Innlent

Minnst tólf nóró­veiru­til­felli á hóteli á Austur­landi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Minnst einn hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna sýkingarinnar.
Minnst einn hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna sýkingarinnar. Vísir/Vilhelm

Tólf manns hið minnsta smituðust af nóróveiru og einn var lagður inn á sjúkrahús eftir að hópsýking kom upp á hóteli á Austurlandi á miðvikudag.

Í frétt Morgunblaðsins segir að í hópi smitaðra séu eldri borgarar frá Akureyri og úr Skagafirði, erlendir ferðamenn og starfsfólk hótelsins. Þá hafi einn úr hópi eldri borgaranna verið lagður inn á sjúkrahús á Akureyri vegna veikinda tengdum sýkingunni eftir heimkomu að austan.

Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi, segir í samtali við Morgunblaðið að hótelið hafi gripið til viðeigandi ráðstafana og sótthreinsað staðinn. Hann segir heppilegt að fáir hafi átt bókað á hótelinu um helgina.

Þá kemur fram að veitingastað hótelsins hafi veri lokað tímabundið vegna hópsýkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×