Kommúnistaleiðtogi í klandri eftir sólgleraugnastuld Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 10:39 Moxnes var gripinn glóðvolgur í fríhöfn Gardermoen-flugvallar í Osló um miðjan júní. Vísir/EPA Heitt er nú undir Bjørnari Moxnes, leiðtoga norska kommúnistaflokksins Rauða flokksins, eftir að upp komst að hann var staðinn að því að stela sólgleraugum í síðasta mánuði. Flokkurinn lýsti yfir stuðningi við Moxnes en eining ríkir ekki um hann. Uppákoman átti sér stað í fríhöfninni á Gardermoen-flugvelli í Osló 16. júní en ekki var upplýst um hana fyrr en á föstudag. Norska ríkisútvarpið NRK segir að Moxnes hafi stolið Hugo Boss-sólgleraugum úr verslun og verið sektaður um 3.000 norskra krónur, rúmar 38.000 íslenskar krónur. Til að bæta gráu ofan á svart varð Moxnes margsaga um það sem gerðist. Í fyrstu hélt hann því fram að um misskilning hefði verið að ræða. Síðar viðurkenndi hann að hafa rifið verðmiða af sólgleraugunum og stungið þeim í farangur sinn. Moxnes baðst afsökunar á stuldinum og tilraunum sínum til að drepa málinu á dreif um helgina. Á blaðamannafundi sem hann boðaði til sagði hann að hann hafi skilað gleraugunum þegar öryggisvörður stöðvaði hann á flugvellinum. NRK segir að heimildir þess hermi að Moxnes hafi þvert á móti þrætt fyrir að vera með gleraugun þegar hann var stöðvaður. Hann hafi þá verið leiddur í burtu og gleraugun fundist í fórum hans. Moxnes sagði ríkisfjölmiðlunum að hann hefði verið í áfalli þegar öryggisvörður stöðvaði hann og að hann skildi það ef hann hefði virst ósamvinnuþýður. Vill að Moxnes víki Forysta Rauða flokksins lýsti yfir stuðningi við Moxnes um helgina. Mímir Kristjánsson, hálfíslenskur þingmaður flokksins, sagðist meðal annars enn bera traust til leiðtogans. Ekki eru þó allir á eitt sáttir. Ýmsir héraðsleiðtogar flokksins hafa krafist þess að haldinn verði neyðarfundur um stöðu Moxnes. Sumir telja að hann eigi að stíga til hliðar. „Traust er ekki eitthvað sem flokksforystan getur bara tekið ákvörðun um,“ segir Viktor Stein, leiðtogi flokksins í Nordland. Fram að þessu hefur flokksforystan þó tekið fálega í kröfur um mál leiðtogans verði tekið fyrir frekar. Noregur Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Uppákoman átti sér stað í fríhöfninni á Gardermoen-flugvelli í Osló 16. júní en ekki var upplýst um hana fyrr en á föstudag. Norska ríkisútvarpið NRK segir að Moxnes hafi stolið Hugo Boss-sólgleraugum úr verslun og verið sektaður um 3.000 norskra krónur, rúmar 38.000 íslenskar krónur. Til að bæta gráu ofan á svart varð Moxnes margsaga um það sem gerðist. Í fyrstu hélt hann því fram að um misskilning hefði verið að ræða. Síðar viðurkenndi hann að hafa rifið verðmiða af sólgleraugunum og stungið þeim í farangur sinn. Moxnes baðst afsökunar á stuldinum og tilraunum sínum til að drepa málinu á dreif um helgina. Á blaðamannafundi sem hann boðaði til sagði hann að hann hafi skilað gleraugunum þegar öryggisvörður stöðvaði hann á flugvellinum. NRK segir að heimildir þess hermi að Moxnes hafi þvert á móti þrætt fyrir að vera með gleraugun þegar hann var stöðvaður. Hann hafi þá verið leiddur í burtu og gleraugun fundist í fórum hans. Moxnes sagði ríkisfjölmiðlunum að hann hefði verið í áfalli þegar öryggisvörður stöðvaði hann og að hann skildi það ef hann hefði virst ósamvinnuþýður. Vill að Moxnes víki Forysta Rauða flokksins lýsti yfir stuðningi við Moxnes um helgina. Mímir Kristjánsson, hálfíslenskur þingmaður flokksins, sagðist meðal annars enn bera traust til leiðtogans. Ekki eru þó allir á eitt sáttir. Ýmsir héraðsleiðtogar flokksins hafa krafist þess að haldinn verði neyðarfundur um stöðu Moxnes. Sumir telja að hann eigi að stíga til hliðar. „Traust er ekki eitthvað sem flokksforystan getur bara tekið ákvörðun um,“ segir Viktor Stein, leiðtogi flokksins í Nordland. Fram að þessu hefur flokksforystan þó tekið fálega í kröfur um mál leiðtogans verði tekið fyrir frekar.
Noregur Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira