Fótbolti

Mosfellingar héldu út og styrktu stöðu sína á toppnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Afturelding trónir á toppi Lengjudeildar karla.
Afturelding trónir á toppi Lengjudeildar karla. INSTAGRAM/@AFTURELDINGKNATTSPYRNA

Afturelding er nú með fimm stiga forskot á toppi Lengjudeildar karla eftir nauman 4-3 sigur gegn Fjölni í toppslag deildarinnar í kvöld.

Ásgeir Marteinson kom heimamönnum í Aftureldingu yfir strax á fjórðu mínútu leiksins áður en Júlíus Már Júlíussons jafnaði metin fyrir gestina aðeins tveimur mínútum síðar.

Arnór Gauti Ragnarsson endurheimti hins vegar forystuna fyrir heimamenn og Elmar Cogic sá til þess að Afturelding fór með 4-1 forystu inn í hálfleikinn með tveimur mörkum sstuttu fyrir hléið.

Gestirnir gáfust þó ekki upp og Máni Austmann Hilmarsson minnkaði muninn fyrir Fjölni á 82. mínútu. Bjarni Hafstein skoraði svo þriðja mark gestanna fimm mínútum síðar, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan varð 4-3 sigur Aftureldingar.

Afturelding trónir því enn á toppi Lengjudeildarinnar, nú með 23 stig eftir níu leiki. Fjölnismenn sitja hins vegar enn í öðru sæti með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×