Arnór skilur sáttur við Danina: „Mikill munur á að lenda í fimmta sæti eða því áttunda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 12:28 Arnór Atlason stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn í dag. vísir/getty Arnór Atlason var ánægður með að dönsku strákarnir hans hefðu tryggt sér 5. sætið á HM U-21 árs liða með sigri á Portúgal, 30-25, í dag. Danir hristu af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum HM og unnu Færeyinga og Portúgali í síðustu tveimur leikjum sínum. Arnór kveðst ánægður með árangur danska liðsins en segir að það hefði samt getað náð enn lengra á mótinu. „Þetta er frábær endir og þetta var það sem við ætluðum okkur eftir að við duttum út á móti Þjóðverjunum. Við endum í 5. sæti og einu leikirnir sem við höfum tapað eru gegn Ungverjalandi og Þýskalandi sem eru sennilega langsterkustu liðin hérna,“ sagði Arnór í samtali við Vísi eftir leikinn um 5. sætið. Ungverjar og Þjóðverjar mætast einmitt í úrslitaleik HM seinna í dag. „Við getum farið sáttir heim. Það er mikill munur á að lenda í 5. sæti eða því áttunda. Heilt yfir spiluðum við fínt mót en mér finnst eins og það búi aðeins í meira í liðinu. Ef við hefðum lyft nokkrum leikmönnum á aðeins hærra plan hefðum við kannski getað gert meira gegn Ungverjum eða Þjóðverjum en það eru frábær lið og verðskuldað að þau spili úrslitaleikinn.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá Arnóri sem þjálfara U-21 árs liðs Danmerkur. Hann skilur sáttur við danska handknattleikssambandið. „Mjög svo. Þetta er búið að vera frábær ár og mjög áhugavert að sjá hvernig svona stórt handboltasamband virkar. Ég bý alltaf að þessu. Mér finnst þetta hafa verið frábær tími og ég er stoltur að það hafi verið leitað til mín á sínum tíma. Ég hef prófað ýmislegt en það hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna með þessum strákum,“ sagði Arnór sem tekur við tveimur nýjum störfum í sumar, sem þjálfari Team Tvis Holstebro í Danmörku og sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Danir hristu af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum HM og unnu Færeyinga og Portúgali í síðustu tveimur leikjum sínum. Arnór kveðst ánægður með árangur danska liðsins en segir að það hefði samt getað náð enn lengra á mótinu. „Þetta er frábær endir og þetta var það sem við ætluðum okkur eftir að við duttum út á móti Þjóðverjunum. Við endum í 5. sæti og einu leikirnir sem við höfum tapað eru gegn Ungverjalandi og Þýskalandi sem eru sennilega langsterkustu liðin hérna,“ sagði Arnór í samtali við Vísi eftir leikinn um 5. sætið. Ungverjar og Þjóðverjar mætast einmitt í úrslitaleik HM seinna í dag. „Við getum farið sáttir heim. Það er mikill munur á að lenda í 5. sæti eða því áttunda. Heilt yfir spiluðum við fínt mót en mér finnst eins og það búi aðeins í meira í liðinu. Ef við hefðum lyft nokkrum leikmönnum á aðeins hærra plan hefðum við kannski getað gert meira gegn Ungverjum eða Þjóðverjum en það eru frábær lið og verðskuldað að þau spili úrslitaleikinn.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá Arnóri sem þjálfara U-21 árs liðs Danmerkur. Hann skilur sáttur við danska handknattleikssambandið. „Mjög svo. Þetta er búið að vera frábær ár og mjög áhugavert að sjá hvernig svona stórt handboltasamband virkar. Ég bý alltaf að þessu. Mér finnst þetta hafa verið frábær tími og ég er stoltur að það hafi verið leitað til mín á sínum tíma. Ég hef prófað ýmislegt en það hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna með þessum strákum,“ sagði Arnór sem tekur við tveimur nýjum störfum í sumar, sem þjálfari Team Tvis Holstebro í Danmörku og sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira