Barði konu með eldhúsrúllustandi og bar fyrir sig neyðarvörn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júní 2023 13:58 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. visir Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn konu sem gisti á heimili hans eftir sambandsslit hennar. Sló maðurinn konuna nokkrum sinnum í bakið með eldhúsrúllustandi en ekki var fallist á málsvörn hans um neyðarvörn. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ágreiningur hafi orðið milli þeirra, að sögn mannsins vegna svarts húmors hans. Hélt hann því fram að konan hafi svívirt hann ítrekað og sagt að það ætti að reka hann úr landi og drepa hann. Hún hefði byrjað að henda hlutum í hann og síðan staðið upp, lamið hann og klórað í andlit hans. Hann hefði svarað þesus með því að ýta henni og lamið hana með eldhúsrúllustandi þrisvar eða fjórum sinnum í sjálfsvörn. Eftir það hafi hún loksins hætt. Sló til mannsins að fyrra bragði Konan hélt því fram að maðurinn hafi verið leiðinlegur við hana umrætt sinn og talað niður til hennar. Á endanum hafi henni verið nóg boðið og slegið til hans með flötum lófa að fyrra bragði. Hann hefði þá tekið upp eldhúsrúllustandinn, hún snúið bakinu að honum og hann lamið hana tíu til tólf sinnum í bakið með standinum. Kvaðst hún hafa viljað hringja á sjúkrabíl en hætt við af hræðslu við afskipti Barnaverndar. Hringdi hún því í vin sem kom og keyrði hana á bráðamóttöku. Kvaðst hún hafa tognað í hálsi og væri enn slæm í allri vinstri hliðnni. Árásin hafi haft mikil áhrif á líf hennar og skólagöngu. Hefði getað komið sér úr aðstæðunum Vitni, tengt manninum fjölskylduböndum, bar um að konan hafi fengið að gista hjá manninum þar sem hún hafi verið að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Hún hafi verið undir áhrifum kannabisefna umrætt kvöld og kastað flösku að mannium og skeytt engu um beiðni hans um að hætta. Sannað var talið að maðurinn hafi ráðist að henni líkt og lýst er hér að framan. Hann bar hins vegar fyrir sig að verkið hafi veðir unnið í neyðarvörn. Ekki var fallist á þá málsvörn þar sem honum hafi ekki verið nauðsynlegt að vinna umrætt verk. Þvert á móti hafi hann getað komið sér úr aðstæðunum án þess að ráðast á konuna. Árás hans var auk þess talin mun hættulegri en sú sem hún sýndi honum í aðdraganda árásarinnar. Var maðurinn því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ágreiningur hafi orðið milli þeirra, að sögn mannsins vegna svarts húmors hans. Hélt hann því fram að konan hafi svívirt hann ítrekað og sagt að það ætti að reka hann úr landi og drepa hann. Hún hefði byrjað að henda hlutum í hann og síðan staðið upp, lamið hann og klórað í andlit hans. Hann hefði svarað þesus með því að ýta henni og lamið hana með eldhúsrúllustandi þrisvar eða fjórum sinnum í sjálfsvörn. Eftir það hafi hún loksins hætt. Sló til mannsins að fyrra bragði Konan hélt því fram að maðurinn hafi verið leiðinlegur við hana umrætt sinn og talað niður til hennar. Á endanum hafi henni verið nóg boðið og slegið til hans með flötum lófa að fyrra bragði. Hann hefði þá tekið upp eldhúsrúllustandinn, hún snúið bakinu að honum og hann lamið hana tíu til tólf sinnum í bakið með standinum. Kvaðst hún hafa viljað hringja á sjúkrabíl en hætt við af hræðslu við afskipti Barnaverndar. Hringdi hún því í vin sem kom og keyrði hana á bráðamóttöku. Kvaðst hún hafa tognað í hálsi og væri enn slæm í allri vinstri hliðnni. Árásin hafi haft mikil áhrif á líf hennar og skólagöngu. Hefði getað komið sér úr aðstæðunum Vitni, tengt manninum fjölskylduböndum, bar um að konan hafi fengið að gista hjá manninum þar sem hún hafi verið að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Hún hafi verið undir áhrifum kannabisefna umrætt kvöld og kastað flösku að mannium og skeytt engu um beiðni hans um að hætta. Sannað var talið að maðurinn hafi ráðist að henni líkt og lýst er hér að framan. Hann bar hins vegar fyrir sig að verkið hafi veðir unnið í neyðarvörn. Ekki var fallist á þá málsvörn þar sem honum hafi ekki verið nauðsynlegt að vinna umrætt verk. Þvert á móti hafi hann getað komið sér úr aðstæðunum án þess að ráðast á konuna. Árás hans var auk þess talin mun hættulegri en sú sem hún sýndi honum í aðdraganda árásarinnar. Var maðurinn því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira