„Vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 12:50 Arnór Atlason vonar innilega að íslenska U-21 árs landsliðið vinni til verðlauna á HM í handbolta. getty/Christof Koepsel Arnór Atlason hefur hrifist af frammistöðu íslenska landsliðsins á HM U-21 árs í handbolta karla og telur möguleikana í leiknum um bronsið í dag góða. Arnór stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Portúgal, 30-25, í leiknum um 5. sætið á HM í dag. Núna klukkan 13:30 er svo komið að bronsleiknum á HM þar sem Ísland og Serbía eigast við. Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu í gær þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Ungverjum, 37-30. „Ég er búinn að sjá alla leiki Íslands og það er frábært að fylgjast með þeim og þeir hafi komist svona langt eftir að hafa átt í smá vandræðum í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins í milliriðlinum,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. „Þeir unnu réttu leikina og gerðu það mjög vel. Í gær var við ofurefli að etja gegn Ungverjunum sem er eðlilegt. Mér finnst þeir sterkari en Íslendingar. En ég er nokkuð viss um að okkar menn munu leggja sig alla í þetta og held við séum með betra lið en Serbar. Þeir sýndu það þegar þeir spiluðu á móti þeim í riðlinum og ég hef fulla trú á að þeir nái í brons,“ sagði Arnór en Ísland vann Serbíu, 29-32, í lokaumferð riðlakeppninnar á HM. Enn að fagna titlinum tuttugu árum seinna Arnór þekkir það vel að vinna til verðlauna á stórmótum yngri landsliða. Hann var í lykilhlutverki í íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. „Við unnum og það eru tuttugu ár síðan. Það eru nýbúnir að vera endurfundir til að fagna því. Við lifum enn á því að hafa unnið fyrir þetta og það var frábær upplifun. Við erum enn að fagna því. Ég vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar,“ sagði Arnór léttur. Tuttugu ár eru síðan Ísland varð Evrópumeistari U-18 ára landsliða.úrklippa úr dv 18. ágúst 2003 Arnór hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands og gæti því þjálfað leikmenn sem eru í U-21 árs liðinu á næstu árum. Hann sér framtíðarlandsliðsmenn í U-21 árs liðinu en veit að leiðin á toppinn er löng og ströng. „Jájá, en það er langur vegur í að komast í A-landsliðið. En tilgangur unglingaliðanna er að gera leikmennina klára til að komast í A-landsliðið. Eins og við erum búnir að tala við dönsku strákana okkar eiga vonandi allir eftir að spila A-landsleik. Það er ólíklegt en óskandi,“ sagði Arnór. „En miðað við hvað þeir eru búnir að gera hérna, bæði sem einstaklingar og lið, sé klárlega einhverja eiga eftir að fá sénsinn á næstu árum án þess að ég lofi einhverju.“ Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Arnór stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Portúgal, 30-25, í leiknum um 5. sætið á HM í dag. Núna klukkan 13:30 er svo komið að bronsleiknum á HM þar sem Ísland og Serbía eigast við. Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu í gær þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Ungverjum, 37-30. „Ég er búinn að sjá alla leiki Íslands og það er frábært að fylgjast með þeim og þeir hafi komist svona langt eftir að hafa átt í smá vandræðum í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins í milliriðlinum,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. „Þeir unnu réttu leikina og gerðu það mjög vel. Í gær var við ofurefli að etja gegn Ungverjunum sem er eðlilegt. Mér finnst þeir sterkari en Íslendingar. En ég er nokkuð viss um að okkar menn munu leggja sig alla í þetta og held við séum með betra lið en Serbar. Þeir sýndu það þegar þeir spiluðu á móti þeim í riðlinum og ég hef fulla trú á að þeir nái í brons,“ sagði Arnór en Ísland vann Serbíu, 29-32, í lokaumferð riðlakeppninnar á HM. Enn að fagna titlinum tuttugu árum seinna Arnór þekkir það vel að vinna til verðlauna á stórmótum yngri landsliða. Hann var í lykilhlutverki í íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. „Við unnum og það eru tuttugu ár síðan. Það eru nýbúnir að vera endurfundir til að fagna því. Við lifum enn á því að hafa unnið fyrir þetta og það var frábær upplifun. Við erum enn að fagna því. Ég vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar,“ sagði Arnór léttur. Tuttugu ár eru síðan Ísland varð Evrópumeistari U-18 ára landsliða.úrklippa úr dv 18. ágúst 2003 Arnór hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands og gæti því þjálfað leikmenn sem eru í U-21 árs liðinu á næstu árum. Hann sér framtíðarlandsliðsmenn í U-21 árs liðinu en veit að leiðin á toppinn er löng og ströng. „Jájá, en það er langur vegur í að komast í A-landsliðið. En tilgangur unglingaliðanna er að gera leikmennina klára til að komast í A-landsliðið. Eins og við erum búnir að tala við dönsku strákana okkar eiga vonandi allir eftir að spila A-landsleik. Það er ólíklegt en óskandi,“ sagði Arnór. „En miðað við hvað þeir eru búnir að gera hérna, bæði sem einstaklingar og lið, sé klárlega einhverja eiga eftir að fá sénsinn á næstu árum án þess að ég lofi einhverju.“
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira