Handbolti

Einn Ís­lendingur í úr­vals­liði HM

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristófer í leik Íslands gegn Portúgal.
Kristófer í leik Íslands gegn Portúgal. IHF

Kristófer Máni Jónasson var valinn í úrvalslið heimsmeistaramóts U21-árs landsliða en liðið var tilkynnt nú rétt áðan.

Kristófer Máni er leikmaður Hauka Olís-deildinni og leikur í hægra horni. Hann er eini leikmaður Íslands sem valinn var í úrvalsliðið en heimsmeistarar Þjóðverja eiga flesta eða tvo leikmenn auk mikilvægasta leikmann mótsins.

Kristófer Máni skoraði 20 mörk í átta leikjum á heimsmeistaramótinu og nýtti 74% skota sinna. 

Nils Lichtlein var valinn mikilvægasti leikmaður mótsins en félagar hans úr þýska liðinu, markvörðurinn David Späth og Justus Fischer eru í úrvalsliðinu. 

Þá er Færeyingurinn Elias Ellefsen Á Skipagötu þar sömuleiðis en hann ásamt Naoki Fujisaka urðu markahæstu leikmenn heimsmeistaramótsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×