Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 14:06 Salwan Momika, írakskur maður búsettur í Svíþjóð, kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í miðborg Stokkhólms í gær. Vísir/EPA Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. Sænska utanríkisráðuneytið hefur ekki tjáð sig um árásina á sendiráðið en sænskir fjölmiðlar segja að mótmælendur hafi brotið sér leið inn í það og kveikt í sænskum fána. Myndband frá arabískri útgáfu Sky News sýnir fólk klifra utan á byggingu sem hýsir sendiráðið. # .. # _ # # _ pic.twitter.com/Tox3ikyw6F— (@skynewsarabia) June 29, 2023 Tilefni mótmælanna var enn ein Kóranbrennan í miðborg Stokkhólms í gær. Ólíkt fyrri skiptum þar sem þekktur hægriöfgamaður var að verki var það írakskur maður búsettur í Svíþjóð sem fékk leyfi fyrir mótmælum og kveikti í Kóran fyrir utan mosku í miðborginni. Sænska lögreglan segist nú rannsaka hvort hvatt hafi verið til haturs á mótmælunum. Viðbrögð ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta voru skjót og hörð. Tyrknesk stjórnvöld, sem stöðvuðu NATO-umsókn Svía meðal annars vegna Kóranbrenna, sögðu brennuna nú „fyrirlitlega“. Ólíðandi væri að slíkt hatur á íslam ætti sér stað undir yfirskini tjáningarfrelsis. Írönsk, íröksk, sádiarabísk og egypsk stjórnvöld hafa sömuleiðis fordæmt brennuna harðlega og Marokkó og Jórdaníu hafa kallað sendiherra sína heim frá Stokkhólmi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Kóranbrennurnar séu löglegar en óviðeigandi. Svíþjóð Tyrkland Trúmál Írak Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Sænska utanríkisráðuneytið hefur ekki tjáð sig um árásina á sendiráðið en sænskir fjölmiðlar segja að mótmælendur hafi brotið sér leið inn í það og kveikt í sænskum fána. Myndband frá arabískri útgáfu Sky News sýnir fólk klifra utan á byggingu sem hýsir sendiráðið. # .. # _ # # _ pic.twitter.com/Tox3ikyw6F— (@skynewsarabia) June 29, 2023 Tilefni mótmælanna var enn ein Kóranbrennan í miðborg Stokkhólms í gær. Ólíkt fyrri skiptum þar sem þekktur hægriöfgamaður var að verki var það írakskur maður búsettur í Svíþjóð sem fékk leyfi fyrir mótmælum og kveikti í Kóran fyrir utan mosku í miðborginni. Sænska lögreglan segist nú rannsaka hvort hvatt hafi verið til haturs á mótmælunum. Viðbrögð ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta voru skjót og hörð. Tyrknesk stjórnvöld, sem stöðvuðu NATO-umsókn Svía meðal annars vegna Kóranbrenna, sögðu brennuna nú „fyrirlitlega“. Ólíðandi væri að slíkt hatur á íslam ætti sér stað undir yfirskini tjáningarfrelsis. Írönsk, íröksk, sádiarabísk og egypsk stjórnvöld hafa sömuleiðis fordæmt brennuna harðlega og Marokkó og Jórdaníu hafa kallað sendiherra sína heim frá Stokkhólmi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Kóranbrennurnar séu löglegar en óviðeigandi.
Svíþjóð Tyrkland Trúmál Írak Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14
Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56