Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2023 10:31 Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi. Um er ræða viðamikið umhverfismál en með réttri flokkun er ekki bara hægt að minnka sóun heldur líka að endurnýta verðmæti í stað þess að henda þeim og á sama tíma skapa ný verðmæti. Nýjar flokkunartunnur heim að dyrum Næstu vikurnar munu reykvísk heimili fá nýja sorptunnu heim til sín en fyrstu borgarhlutarnir til að fá nýjar tunnur eru Kjalarnes, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur. Árbær og Breiðholt fengu nýjar tunnur í júní, Háaleiti, Bústaðir og Laugardalur fá nýjar tunnur núna í júlí. Íbúar í Miðborg og Hlíðumar fá nýjar tunnur í ágúst og að lokum fær Vesturbær tunnur í september. Hvað og hvernig á að flokka? Við hvert heimili þarf að flokka ruslið í fjóra flokka. Sá fyrsti er pappír og pappi, annar eru plastumbúðir, sá þriðji eru matarleifar og að lokum er blandaður úrgangur. Grendargámum verður fjölgað og þeir munu áfram taka á móti gleri, málum og textíil þannig má ekki setja gler, málma og textíl í blandað úrgang. Hvernig er fyrirkomulagið fyrir mig? Það er munur á tunnum sem sérbýli fá og þær sem enda í fjölbýlum en flokkunarkerfið er það sama. Þar sem eru þrír íbúar eða færri verða tvær tvískiptar tunnu en önnur verður fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og hin fyrir pappír og plast. Á þeim heimilum þar sem íbúar eru fjórir eða fleiri verða þrjár tunnur, ein fyrir blandaðan úrgang og matarleifar, blá tunna fyrir pappír og græn fyrir plast. Fyrir stærri fjölbýli verða ekki notaðar tvískiptar tunnur heldur heilar tunnur og verður gráu tunnunum skipt út fyrir endurvinnsluefni í stað blandaðs úrgangs. Í minni fjölbýlum þar sem eru þrjár eða færri íbúðir verða notaðar tvískiptar tunnur fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og bláar og grænar tunnur fyrir plast og pappír. Ekki hræðast matarafganga í bréfpokanum Margir Reykvíkingar hafa moltað matarafganga lengi og þekkja ferlið vel en núna þurfa allir, líka þeir sem ekki hafa safnað matarafgöngum áður að gera það. Allir íbúar fá körfur og sérstaka bréfpoka undir matarleifar þegar nýju tunnurnar koma en sérstakt hólf er í tunnunum til að taka við pokunum. Þannig er okkur ekkert að vanbúnaði þegar nýju tunnurnar koma, að safna matarleifum saman en karfan er nett og ætti að passa í langflestar eldhúsinnréttingar. Bréfpokarnir hafa reynst vel á Norðurlöndunum og hlökkum við í fjölskyldunni til að færa okkur úr grænu maíspokunum yfir í bréfpokana þar sem maíspokarnir hafa leyst upp í okkar moltugerð. Hringrásargarður á Álfsnesi Einn ávinningurinn af markvissari flokkun er ný verðmætasköpun. Nú kunna sumir að hrista hausinn og spyrja sig hvernig rusl geti umbreyst í verðmæti.Í pípunum er hringrásargarður á Álfsnesi en þar munu fyrirtæki skiptast á gæðum og þannig verður rusl eins annars auðlind. Þessi skipti hafa fengið það fallega nafn Auðlindastraumur. Starfsemi Sorpu hefur einmitt dregið að sér fyrirtæki eins Atmonia, Björgun og Malbikstöðina sem vinna eða eru að þróa afurðir sem falla til við vinnsluna hjá Sorpu. Árið 2024 er stefnt að því að deiliskipulag svæðisins verði uppfært og verður hringrásargarðurinn hér eftir gerður byggingarhæfur í áföngum. Tækifærin eru óþrjótandi bæði í hvernig hægt er að þróa hringrásargarðinn, efla í takt við þarfir og framtíðaráform þeirra nýsköpunar fyrirtækja sem sjá sér hag í því að búa til ný verðmæti úr hráefni eða orku sem annars færi aflögu. Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Þetta verður áskorun um ný vinnubrögð í hversdagsleikanum fyrir þá sem ekki hafa tileinkað sér flokkun fyrr. Ekki láta deigan síga, þetta venst fljótt, gott að æfa sig í sumarfríinu, fá ungviðið með sér í lið en þau eru einstaklega lipur við að tileinka sér ný vinnubrögð. Það er ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Sorphirða Sorpa Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi. Um er ræða viðamikið umhverfismál en með réttri flokkun er ekki bara hægt að minnka sóun heldur líka að endurnýta verðmæti í stað þess að henda þeim og á sama tíma skapa ný verðmæti. Nýjar flokkunartunnur heim að dyrum Næstu vikurnar munu reykvísk heimili fá nýja sorptunnu heim til sín en fyrstu borgarhlutarnir til að fá nýjar tunnur eru Kjalarnes, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur. Árbær og Breiðholt fengu nýjar tunnur í júní, Háaleiti, Bústaðir og Laugardalur fá nýjar tunnur núna í júlí. Íbúar í Miðborg og Hlíðumar fá nýjar tunnur í ágúst og að lokum fær Vesturbær tunnur í september. Hvað og hvernig á að flokka? Við hvert heimili þarf að flokka ruslið í fjóra flokka. Sá fyrsti er pappír og pappi, annar eru plastumbúðir, sá þriðji eru matarleifar og að lokum er blandaður úrgangur. Grendargámum verður fjölgað og þeir munu áfram taka á móti gleri, málum og textíil þannig má ekki setja gler, málma og textíl í blandað úrgang. Hvernig er fyrirkomulagið fyrir mig? Það er munur á tunnum sem sérbýli fá og þær sem enda í fjölbýlum en flokkunarkerfið er það sama. Þar sem eru þrír íbúar eða færri verða tvær tvískiptar tunnu en önnur verður fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og hin fyrir pappír og plast. Á þeim heimilum þar sem íbúar eru fjórir eða fleiri verða þrjár tunnur, ein fyrir blandaðan úrgang og matarleifar, blá tunna fyrir pappír og græn fyrir plast. Fyrir stærri fjölbýli verða ekki notaðar tvískiptar tunnur heldur heilar tunnur og verður gráu tunnunum skipt út fyrir endurvinnsluefni í stað blandaðs úrgangs. Í minni fjölbýlum þar sem eru þrjár eða færri íbúðir verða notaðar tvískiptar tunnur fyrir blandaðan úrgang og matarleifar og bláar og grænar tunnur fyrir plast og pappír. Ekki hræðast matarafganga í bréfpokanum Margir Reykvíkingar hafa moltað matarafganga lengi og þekkja ferlið vel en núna þurfa allir, líka þeir sem ekki hafa safnað matarafgöngum áður að gera það. Allir íbúar fá körfur og sérstaka bréfpoka undir matarleifar þegar nýju tunnurnar koma en sérstakt hólf er í tunnunum til að taka við pokunum. Þannig er okkur ekkert að vanbúnaði þegar nýju tunnurnar koma, að safna matarleifum saman en karfan er nett og ætti að passa í langflestar eldhúsinnréttingar. Bréfpokarnir hafa reynst vel á Norðurlöndunum og hlökkum við í fjölskyldunni til að færa okkur úr grænu maíspokunum yfir í bréfpokana þar sem maíspokarnir hafa leyst upp í okkar moltugerð. Hringrásargarður á Álfsnesi Einn ávinningurinn af markvissari flokkun er ný verðmætasköpun. Nú kunna sumir að hrista hausinn og spyrja sig hvernig rusl geti umbreyst í verðmæti.Í pípunum er hringrásargarður á Álfsnesi en þar munu fyrirtæki skiptast á gæðum og þannig verður rusl eins annars auðlind. Þessi skipti hafa fengið það fallega nafn Auðlindastraumur. Starfsemi Sorpu hefur einmitt dregið að sér fyrirtæki eins Atmonia, Björgun og Malbikstöðina sem vinna eða eru að þróa afurðir sem falla til við vinnsluna hjá Sorpu. Árið 2024 er stefnt að því að deiliskipulag svæðisins verði uppfært og verður hringrásargarðurinn hér eftir gerður byggingarhæfur í áföngum. Tækifærin eru óþrjótandi bæði í hvernig hægt er að þróa hringrásargarðinn, efla í takt við þarfir og framtíðaráform þeirra nýsköpunar fyrirtækja sem sjá sér hag í því að búa til ný verðmæti úr hráefni eða orku sem annars færi aflögu. Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Þetta verður áskorun um ný vinnubrögð í hversdagsleikanum fyrir þá sem ekki hafa tileinkað sér flokkun fyrr. Ekki láta deigan síga, þetta venst fljótt, gott að æfa sig í sumarfríinu, fá ungviðið með sér í lið en þau eru einstaklega lipur við að tileinka sér ný vinnubrögð. Það er ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík. Höfundur er varaborgafulltrúi Samfylkingarinnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun