Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2023 11:00 Sigríður telur viðhorf Dóru Bjartar lýsa firringu hvað varði tilgang gjalda í bílastæði og nú eigi einfaldlega að leggja auknar kvaðir á íbúa í vesturhluta borgarinnar og svo þá sem haldi atvinnulífi í miðborginni uppi. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. Vísir greindi í gær frá því að tillaga um hækkun bílastæðagjalda í Reykjavíkurborg hafi verið samþykkt. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósenta hækkun á dýrasta svæðinu. Þá á að taka upp þann hátt að rukka fyrir stæði á sunnudögum, sem er nýtt. Sigríði lýst ekki á blikuna og hefur eitt og annað við þetta ráðslag að athuga. Vafasöm rök að baki gjaldheimtunni Hún vitnar til þess sem Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati í borgarstjórn hefur um málið að segja: „Þetta snýst um það að við viljum að fólk geti komið á þessi svæði og fengið bílastæði ef það þarf á því að halda. Frekar en að einhverjir aðilar noti bílastæðin yfir óþarflega langan tíma einungis vegna þess að það er svo þægilegt, af því það er annað hvort ekki gjaldskylda eða þeim finnst gjaldið vera það lágt að þeir geti látið bílinn sinn vera þar heilan dag.“ Sigríður segir að Dóra gefi sem sagt lítið fyrir þá þróun sem borgin beri ábyrgð á, að setja gjaldskyldu inn í hrein íbúðahverfi. Og þar sé vesturhluti borgarinnar einkum undir. Sigríður segir í því sambandi að rök hafi verið færð fyrir gjaldskyldu í íbúðargötum sem hafi lotið að því að koma í veg fyrir að utanaðkomandi nýti stæðin á hefðbundnum vinnutíma sem séu í sjálfu sér umdeilanleg rök. En kynnt sem mikið hagræði fyrir íbúa sem þó þurfa að greiða fyrir að leggja bílum sínum sem er hið svokallaða íbúakort. Íbúar í vesturhluta borgarinnar borga brúsann „Íbúar vesturhluta borgarinnar eru klárlega í annarri og verri stöðu en aðrir hvað varðar bílastæðaþjónstu/gatnagerð borgarinnar sem þeir þó hafa lagt fé til. Hér er um að ræða sérstaka gjaldheimtu sem eðli máls samkvæmt leggst bara á þá og þeirra gesti. Að mínu mati er þetta á mörkum þess að standast jafnræðissjónarmið en uppfyllir alveg örugglega skilyrði um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar,“ segir Sigríður. Sigríður segir tilgangurinn einfaldlega sýna að sækja eigi tekjur til bæði þeirra sem halda uppi vinnustöðum í miðborginni, sem Sigríður telur í sjálfu sér ótrúleg afstaða borgaryfirvalda til atvinnulífs í miðborginni og svo til íbúa. „Gjaldskylda verður meira en hálfan sólarhringinn alla daga. Ekki einu sinni sunnudagar verða heilagir frá bæjardyrum stöðumælasjóðs.“ Samgöngur Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Vísir greindi í gær frá því að tillaga um hækkun bílastæðagjalda í Reykjavíkurborg hafi verið samþykkt. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósenta hækkun á dýrasta svæðinu. Þá á að taka upp þann hátt að rukka fyrir stæði á sunnudögum, sem er nýtt. Sigríði lýst ekki á blikuna og hefur eitt og annað við þetta ráðslag að athuga. Vafasöm rök að baki gjaldheimtunni Hún vitnar til þess sem Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati í borgarstjórn hefur um málið að segja: „Þetta snýst um það að við viljum að fólk geti komið á þessi svæði og fengið bílastæði ef það þarf á því að halda. Frekar en að einhverjir aðilar noti bílastæðin yfir óþarflega langan tíma einungis vegna þess að það er svo þægilegt, af því það er annað hvort ekki gjaldskylda eða þeim finnst gjaldið vera það lágt að þeir geti látið bílinn sinn vera þar heilan dag.“ Sigríður segir að Dóra gefi sem sagt lítið fyrir þá þróun sem borgin beri ábyrgð á, að setja gjaldskyldu inn í hrein íbúðahverfi. Og þar sé vesturhluti borgarinnar einkum undir. Sigríður segir í því sambandi að rök hafi verið færð fyrir gjaldskyldu í íbúðargötum sem hafi lotið að því að koma í veg fyrir að utanaðkomandi nýti stæðin á hefðbundnum vinnutíma sem séu í sjálfu sér umdeilanleg rök. En kynnt sem mikið hagræði fyrir íbúa sem þó þurfa að greiða fyrir að leggja bílum sínum sem er hið svokallaða íbúakort. Íbúar í vesturhluta borgarinnar borga brúsann „Íbúar vesturhluta borgarinnar eru klárlega í annarri og verri stöðu en aðrir hvað varðar bílastæðaþjónstu/gatnagerð borgarinnar sem þeir þó hafa lagt fé til. Hér er um að ræða sérstaka gjaldheimtu sem eðli máls samkvæmt leggst bara á þá og þeirra gesti. Að mínu mati er þetta á mörkum þess að standast jafnræðissjónarmið en uppfyllir alveg örugglega skilyrði um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar,“ segir Sigríður. Sigríður segir tilgangurinn einfaldlega sýna að sækja eigi tekjur til bæði þeirra sem halda uppi vinnustöðum í miðborginni, sem Sigríður telur í sjálfu sér ótrúleg afstaða borgaryfirvalda til atvinnulífs í miðborginni og svo til íbúa. „Gjaldskylda verður meira en hálfan sólarhringinn alla daga. Ekki einu sinni sunnudagar verða heilagir frá bæjardyrum stöðumælasjóðs.“
Samgöngur Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira