Kríuvarp á Snæfellsnesi minnkað stórlega Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 17:38 Kríurnar á Snæfellsnesi eiga undir högg að sækja ef marka má úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Náttúrustofa Vesturlands Kríuvarp á Snæfellsnesi hafa minnkað stórlega á rúmum áratug samkvæmt úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Talið er að fæðuskortur við varpstöðvarnar árin 2004 til 2017 spili stórt hlutverk en sjófuglar hafi einnig komið illa út úr fuglaflensu á undanförnum árum. Þetta segir í færslu Náttúrustofu Vesturlands á Facebook. Þar segir að Náttúrustofan hafi nú lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi. Metinn hafi verið heildarfjöldi kríuhreiðra í stóra kríuvarpinu við Rif og Hellissand, en það var einnig gert í fyrra í fyrsta sinn. Önnur kríuvörp á Snæfellsnesi hafi einnig verið heimsótt og stærð þeirra metin gróflega. Útbreiðsla varpsins var kortlögð og þéttleiki hreiðra mældur á fjölmörgum stöðum í varpinu, sem valdir voru með tilviljanakenndum hætti. Úrvinnsla standi nú yfir og niðurstöðurnar verði birtar í haust. Náttúrustofa Vesturlands hefur lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi og er niðurstaða að vænta í haust.Náttúrustofa Vesturlands Krían átti undir högg að sækja í langan tíma Litlar birtar upplýsingar eru til um stærð einstakra kríuvarpa fyrr á árum, ef frá er talið gróft mat Freydísar Vigfúsdóttur á stærð varpanna á árunum 2008-2011 en þegar hún framkvæmdi sínar mælingar hafði krían þegar átt í erfiðleikum í einhver ár. Af samanburði við eldri mælingar hennar sé ljóst, ef frá er talið varpið við Rif, að kríuvörpin á Snæfellsnesi hafi minnkað stórlega á rúmum áratug. Nokkrir þættir geti, samkvæmt Náttúrustofu, átt þátt í þessari miklu fækkun. Engan starfsmann Náttúrustofnunar Vesturlands sakaði við úttektina.Náttúrustofa Vesturlands Þar spili fæðuskortur við varpstöðvarnar á tímabilinu 2004 til 2017 stórt hlutverk en einnig er þekkt að allra síðustu ár hafi sumir sjófuglar víða um heim orðið mjög illa fyrir barðinu á fuglaflensu. Það eigi við um kríur og aðrar þernur. Þriðja mögulega ástæðan sé rysjótt tíðarfar og stórviðri á fyrri hluta varptímans í ár. Í færslunni segir sömuleiðis að hver svo sem ástæðan sé „þá er þetta einstaklega dapurleg þróun og full ástæða til að gefa stöðu kríunnar og verndun hennar sérstakan gaum!“ Þá er tekið sérstaklega fram í ljósi neikvæðrar umfjöllunar um verndaratferli kríunnar við kríuvörp að enginn starfsmaður Náttúrustofunnar hafi orðið fyrir meiðslum við mælingarnar. Fuglar Snæfellsbær Dýr Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Þetta segir í færslu Náttúrustofu Vesturlands á Facebook. Þar segir að Náttúrustofan hafi nú lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi. Metinn hafi verið heildarfjöldi kríuhreiðra í stóra kríuvarpinu við Rif og Hellissand, en það var einnig gert í fyrra í fyrsta sinn. Önnur kríuvörp á Snæfellsnesi hafi einnig verið heimsótt og stærð þeirra metin gróflega. Útbreiðsla varpsins var kortlögð og þéttleiki hreiðra mældur á fjölmörgum stöðum í varpinu, sem valdir voru með tilviljanakenndum hætti. Úrvinnsla standi nú yfir og niðurstöðurnar verði birtar í haust. Náttúrustofa Vesturlands hefur lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi og er niðurstaða að vænta í haust.Náttúrustofa Vesturlands Krían átti undir högg að sækja í langan tíma Litlar birtar upplýsingar eru til um stærð einstakra kríuvarpa fyrr á árum, ef frá er talið gróft mat Freydísar Vigfúsdóttur á stærð varpanna á árunum 2008-2011 en þegar hún framkvæmdi sínar mælingar hafði krían þegar átt í erfiðleikum í einhver ár. Af samanburði við eldri mælingar hennar sé ljóst, ef frá er talið varpið við Rif, að kríuvörpin á Snæfellsnesi hafi minnkað stórlega á rúmum áratug. Nokkrir þættir geti, samkvæmt Náttúrustofu, átt þátt í þessari miklu fækkun. Engan starfsmann Náttúrustofnunar Vesturlands sakaði við úttektina.Náttúrustofa Vesturlands Þar spili fæðuskortur við varpstöðvarnar á tímabilinu 2004 til 2017 stórt hlutverk en einnig er þekkt að allra síðustu ár hafi sumir sjófuglar víða um heim orðið mjög illa fyrir barðinu á fuglaflensu. Það eigi við um kríur og aðrar þernur. Þriðja mögulega ástæðan sé rysjótt tíðarfar og stórviðri á fyrri hluta varptímans í ár. Í færslunni segir sömuleiðis að hver svo sem ástæðan sé „þá er þetta einstaklega dapurleg þróun og full ástæða til að gefa stöðu kríunnar og verndun hennar sérstakan gaum!“ Þá er tekið sérstaklega fram í ljósi neikvæðrar umfjöllunar um verndaratferli kríunnar við kríuvörp að enginn starfsmaður Náttúrustofunnar hafi orðið fyrir meiðslum við mælingarnar.
Fuglar Snæfellsbær Dýr Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira