Ósanngjarnar samkomulagsbætur tryggingafélaga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. júlí 2023 06:00 Í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni hringdi nýlega inn hlustandi sem taldi sig hlunnfarinn af tryggingarfélagi sínu[1]. Hann hafði lent í tjóni á vinnubíl sínum en var í rétti og átti því að fá fullar bætur, en raunin var svo að tryggingarfélagið hans ætlaði ekki að bæta honum fyrir þann virðisaukaskatt sem þurfti að greiða vegna viðgerðarinnar. Næsta dag var svo viðtal við skattalögfræðing í Bítinu sem útskýrði að þarna væri allt með felldu[2]. Raunin væri einfaldlega að um virðisaukaskattskylda atvinnustarfssemi væri að ræða þannig að greiddi virðisaukaskatturinn vegna viðgerðanna kæmi á móti innheimtum virðisaukaskatti af starfssemi mannsins á vinnubílnum og því félli engin auka kostnaður á manninn. Heildarniðurstaðan væri rétt, hann fengi tjón sitt akkurat bætt að fullu. En þýðir það að tryggingarfélögin geri alltaf rétt upp við tjónþola í málum sem þessum? Virðisaukaskattur og launatengd gjöld – Að hagnast af tjóni Ef umræddur tjónþoli að ofan hefði ekki verið í virðisaukaskattskyldum rekstri, þ.e. hann væri bara venjulegur einstaklingur að lenda í tjóni á bílnum sínum, hefði tryggingarfélaginu hans borið að greiða honum allan kostnað vegna viðgerðanna með virðisaukaskatti inniföldum. Um það er engin vafi, enda hefur Ríkisskattstjóri sagt það skýrum orðum í ákvörðunarbréfi 786/97[3]. En engu að síður hefur borið á því að tryggingarfélög bjóði tjónþolum samkomulagsbætur sem oft eru aðeins 20-30% af hinum fullu bótum sem tjónþoli á rétt á. Til að rökstyðja þessar skertu bætur vísa tryggingafélögin gjarnan til þess að ef greiddar eru bætur fyrir tjón[4] þá sé engin vinna unnin og þar af leiðandi ber að draga virðisaukaskatt og launatengd gjöld frá bótafjárhæðinni. Vitanlega halda þessi rök engu vatni. Samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar á tjónþoli rétt á fullum bótum fyrir fjártjón sitt. Lög númer 30/2004 um vátryggingastarfsemi segja jafnframt að tjónþoli eigi rétt á fullum bótum óháð því hvort hann láti gera við tjónið eða ekki[5]. Augljóst er því að fái tjónþoli ekki bætt sem nemur virðisaukaskatti eða öðrum gjöldum er verið að fara á svig við lög. Tjónþolinn getur einfaldlega ekki notað bótaupphæðina til þess að láta gera við tjónið. Virði eigna hans hefur minnkað og tryggingarfélagið hefur hagnast á hans hlut. Þegar að tryggingarfélög bjóða tjónþolum lægri samkomulagsbætur en duga til þess að bæta tjón tjónþolans að fullu er verið að nýta sér aðstöðumun aðilanna. Tryggingarfélagið veðjar þannig vísvitandi á að tjónþoli þekki ekki lögin fyllilega til þess að átta sig á því að hann sé ekki að fá fullar bætur. Ég hef t.d. tilfelli á borðinu hjá mér þar sem tryggingarfélag notaði ofantalin rök fyrir að bjóða samkomulagsbætur upp á 80.000kr þrátt fyrir að tjón væri metið upp á 300-350.000kr af óháðu réttingarverkstæði. Tryggingarfélagið stóð fast á sínu boði og sagði að samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar eigi tjónþoli ekki að hagnast á tjóni. Þá var athugavert að í útreikningum tryggingafélagsins fylgdi jafnframt að sjálfsábyrgð tjónvalds var 80.000kr. Tryggingarfélagið ætlaði sem sagt að hagnast sjálft um öll iðgjöld sem það innheimtir frá tjónvaldinum en að láta hann sjálfan greiða allan sinn kostnað af tjóninu í gegnum sjálfsábyrgð sína, og á sama tíma að fá tjónþola til þess að tapa mismuninum af raun tapinu sem hann varð fyrir og brotinu sem hann fengi bætt! Ótrúleg ósvífni að detta svo til hugar að ýja að því að það sé tjónþoli sem sé að reyna koma út í plús! Þegar gildi samninga er skoðað með hliðsjón af ógildingarástæðum samningaréttar er stöðu samningsaðila gefið mikið vægi, en ljóst er að mikill munur er á fjárhagsstöðu, stærð og þekkingu á tryggingarmálum þegar tryggingarfélög og hefðbundnir einstaklingar semja. Það er því mjög áhugaverð spurning hversu margir hafa fallið í þessa gildru og hversu margir gætu gert kröfu um hærri bætur afturvirkt með dráttarvöxtum? Þá er ágætt að hafa í huga að þessi háttsemi nær vafalaust til fleiri sviða en eingöngu tjóna á bifreiðum einstaklinga. T.a.m. féll hæstarréttardómur í brunabótamáli fyrir um ári þar sem tryggingarfélagi var gert að greiða 120% hærri bætur en það hafði upprunalega ætlað sér, en tryggingarfélagið hafði m.a. notað þau rök að ekki bæri að greiða bætur sem jafngiltu hlutfalli virðisaukaskatts sem var svo rekið ofan í það[6]. Höfundur er doktorsnemi í Hagfræði [1] Hefst á mínútu 58, má nálgast hér: https://www.visir.is/k/8fecf3bf-f7ad-41fe-bbd9-8cca0680384f-1687428008813 [2] Má nálgast hér : https://www.visir.is/k/810ea0f2-3099-421c-b142-61772a7da226-1687513473951 [3] Má t.d. nálgast hér : http://haraldsson.is/virdisaukaskattur-greidsla-skadabota-vegna-bifreidatjons/ [4] Tjónþoli fær sem sagt greidda fjárhæð í stað þess að bíll hans sé lagfærður. [5] Sjá fyrstu og aðra málsgrein 35. greinar laga 30/2004 auk greinargerðar með frumvarpi sömu laga. [6] Hér má sjá stutta umfjöllun um málið frá lögmannstofunni sem rak málið frá Héraðsdómi til Hæstaréttar : https://www.landslog.is/domur-haestarettar-um-rett-vatryggds-til-brunabota/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Tryggingar Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Sjá meira
Í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni hringdi nýlega inn hlustandi sem taldi sig hlunnfarinn af tryggingarfélagi sínu[1]. Hann hafði lent í tjóni á vinnubíl sínum en var í rétti og átti því að fá fullar bætur, en raunin var svo að tryggingarfélagið hans ætlaði ekki að bæta honum fyrir þann virðisaukaskatt sem þurfti að greiða vegna viðgerðarinnar. Næsta dag var svo viðtal við skattalögfræðing í Bítinu sem útskýrði að þarna væri allt með felldu[2]. Raunin væri einfaldlega að um virðisaukaskattskylda atvinnustarfssemi væri að ræða þannig að greiddi virðisaukaskatturinn vegna viðgerðanna kæmi á móti innheimtum virðisaukaskatti af starfssemi mannsins á vinnubílnum og því félli engin auka kostnaður á manninn. Heildarniðurstaðan væri rétt, hann fengi tjón sitt akkurat bætt að fullu. En þýðir það að tryggingarfélögin geri alltaf rétt upp við tjónþola í málum sem þessum? Virðisaukaskattur og launatengd gjöld – Að hagnast af tjóni Ef umræddur tjónþoli að ofan hefði ekki verið í virðisaukaskattskyldum rekstri, þ.e. hann væri bara venjulegur einstaklingur að lenda í tjóni á bílnum sínum, hefði tryggingarfélaginu hans borið að greiða honum allan kostnað vegna viðgerðanna með virðisaukaskatti inniföldum. Um það er engin vafi, enda hefur Ríkisskattstjóri sagt það skýrum orðum í ákvörðunarbréfi 786/97[3]. En engu að síður hefur borið á því að tryggingarfélög bjóði tjónþolum samkomulagsbætur sem oft eru aðeins 20-30% af hinum fullu bótum sem tjónþoli á rétt á. Til að rökstyðja þessar skertu bætur vísa tryggingafélögin gjarnan til þess að ef greiddar eru bætur fyrir tjón[4] þá sé engin vinna unnin