Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik | Breiðablik í úrslit Mjólkurbikarsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2023 13:16 Breiðabliksliðið fagnar eftir að ljóst var að þær væru á leið í úrslit Mjólkurbikarsins. vísir/Anton Brink Venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli. Stjarnan komst yfir í upphafi framlengingar en Breiðablik jafnaði metin á 111. mínútu og vann að lokum leikinn eftir vítaspyrnukeppni. Það var augljóslega mikið í húfi fyrir bæði lið í þessum leik. Bæði lið sýndu mikla varkærni í upphafi leiks, lágu langt til baka og spiluðu á fáum mönnum fram á við. Fyrri hálfleikur leiksins var því heldur tíðindalaus og einkenndist af þéttum varnarleik og mörgum föstum leikatriðum. Það var allt undir í dag.vísir/Anton Brink Seinni hálfleikur var töluvert fjörugri en sá fyrri og á 52. mínútu leiksins braut Betsy Doon ísinn fyrir Stjörnukonur eftir fyrirgjöf Jasmínar Erlu. Aðeins tíu mínútum síðar jafnaði Birta Georgsdóttir metin fyrir gestina með glæsilegu marki þar sem hún sólaði sig framhjá þremur varnarmönnum og kláraði færið af miklu öryggi. Það leit allt út fyrir að sigurmark kæmi á lokamínútum leiksins, Stjarnan átti tvö skot í slánna og sköpuðu sér helling af hættulegum færum, en Blikum tókst að halda það út og fengu tækifæri sjálfar til að vinna leikinn á lokamínútu leiksins. En boltinn vildi ekki inn, 1-1 jafntefli varð niðurstaðan og leikurinn framlengdur. Mikil barátta einkenndi leikinn.vísir/Anton Brink Liðin skiptu framlengingunni jafnt á milli sín, Stjarnan uppskar langþráð mark á 92. mínútu þegar Andrea Mist Pálsdóttir kom boltanum í netið. Hálfleikstölur framlengingar 2-1 fyrir Stjörnunni, en Blikar gáfust ekki upp og tóku völdin í síðari hálfleiknum. Hafrún Rakel Halldórsdóttir jafnaði metin fyrir Breiðablik á 111. mínútu eftir hornspyrnu Áslaugar Mundu. Framlenging dugði því ekki til að skilja liðin að og vítaspyrnukeppni framundan. Stjarnan brenndi af fyrstu þremur vítaspyrnum sínum áður en Anítu Ýr tókst að koma fjórðu spyrnunni yfir línuna. En sú líflína dugði ekki, Blikar skoruðu úr öllum sínum spyrnum og niðurstaða vítaspyrnukeppninar 4-1 fyrir Breiðablik. Telma Ívarsdóttir fékk hópknús fyrir að vera hetja liðsins. Hún varði eina spyrnu en hin fór framhjá.vísir/Anton Brink Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Breiðablik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik | Breiðablik í úrslit Mjólkurbikarsins Stjarnan og Breiðablik mættust í undanúrslitum Mjólkurbikar kvenna á Samsung-vellinum í Garðabæ. Breiðablik sigraði eftir vítaspyrnukeppni og mætir Víkingi í úrslitaleik þann 12. ágúst. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum en Stjarnan klúðraði tveimur og eru því úr leik. 1. júlí 2023 13:16
Venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli. Stjarnan komst yfir í upphafi framlengingar en Breiðablik jafnaði metin á 111. mínútu og vann að lokum leikinn eftir vítaspyrnukeppni. Það var augljóslega mikið í húfi fyrir bæði lið í þessum leik. Bæði lið sýndu mikla varkærni í upphafi leiks, lágu langt til baka og spiluðu á fáum mönnum fram á við. Fyrri hálfleikur leiksins var því heldur tíðindalaus og einkenndist af þéttum varnarleik og mörgum föstum leikatriðum. Það var allt undir í dag.vísir/Anton Brink Seinni hálfleikur var töluvert fjörugri en sá fyrri og á 52. mínútu leiksins braut Betsy Doon ísinn fyrir Stjörnukonur eftir fyrirgjöf Jasmínar Erlu. Aðeins tíu mínútum síðar jafnaði Birta Georgsdóttir metin fyrir gestina með glæsilegu marki þar sem hún sólaði sig framhjá þremur varnarmönnum og kláraði færið af miklu öryggi. Það leit allt út fyrir að sigurmark kæmi á lokamínútum leiksins, Stjarnan átti tvö skot í slánna og sköpuðu sér helling af hættulegum færum, en Blikum tókst að halda það út og fengu tækifæri sjálfar til að vinna leikinn á lokamínútu leiksins. En boltinn vildi ekki inn, 1-1 jafntefli varð niðurstaðan og leikurinn framlengdur. Mikil barátta einkenndi leikinn.vísir/Anton Brink Liðin skiptu framlengingunni jafnt á milli sín, Stjarnan uppskar langþráð mark á 92. mínútu þegar Andrea Mist Pálsdóttir kom boltanum í netið. Hálfleikstölur framlengingar 2-1 fyrir Stjörnunni, en Blikar gáfust ekki upp og tóku völdin í síðari hálfleiknum. Hafrún Rakel Halldórsdóttir jafnaði metin fyrir Breiðablik á 111. mínútu eftir hornspyrnu Áslaugar Mundu. Framlenging dugði því ekki til að skilja liðin að og vítaspyrnukeppni framundan. Stjarnan brenndi af fyrstu þremur vítaspyrnum sínum áður en Anítu Ýr tókst að koma fjórðu spyrnunni yfir línuna. En sú líflína dugði ekki, Blikar skoruðu úr öllum sínum spyrnum og niðurstaða vítaspyrnukeppninar 4-1 fyrir Breiðablik. Telma Ívarsdóttir fékk hópknús fyrir að vera hetja liðsins. Hún varði eina spyrnu en hin fór framhjá.vísir/Anton Brink
Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Breiðablik Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik | Breiðablik í úrslit Mjólkurbikarsins Stjarnan og Breiðablik mættust í undanúrslitum Mjólkurbikar kvenna á Samsung-vellinum í Garðabæ. Breiðablik sigraði eftir vítaspyrnukeppni og mætir Víkingi í úrslitaleik þann 12. ágúst. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum en Stjarnan klúðraði tveimur og eru því úr leik. 1. júlí 2023 13:16
Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik | Breiðablik í úrslit Mjólkurbikarsins Stjarnan og Breiðablik mættust í undanúrslitum Mjólkurbikar kvenna á Samsung-vellinum í Garðabæ. Breiðablik sigraði eftir vítaspyrnukeppni og mætir Víkingi í úrslitaleik þann 12. ágúst. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum en Stjarnan klúðraði tveimur og eru því úr leik. 1. júlí 2023 13:16
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“