Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2023 10:31 Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi. Um er ræða viðamikið umhverfismál en með réttri flokkun er ekki bara hægt að minnka sóun heldur líka að endurnýta verðmæti í stað þess að henda þeim og á sama tíma skapa ný verðmæti. Nýjar flokkunartunnur heim að dyrum Næstu vikurnar munu reykvísk heimili fá nýja sorptunnu heim til sín en fyrstu borgarhlutarnir til að fá nýjar tunnur eru Kjalarnes, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur. Árbær og Breiðholt fengu nýjar tunnur í júní, Háaleiti, Bústaðir og Laugardalur fá nýjar tunnur núna í júlí. Íbúar í Miðborg og Hlíðumar fá nýjar tunnur í ágúst og að lokum fær Vesturbær tunnur í september. Hvað og hvernig á að flokka? Við hvert heimili þarf að flokka ruslið í fjóra flokka. Sá fyrsti er pappír og pappi, annar eru plastumbúðir, sá þriðji eru matarleifar og að lokum er blandaður úrgangur. Grendargámum verður fjölgað og þeir munu áfram taka á móti gleri, málum og textíil þannig má ekki setja gler, málma og textíl í blandað úrgang. Hvernig er fyrirkomulagið fyrir mig? Það er munur á tunnum sem sérbýli fá og þær sem enda í fjölbýlum en flokkunarkerfið er það sama. Þar sem eru þrír íbúar eða færri verða tvær tvískiptar tunnu en önnur verður fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og hin fyrir pappír og plast. Á þeim heimilum þar sem íbúar eru fjórir eða fleiri verða þrjár tunnur, ein fyrir blandaðan úrgang og matarleifar, blá tunna fyrir pappír og græn fyrir plast. Fyrir stærri fjölbýli verða ekki notaðar tvískiptar tunnur heldur heilar tunnur og verður gráu tunnunum skipt út fyrir endurvinnsluefni í stað blandaðs úrgangs. Í minni fjölbýlum þar sem eru þrjár eða færri íbúðir verða notaðar tvískiptar tunnur fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og bláar og grænar tunnur fyrir plast og pappír. Ekki hræðast matarafganga í bréfpokanum Margir Reykvíkingar hafa moltað matarafganga lengi og þekkja ferlið vel en núna þurfa allir, líka þeir sem ekki hafa safnað matarafgöngum áður að gera það. Allir íbúar fá körfur og sérstaka bréfpoka undir matarleifar þegar nýju tunnurnar koma en sérstakt hólf er í tunnunum til að taka við pokunum. Þannig er okkur ekkert að vanbúnaði þegar nýju tunnurnar koma, að safna matarleifum saman en karfan er nett og ætti að passa í langflestar eldhúsinnréttingar. Bréfpokarnir hafa reynst vel á Norðurlöndunum og hlökkum við í fjölskyldunni til að færa okkur úr grænu maíspokunum yfir í bréfpokana þar sem maíspokarnir hafa leyst upp í okkar moltugerð. Hringrásargarður á Álfsnesi Einn ávinningurinn af markvissari flokkun er ný verðmætasköpun. Nú kunna sumir að hrista hausinn og spyrja sig hvernig rusl geti umbreyst í verðmæti.Í pípunum er hringrásargarður á Álfsnesi en þar munu fyrirtæki skiptast á gæðum og þannig verður rusl eins annars auðlind. Þessi skipti hafa fengið það fallega nafn Auðlindastraumur. Starfsemi Sorpu hefur einmitt dregið að sér fyrirtæki eins Atmonia, Björgun og Malbikstöðina sem vinna eða eru að þróa afurðir sem falla til við vinnsluna hjá Sorpu. Árið 2024 er stefnt að því að deiliskipulag svæðisins verði uppfært og verður hringrásargarðurinn hér eftir gerður byggingarhæfur í áföngum. Tækifærin eru óþrjótandi bæði í hvernig hægt er að þróa hringrásargarðinn, efla í takt við þarfir og framtíðaráform þeirra nýsköpunar fyrirtækja sem sjá sér hag í því að búa til ný verðmæti úr hráefni eða orku sem annars færi aflögu. Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Þetta verður áskorun um ný vinnubrögð í hversdagsleikanum fyrir þá sem ekki hafa tileinkað sér flokkun fyrr. Ekki láta deigan síga, þetta venst fljótt, gott að æfa sig í sumarfríinu, fá ungviðið með sér í lið en þau eru einstaklega lipur við að tileinka sér ný vinnubrögð. Það er ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Sorphirða Sorpa Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi. Um er ræða viðamikið umhverfismál en með réttri flokkun er ekki bara hægt að minnka sóun heldur líka að endurnýta verðmæti í stað þess að henda þeim og á sama tíma skapa ný verðmæti. Nýjar flokkunartunnur heim að dyrum Næstu vikurnar munu reykvísk heimili fá nýja sorptunnu heim til sín en fyrstu borgarhlutarnir til að fá nýjar tunnur eru Kjalarnes, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur. Árbær og Breiðholt fengu nýjar tunnur í júní, Háaleiti, Bústaðir og Laugardalur fá nýjar tunnur núna í júlí. Íbúar í Miðborg og Hlíðumar fá nýjar tunnur í ágúst og að lokum fær Vesturbær tunnur í september. Hvað og hvernig á að flokka? Við hvert heimili þarf að flokka ruslið í fjóra flokka. Sá fyrsti er pappír og pappi, annar eru plastumbúðir, sá þriðji eru matarleifar og að lokum er blandaður úrgangur. Grendargámum verður fjölgað og þeir munu áfram taka á móti gleri, málum og textíil þannig má ekki setja gler, málma og textíl í blandað úrgang. Hvernig er fyrirkomulagið fyrir mig? Það er munur á tunnum sem sérbýli fá og þær sem enda í fjölbýlum en flokkunarkerfið er það sama. Þar sem eru þrír íbúar eða færri verða tvær tvískiptar tunnu en önnur verður fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og hin fyrir pappír og plast. Á þeim heimilum þar sem íbúar eru fjórir eða fleiri verða þrjár tunnur, ein fyrir blandaðan úrgang og matarleifar, blá tunna fyrir pappír og græn fyrir plast. Fyrir stærri fjölbýli verða ekki notaðar tvískiptar tunnur heldur heilar tunnur og verður gráu tunnunum skipt út fyrir endurvinnsluefni í stað blandaðs úrgangs. Í minni fjölbýlum þar sem eru þrjár eða færri íbúðir verða notaðar tvískiptar tunnur fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og bláar og grænar tunnur fyrir plast og pappír. Ekki hræðast matarafganga í bréfpokanum Margir Reykvíkingar hafa moltað matarafganga lengi og þekkja ferlið vel en núna þurfa allir, líka þeir sem ekki hafa safnað matarafgöngum áður að gera það. Allir íbúar fá körfur og sérstaka bréfpoka undir matarleifar þegar nýju tunnurnar koma en sérstakt hólf er í tunnunum til að taka við pokunum. Þannig er okkur ekkert að vanbúnaði þegar nýju tunnurnar koma, að safna matarleifum saman en karfan er nett og ætti að passa í langflestar eldhúsinnréttingar. Bréfpokarnir hafa reynst vel á Norðurlöndunum og hlökkum við í fjölskyldunni til að færa okkur úr grænu maíspokunum yfir í bréfpokana þar sem maíspokarnir hafa leyst upp í okkar moltugerð. Hringrásargarður á Álfsnesi Einn ávinningurinn af markvissari flokkun er ný verðmætasköpun. Nú kunna sumir að hrista hausinn og spyrja sig hvernig rusl geti umbreyst í verðmæti.Í pípunum er hringrásargarður á Álfsnesi en þar munu fyrirtæki skiptast á gæðum og þannig verður rusl eins annars auðlind. Þessi skipti hafa fengið það fallega nafn Auðlindastraumur. Starfsemi Sorpu hefur einmitt dregið að sér fyrirtæki eins Atmonia, Björgun og Malbikstöðina sem vinna eða eru að þróa afurðir sem falla til við vinnsluna hjá Sorpu. Árið 2024 er stefnt að því að deiliskipulag svæðisins verði uppfært og verður hringrásargarðurinn hér eftir gerður byggingarhæfur í áföngum. Tækifærin eru óþrjótandi bæði í hvernig hægt er að þróa hringrásargarðinn, efla í takt við þarfir og framtíðaráform þeirra nýsköpunar fyrirtækja sem sjá sér hag í því að búa til ný verðmæti úr hráefni eða orku sem annars færi aflögu. Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Þetta verður áskorun um ný vinnubrögð í hversdagsleikanum fyrir þá sem ekki hafa tileinkað sér flokkun fyrr. Ekki láta deigan síga, þetta venst fljótt, gott að æfa sig í sumarfríinu, fá ungviðið með sér í lið en þau eru einstaklega lipur við að tileinka sér ný vinnubrögð. Það er ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingarinnar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun