Sæmundur Bæringsson, eiginmaður Hrannar, segir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni í morgun.
„Ástkær eiginkona mín Hrönn Sigurðardóttir er látin einungis 44 ára gömul eftir gríðarlega erfiða baráttu við illvigt krabbamein. Hún barðist eins og ljón fram á síðustu stundu eins og henni var einni lagið en gat ekki meir,“ segir Sæmundur.
Hrönn vann á ferlinu sínum til fjölda Íslandsmeistaratitla í fitness og keppti meðal annars á stærsta fitness-móti heims, Arnold Classic.
Hrönn lætur eftir sig fjögur börn.