Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Fjölmiðlanefnd segir Ríkisútvarpið hafa gerst brotleg við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens sem selur einungis nikótínpúða. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar, sem segir markmið laganna að vernda börn og ungmenni.

Þá heyrum við í fræðslustýru Samtakanna 78 en samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er mikill meirihluti landsmanna telur íslenskt samfélag ekki hafa gengið nógu langt eða gengið hæfilega langt þegar kemur að því að samþykkja fólk sem er trans.

Og Írskir dagar á Akranesi ná hápunkti í dag í tuttugasta og fjórða sinn. Veðrið leikur við hátíðargesti, hátíðarhöldin hafa gengið vel og bærinn er fullur af fólki. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×