Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Hátt í fimmtíu nýja NPA samninga vantar á þessu ári til að ríkið fylgi skuldbindingum sínum sem kveðið er á um í lögum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann NPA miðstöðvarinnar, sem segir fjölmarga þurfa að bíða mánuðum saman eftir að hefja sjálfstætt líf.

Þá verður rætt við forstjóra Húsasmiðjunnar sem hafnar því að vörur hafi veirð hækkaðar í verði til þess eins að telja neytendum trú um að afsláttur á sumarútsölu væri meiri. Valdar vörur í sumarbæklingi hafi farið á almennt listaverð í nokkra daga áður en allsherjarútsala hófst. 

Við kíkjum á Bessastaði en umhverfisráðherra undirritaði í morgun friðlýsingu Bessastaðaness. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir um mikilvægt skref að ræða, til að vernda náttúruna á svæðinu og tryggja komandi kynslóðum ósnortin útivistarsvæði. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×