Dagur les Peterson pistilinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2023 15:57 Borgarstjóri Reykjavíkur var ósáttur við að kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson teldi það ómerkilega dyggðaskreytingu að stilla sér upp við regnbogastíginn á Skólavörðustíg. vísir Kanadíski sálfræðingurinn og Íslandsvinurinn Jordan Petersson varar forsætisráðherra sinn Justin Trudeau um að „ganga of langt“ með „hinsegin tímabili“ hans. Tilefni þess var mynd sem Trudeau birti af sér á Twitter við regnbogastíginn á Skólavörðustíg í Reykjavík. Nú hefur Dagur B. Eggertsson blandað sér í umræðuna og les Peterson pistilinn á miðlinum. Trudeau og Peterson hafa lengi eldað grátt silfur saman. Peterson vakti meðal annars athygli þegar hann setti sig upp á móti lögum hins fyrrnefna um kynlaus fornöfn í heimalandinu. Trudeau kom hingað til lands sem sérstakur gestur á árlegum sumarfundi norrænna forsætisráðherra í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni, en Ísland var gestgjafi fundarins í ár. Við komu til Reykjavíkur tók Trudeau mynd af sér við regnbogastíginn á Skólavörðustíg. „Gat ekki yfirgefið Reykjavík án þess að heimsækja regnbogastíginn. Til allra sem fagna hinsegin-dögum á Íslandi, Kanada og um allan heim: Gleðilegt hinsegin tímabil (e. Pride season). Took this yesterday before heading home – because we couldn’t leave Reykjavík without visiting Rainbow Street. To everyone celebrating Pride in Iceland, in Canada, and around the world: Happy Pride season! 🏳️🌈🏳️⚧️ pic.twitter.com/GhvrB3CYIT— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 27, 2023 Þessi færsla Trudeau fór öfugt ofan í Peterson sem svaraði tístinu á eftirfarandi hátt: „Þú og þínir dyggðaskreyttu skósveinar hafa augljóslega gengið of langt með „hinsegin-tímabili“,“ skrifar hann. „Þú þekkir engin takmörk en munt einn daginn brotlenda með hausinn á undan á óbifanlegan hlut.“ Þessu svaraði Dagur borgarstjóri og upplýsir Peterson um að regnbogastígurinn sé ekki dyggðaskreyting, heldur til marks um mannréttindi handa öllum. „Það gleður mig að fullvissa þig um að regnbogastígurinn er ekki árstíðarbundinn - hann er varanlegur - líkt og mannréttindi og virðing okkar fyrir þeim,“ skrifar Dagur. Dear @jordanbpeterson - I want to inform you that in Reykjavík our Rainbow-street is not a signal of virtue but of human rights for all. And I am glad to assure you that the Rainbow-street is not seasonal - it is permanent - and so are human rights and our respect for them. https://t.co/WSTiwXHw5p— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 29, 2023 Hinsegin Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mannréttindi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Trudeau og Peterson hafa lengi eldað grátt silfur saman. Peterson vakti meðal annars athygli þegar hann setti sig upp á móti lögum hins fyrrnefna um kynlaus fornöfn í heimalandinu. Trudeau kom hingað til lands sem sérstakur gestur á árlegum sumarfundi norrænna forsætisráðherra í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni, en Ísland var gestgjafi fundarins í ár. Við komu til Reykjavíkur tók Trudeau mynd af sér við regnbogastíginn á Skólavörðustíg. „Gat ekki yfirgefið Reykjavík án þess að heimsækja regnbogastíginn. Til allra sem fagna hinsegin-dögum á Íslandi, Kanada og um allan heim: Gleðilegt hinsegin tímabil (e. Pride season). Took this yesterday before heading home – because we couldn’t leave Reykjavík without visiting Rainbow Street. To everyone celebrating Pride in Iceland, in Canada, and around the world: Happy Pride season! 🏳️🌈🏳️⚧️ pic.twitter.com/GhvrB3CYIT— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 27, 2023 Þessi færsla Trudeau fór öfugt ofan í Peterson sem svaraði tístinu á eftirfarandi hátt: „Þú og þínir dyggðaskreyttu skósveinar hafa augljóslega gengið of langt með „hinsegin-tímabili“,“ skrifar hann. „Þú þekkir engin takmörk en munt einn daginn brotlenda með hausinn á undan á óbifanlegan hlut.“ Þessu svaraði Dagur borgarstjóri og upplýsir Peterson um að regnbogastígurinn sé ekki dyggðaskreyting, heldur til marks um mannréttindi handa öllum. „Það gleður mig að fullvissa þig um að regnbogastígurinn er ekki árstíðarbundinn - hann er varanlegur - líkt og mannréttindi og virðing okkar fyrir þeim,“ skrifar Dagur. Dear @jordanbpeterson - I want to inform you that in Reykjavík our Rainbow-street is not a signal of virtue but of human rights for all. And I am glad to assure you that the Rainbow-street is not seasonal - it is permanent - and so are human rights and our respect for them. https://t.co/WSTiwXHw5p— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 29, 2023
Hinsegin Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mannréttindi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira