Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Árni Sæberg skrifar 30. júní 2023 18:34 Forsetinn fyrrverandi ræddi við fréttamenn í Belo Horizonte eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. Thomas Santo/AP Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Honum var gefið að sök að hafa grafið undan lýðræði í Brasilíu með því að halda því fram að rafrænar kosningavélar væru viðkvæmar gagnvart tölvuþrjótum og kosningasvindli. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að líklegt sé að lögmenn forsetans fyrrverandi muni áfrýja úrskurði kjörstjórnarinnar. Þeir hafi haldið því fram að fullyrðingar forsetans hafi engin áhrif haft á niðurstöður kosninganna. Bolsonaro tapaði kosningunum gegn núverandi forsetanum Lula da Silva. Átta ára framboðsbannið var látið taka gildi aftur í tímann, til þess tíma sem kosið var síðast til forseta í landinu, 2. október í fyrra. Verði úrskurðinum ekki snúið við af dómstólum mun Bolsonaro því hvorki geta boðið sig fram í næstu forsetakosningum árið 2026 eða sveitarstjórnarkosningum árin 2024 og 2028. Hann mun þó geta boðið sig fram í forsetakosningunum árið 2030. Bolsonaro er 68 ára gamall og hefur verið ansi heilsulítill undanfarin ár. Brasilía Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Honum var gefið að sök að hafa grafið undan lýðræði í Brasilíu með því að halda því fram að rafrænar kosningavélar væru viðkvæmar gagnvart tölvuþrjótum og kosningasvindli. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að líklegt sé að lögmenn forsetans fyrrverandi muni áfrýja úrskurði kjörstjórnarinnar. Þeir hafi haldið því fram að fullyrðingar forsetans hafi engin áhrif haft á niðurstöður kosninganna. Bolsonaro tapaði kosningunum gegn núverandi forsetanum Lula da Silva. Átta ára framboðsbannið var látið taka gildi aftur í tímann, til þess tíma sem kosið var síðast til forseta í landinu, 2. október í fyrra. Verði úrskurðinum ekki snúið við af dómstólum mun Bolsonaro því hvorki geta boðið sig fram í næstu forsetakosningum árið 2026 eða sveitarstjórnarkosningum árin 2024 og 2028. Hann mun þó geta boðið sig fram í forsetakosningunum árið 2030. Bolsonaro er 68 ára gamall og hefur verið ansi heilsulítill undanfarin ár.
Brasilía Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira