Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2023 11:25 Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og Sigríður Gísladóttir, formaður samtakanna, gagnrýna ábyrgðarleysi í geðheilbrigðismálum. Vísir Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. Langveik kona lést á geðdeild Landspítalans við Hringbraut eftir að hjúkrunarfræðingur þvingaði ofan í hana tveimur næringardrykkjum í ágúst árið 2021. Þrátt fyrir að sannað þætti að hjúkrunarfræðingurinn hefði þröngvað drykknum ofan í konuna og að það hafi valdið því að hún kafnaði var hann sýknaður af ákæru um manndráp fyrr í þessum mánuði. Ekki þótti sýnt fram á að hjúkrunarfræðingurinn hefði ætlað sér að drepa sjúklinginn. Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri samtakanna, segja að konan sem lést hafi verið beitt ofbeldi í grein sem þau birtu á Vísi í morgun. „Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir,“ skrifa þau. Málinu á geðdeild Landspítalans virðist ætla að ljúka án þess að nokkur beri ábyrgð á því hvernig fór segja forsvarsmenn Geðhjálpar. „Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð?“ skrifa þau Sigríður og Grímur. Gerist á vakt heilbrigðisráðherra Hjúkrunarfræðinginn sem var sýknaður segja þau aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Veikleikar geðheilbrigðiskerfisins hafi ítrekað komið fram í málinu. Við aðalmeðferð málsins kom meðal annars fram að hjúkrunarfræðingurinn var sá eini á vakt þegar konan lést. Með honum á vakt voru þrír óreyndir starfsmenn, tveir þeirra að stíga ein sín fyrstu spor á deildinni. Þá hafði hjúkrunarfræðingurinn unnið nítján vaktir á sextán dögum og hafði fyrr í mánuðinum verið kallaður til vinnu úr sumarfríi vegna manneklu. Þá hafði sjúklingurinn verið greindur með lungnabólgu daginn hann lést. Hann komst ekki að á lyflækningadeild í Fossvogi vegna plássleysis og var því sendur aftur á geðdeildina. Atvikaskráning var gerð vegna þess. Slík skráning er gerð um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurteki sig ekki. „Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað?“ segja þau Sigríður og Grímur. Gagnrýna þau að Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hafi ekkert tjáð sig um mál hjúkrunarfræðingsins og þær alvarlegu ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. „Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð,“ segja þau. Ekki forgangsmál stjórnvalda Geðhjálp hafi ítrekað bent stjórnvöldum á brotalamir í geðheilbrigðiskerfinu. Vísa greinarhöfundarnir meðal annars til þess að sjúklingar séu látnir sæta ýmis konar boðum og bönnum og jafnvel þvingaðir til þess að taka lyf. Um tíu prósent þeirra sem leituðu á geðdeild hafi verið beittir þvingaðri lyfjagjöf samkvæmt rannsókn sem greint var frá í Læknablaðinu fyrr á þessu ári. „Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta,“ segja þau Sigríður og Grímur. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem fólk með geðraskanir dvelur til skemmri eða lengri tíma sé í skötulíki. Ekkert bóli á rannsókn á aðbúnaði og meðferð fólks með geðrænan vanda sem velferðarnefnd Alþingis var falið að koma í farveg. „Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum,“ segja Sigríður og Grímur. Aðgerðaáætlun heilbrigðisráðherra í geðheilbrigðismálum sem Alþingi samþykkti nýlega er ekki pappírsins virði að mati forsvarsmanna Geðhjálpar þar sem hún sé ófjármögnuð. „Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt,“ skrifa formaður og framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Geðheilbrigði Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Langveik kona lést á geðdeild Landspítalans við Hringbraut eftir að hjúkrunarfræðingur þvingaði ofan í hana tveimur næringardrykkjum í ágúst árið 2021. Þrátt fyrir að sannað þætti að hjúkrunarfræðingurinn hefði þröngvað drykknum ofan í konuna og að það hafi valdið því að hún kafnaði var hann sýknaður af ákæru um manndráp fyrr í þessum mánuði. Ekki þótti sýnt fram á að hjúkrunarfræðingurinn hefði ætlað sér að drepa sjúklinginn. Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri samtakanna, segja að konan sem lést hafi verið beitt ofbeldi í grein sem þau birtu á Vísi í morgun. „Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir,“ skrifa þau. Málinu á geðdeild Landspítalans virðist ætla að ljúka án þess að nokkur beri ábyrgð á því hvernig fór segja forsvarsmenn Geðhjálpar. „Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð?“ skrifa þau Sigríður og Grímur. Gerist á vakt heilbrigðisráðherra Hjúkrunarfræðinginn sem var sýknaður segja þau aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Veikleikar geðheilbrigðiskerfisins hafi ítrekað komið fram í málinu. Við aðalmeðferð málsins kom meðal annars fram að hjúkrunarfræðingurinn var sá eini á vakt þegar konan lést. Með honum á vakt voru þrír óreyndir starfsmenn, tveir þeirra að stíga ein sín fyrstu spor á deildinni. Þá hafði hjúkrunarfræðingurinn unnið nítján vaktir á sextán dögum og hafði fyrr í mánuðinum verið kallaður til vinnu úr sumarfríi vegna manneklu. Þá hafði sjúklingurinn verið greindur með lungnabólgu daginn hann lést. Hann komst ekki að á lyflækningadeild í Fossvogi vegna plássleysis og var því sendur aftur á geðdeildina. Atvikaskráning var gerð vegna þess. Slík skráning er gerð um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurteki sig ekki. „Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað?“ segja þau Sigríður og Grímur. Gagnrýna þau að Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hafi ekkert tjáð sig um mál hjúkrunarfræðingsins og þær alvarlegu ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. „Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð,“ segja þau. Ekki forgangsmál stjórnvalda Geðhjálp hafi ítrekað bent stjórnvöldum á brotalamir í geðheilbrigðiskerfinu. Vísa greinarhöfundarnir meðal annars til þess að sjúklingar séu látnir sæta ýmis konar boðum og bönnum og jafnvel þvingaðir til þess að taka lyf. Um tíu prósent þeirra sem leituðu á geðdeild hafi verið beittir þvingaðri lyfjagjöf samkvæmt rannsókn sem greint var frá í Læknablaðinu fyrr á þessu ári. „Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta,“ segja þau Sigríður og Grímur. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem fólk með geðraskanir dvelur til skemmri eða lengri tíma sé í skötulíki. Ekkert bóli á rannsókn á aðbúnaði og meðferð fólks með geðrænan vanda sem velferðarnefnd Alþingis var falið að koma í farveg. „Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum,“ segja Sigríður og Grímur. Aðgerðaáætlun heilbrigðisráðherra í geðheilbrigðismálum sem Alþingi samþykkti nýlega er ekki pappírsins virði að mati forsvarsmanna Geðhjálpar þar sem hún sé ófjármögnuð. „Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt,“ skrifa formaður og framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Geðheilbrigði Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent