meðal annars vegna Kóranbrenna, sögðu brennuna nú „fyrirlitlega“. Ólíðandi væri að slíkt hatur á íslam ætti sér stað undir yfirskini tjáningarfrelsis. Írönsk, íröksk, sádiarabísk og egypsk stjórnvöld hafa sömuleiðis fordæmt brennuna harðlega og Marokkó og Jórdaníu hafa kallað sendiherra sína heim frá Stokkhólmi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Kóranbrennurnar séu löglegar en óviðeigandi. Svíþjóð Tyrkland Trúmál Írak Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Sænska utanríkisráðuneytið hefur ekki tjáð sig um árásina á sendiráðið en sænskir fjölmiðlar segja að mótmælendur hafi brotið sér leið inn í það og kveikt í sænskum fána. Myndband frá arabískri útgáfu Sky News sýnir fólk klifra utan á byggingu sem hýsir sendiráðið. # .. # _ # # _ pic.twitter.com/Tox3ikyw6F— (@skynewsarabia) June 29, 2023 Tilefni mótmælanna var enn ein Kóranbrennan í miðborg Stokkhólms í gær. Ólíkt fyrri skiptum þar sem þekktur hægriöfgamaður var að verki var það írakskur maður búsettur í Svíþjóð sem fékk leyfi fyrir mótmælum og kveikti í Kóran fyrir utan mosku í miðborginni. Sænska lögreglan segist nú rannsaka hvort hvatt hafi verið til haturs á mótmælunum. Viðbrögð ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta voru skjót og hörð. Tyrknesk stjórnvöld, sem stöðvuðu NATO-umsókn Svía meðal annars vegna Kóranbrenna, sögðu brennuna nú „fyrirlitlega“. Ólíðandi væri að slíkt hatur á íslam ætti sér stað undir yfirskini tjáningarfrelsis. Írönsk, íröksk, sádiarabísk og egypsk stjórnvöld hafa sömuleiðis fordæmt brennuna harðlega og Marokkó og Jórdaníu hafa kallað sendiherra sína heim frá Stokkhólmi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Kóranbrennurnar séu löglegar en óviðeigandi.
Svíþjóð Tyrkland Trúmál Írak Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14
Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56