og þar af leiðandi ber að draga virðisaukaskatt og launatengd gjöld frá bótafjárhæðinni. Vitanlega halda þessi rök engu vatni. Samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar á tjónþoli rétt á fullum bótum fyrir fjártjón sitt. Lög númer 30/2004 um vátryggingastarfsemi segja jafnframt að tjónþoli eigi rétt á fullum bótum óháð því hvort hann láti gera við tjónið eða ekki[5]. Augljóst er því að fái tjónþoli ekki bætt sem nemur virðisaukaskatti eða öðrum gjöldum er verið að fara á svig við lög. Tjónþolinn getur einfaldlega ekki notað bótaupphæðina til þess að láta gera við tjónið. Virði eigna hans hefur minnkað og tryggingarfélagið hefur hagnast á hans hlut. Þegar að tryggingarfélög bjóða tjónþolum lægri samkomulagsbætur en duga til þess að bæta tjón tjónþolans að fullu er verið að nýta sér aðstöðumun aðilanna. Tryggingarfélagið veðjar þannig vísvitandi á að tjónþoli þekki ekki lögin fyllilega til þess að átta sig á því að hann sé ekki að fá fullar bætur. Ég hef t.d. tilfelli á borðinu hjá mér þar sem tryggingarfélag notaði ofantalin rök fyrir að bjóða samkomulagsbætur upp á 80.000kr þrátt fyrir að tjón væri metið upp á 300-350.000kr af óháðu réttingarverkstæði. Tryggingarfélagið stóð fast á sínu boði og sagði að samkvæmt meginreglu skaðabótaréttar eigi tjónþoli ekki að hagnast á tjóni. Þá var athugavert að í útreikningum tryggingafélagsins fylgdi jafnframt að sjálfsábyrgð tjónvalds var 80.000kr. Tryggingarfélagið ætlaði sem sagt að hagnast sjálft um öll iðgjöld sem það innheimtir frá tjónvaldinum en að láta hann sjálfan greiða allan sinn kostnað af tjóninu í gegnum sjálfsábyrgð sína, og á sama tíma að fá tjónþola til þess að tapa mismuninum af raun tapinu sem hann varð fyrir og brotinu sem hann fengi bætt! Ótrúleg ósvífni að detta svo til hugar að ýja að því að það sé tjónþoli sem sé að reyna koma út í plús! Þegar gildi samninga er skoðað með hliðsjón af ógildingarástæðum samningaréttar er stöðu samningsaðila gefið mikið vægi, en ljóst er að mikill munur er á fjárhagsstöðu, stærð og þekkingu á tryggingarmálum þegar tryggingarfélög og hefðbundnir einstaklingar semja. Það er því mjög áhugaverð spurning hversu margir hafa fallið í þessa gildru og hversu margir gætu gert kröfu um hærri bætur afturvirkt með dráttarvöxtum? Þá er ágætt að hafa í huga að þessi háttsemi nær vafalaust til fleiri sviða en eingöngu tjóna á bifreiðum einstaklinga. T.a.m. féll hæstarréttardómur í brunabótamáli fyrir um ári þar sem tryggingarfélagi var gert að greiða 120% hærri bætur en það hafði upprunalega ætlað sér, en tryggingarfélagið hafði m.a. notað þau rök að ekki bæri að greiða bætur sem jafngiltu hlutfalli virðisaukaskatts sem var svo rekið ofan í það[6]. Höfundur er doktorsnemi í Hagfræði [1] Hefst á mínútu 58, má nálgast hér: https://www.visir.is/k/8fecf3bf-f7ad-41fe-bbd9-8cca0680384f-1687428008813 [2] Má nálgast hér : https://www.visir.is/k/810ea0f2-3099-421c-b142-61772a7da226-1687513473951 [3] Má t.d. nálgast hér : http://haraldsson.is/virdisaukaskattur-greidsla-skadabota-vegna-bifreidatjons/ [4] Tjónþoli fær sem sagt greidda fjárhæð í stað þess að bíll hans sé lagfærður. [5] Sjá fyrstu og aðra málsgrein 35. greinar laga 30/2004 auk greinargerðar með frumvarpi sömu laga. [6] Hér má sjá stutta umfjöllun um málið frá lögmannstofunni sem rak málið frá Héraðsdómi til Hæstaréttar : https://www.landslog.is/domur-haestarettar-um-rett-vatryggds-til-brunabota/
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun